Andi hrekkjavökunnar svífur yfir Snæfellsbæ

Andi hrekkjavökunnar hefur svifið yfir Snæfellsbæ undanfarna daga en óhætt er að segja að hryllingurinn nái hámarki í dag, 30. október, með hroðalegri fjölskyldustund í Pakkhúsinu, hræðilegu hrekkjavökuballi og svakalegri eldlistasýningu. Þorir þú að láta sjá þig?

Hryllilega hugguleg fjölskyldustund í Pakkhúsinu frá kl. 16 – 18.

Menningarnefnd og Smiðjan taka höndum saman og umbreyta Pakkhúsinu í sannkallaðan draugabæ. Hrekkjavökubingó, föndursmiðja, og léttar veitingar. 

Hræðilegt Hrekkjavökuball í Grunnskóla Snæfellsbæjar frá kl. 17:00. 

Árlegt hrekkjavökuball fyrir yngsta stig og miðstig. Nánari upplýsingar um ballið má finna á heimasíðu Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Mögnuð eldlistasýning við Grunnskóla Snæfellsbæjar

Húlladúllan mætir á hrekkjavökuballið með logandi eldfæri. Hún mun leika listir sínar við grunnskólann klukkan 18:10 og bjóða upp á afskaplega spennandi eldlistasýningu. Sýningin tekur 20 mínútur og er aðgangur ókeypis. Eldlistasýningin er liður í Barnamenningarhátíð Vesturlands og enginn ætti að láta sýninguna fram hjá sér fara.

Hræðilega skemmtun, kæru íbúar.