Bæjarstjórnarfundur 18. nóvember 2025

Vakin er athygli á því að 395. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 18. nóvember 2025 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Fræðslunefnd Snæfellsbæjar.
  2. Fundargerð menningarnefndar, dags. 11. september og 28. október 2025.
  3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 30. október 2025.
  4. Fundargerð rekstrarnefndar Klifs, dags. 21. október 2025.
  5. Fundargerð 31. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 28. október 2025.
  6. Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. október 2025.
  7. Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. október 2025.
  8. Fundargerð 91. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. ágúst 2025.
  9. Fundargerð 84. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 27. ágúst 2025.
  10. Bréf frá Vegagerðinni, dags.  23. október 2025, varðandi tilkynningu um fyrirhugaða niðurfellingu Brimilsvallavegar af vegaskrá.
  11. Bréf frá UMF Víkings, dags. 3. nóvember 2025, varðandi ósk um leigu á íþróttahúsi Snæfellsbæjar fyrir konukvöld í mars 2026.
  12. Bréf frá Þór Magnússyni og Ægi Þór Þórssyni, dags. 6. nóvember 2025, varðandi varmadælur á Gufuskála.
  13. Bréf frá ÖBÍ, dags. 9. október 2025, varðandi biðtíma eftir NPA þjónustu.
  14. Bréf frá EBÍ, dags. 27. október 2025, varðandi ágóðahlutagreiðslu 2025.
  15. Ráðning hafnarstjóra.
  16. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2026. Fyrri umræða. Gögn lögð fram á fundinum.
  17. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 12. nóvember 2025

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri