Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninga

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninga hófst 3. maí.

Í Snæfellsbæ er kosið utan kjörfundar á opnunartíma skrifstofu sýslumanns í Ráðhúsi Snæfellsbæjar við Klettsbúð 4 á Hellissandi. Opið er á eftirfarandi tímum:

  • Mánudag - fimmtudag frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 15:30.
  • Föstudag frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00.

Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna.