Bæjarstjórnarfundur 18. nóvember 2025
14.11.2025 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 395. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 18. nóvember 2025 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Fræðslunefnd Snæfellsbæjar.
- Fundargerð menningarnefndar, dags. 11. september og 28. október 2025.
- Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 30. október 2025.
- Fundargerð rekstrarnefndar Klifs, dags. 21. október 2025.
- Fundargerð 31. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 28. október 2025.
- Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. október 2025.
- Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. október 2025.
- Fundargerð 91. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. ágúst 2025.
- Fundargerð 84. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 27. ágúst 2025.
- Bréf frá Vegagerðinni, dags. 23. október 2025, varðandi tilkynningu um fyrirhugaða niðurfellingu Brimilsvallavegar af vegaskrá.
- Bréf frá UMF Víkings, dags. 3. nóvember 2025, varðandi ósk um leigu á íþróttahúsi Snæfellsbæjar fyrir konukvöld í mars 2026.
- Bréf frá Þór Magnússyni og Ægi Þór Þórssyni, dags. 6. nóvember 2025, varðandi varmadælur á Gufuskála.
- Bréf frá ÖBÍ, dags. 9. október 2025, varðandi biðtíma eftir NPA þjónustu.
- Bréf frá EBÍ, dags. 27. október 2025, varðandi ágóðahlutagreiðslu 2025.
- Ráðning hafnarstjóra.
- Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2026. Fyrri umræða. Gögn lögð fram á fundinum.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 12. nóvember 2025
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri