Afmælisvika Snæfellsbæjar - fjölbreytt dagskrá
10.06.2024 |
Fréttir
Snæfellsbær fagnar 30 ára afmæli í ár.
Snæfellsbær varð til við sameiningu Ólafsvíkurkaupstaðar, Neshrepps utan Ennis, Breiðuvíkurhrepps og Staðarsveitar þann 11. júní 1994. Sveitarfélagið fagnar þessum áfanga með afmælisviku sem hefst 11. júní og lýkur á þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní.
Við hvetjum íbúa og aðra vini til að kynna sér dagskrá og taka þátt í fjölbreyttum viðburðum fyrir alla, unga sem aldna.
Dagskrá getur tekið breytingum og verður það þá auglýst sérstaklega.
Dagskrá:
11. júní
- Formleg opnun á nýju rennibrautinni við sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Viðburður hefst kl. 17:30. Íbúum boðið upp á afmælisköku og lifandi tónlist.
- Landsbankamótaröðin í golfi á Fróðárvelli kl. 20:00.
12. júní
- Afmæliskaffi fyrir íbúa á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri.
- Félag eldri borgara verður með sölu og sýningu í nýju húsnæði félagsins í Ólafsvík frá kl. 13:00 - 16:00. Gengið um húsið og gestir geta skoðað Höllina.
- Vagn Ingólfsson opnar listasýningu í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Opið 16:00 - 20:00. Vagn verður á svæðinu og ræðir um listina. Kvenfélag Ólafsvíkur verður með kaffisölu.
- Kvennamótaröð Snæfellsness í golfi á Fróðárvelli kl. 17:30.
13. júní
- Leikfélagið Lauga verður með spuna og leiki fyrir krakka (þriðji bekkur og eldri) í íþróttahúsinu í Ólafsvík frá kl. 13:00 - 15:00.
- Félag eldri borgara verður með sölu og sýningu í nýju húsnæði félagsins í Ólafsvík frá kl. 13:00 - 16:00. Gengið um húsið og gestir geta skoðað Höllina.
- Opnun listasýningar Bjarna Sigurbjörnssonar í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi frá kl. 15:00 - 17:00. Bjarni verður á svæðinu og ræðir við fólk um listina.
- Opið á listasýningu Vagns Ingólfssonar í Pakkhúsinu í Ólafsvík frá kl. 14:00 - 18:00.
- Kvenfélag Ólafsvíkur verður með kaffisölu í Pakkhúsinu frá kl. 14:00 - 16:30.
14. júní
- Barnastund í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi frá kl. 13:00 - 14:00. Skemmtileg fræðslustund og leikir fyrir alla krakka.
- Félag eldri borgara verður með sölu og sýningu í nýju húsnæði félagsins í Ólafsvík frá kl. 13:00 - 16:00. Gengið um húsið og gestir geta skoðað Höllina.
- Opið á listasýningu Vagns Ingólfssonar í Pakkhúsinu í Ólafsvík frá kl. 14:00 - 18:00.
- Kvenfélag Ólafsvíkur verður með kaffisölu í Pakkhúsinu frá kl. 14:00 - 16:30.
- Íbúum og öðrum gestum er boðið upp á ís á opnunartíma Lýsulauga þann 14. júní.
- Karaoke í Frystiklefanum.
15. júní
- Skemmtiþátturinn Bestu lög barnanna heimsækir Snæfellsbæ og tekur lagið í Sjómannagarðinum í Ólafsvík með öllum börnum. Skemmtun er í boði foreldrafélags leikskólans Krílakots í Ólafsvík og hefst kl. 13:00.
- Opið á listasýningu Vagns Ingólfssonar í Pakkhúsinu í Ólafsvík frá kl. 14:00 - 18:00.
- Kvenfélag Ólafsvíkur verður með kaffisölu í Pakkhúsinu frá kl. 14:00 - 16:30.
- Ljósmyndasýning með myndum frá liðinni tíð í sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík frá kl. 10:00 - 18:00.
16. júní
- Ljósmyndasýning með myndum frá liðinni tíð í sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík frá kl. 10:00 - 18:00.
- Opið á listasýningu Vagns Ingólfssonar í Pakkhúsinu í Ólafsvík frá kl. 14:00 - 18:00.
- Kvenfélag Ólafsvíkur verður með kaffisölu í Pakkhúsinu frá kl. 14:00 - 16:30.
17. júní
- Hátíðardagskrá í Ólafsvík og Staðarsveit í tilefni af Þjóðhátíðardeginum 17. júní og 80 ára afmælis lýðveldisins.
- Opið á listasýningu Vagns Ingólfssonar í Pakkhúsinu í Ólafsvík frá kl. 12:00 - 18:00.
- Kvenfélag Ólafsvíkur verður með kaffisölu í Pakkhúsinu frá kl. 14:00 - 16:30.
- Blómaganga um Búðarhraun með landverði Snæfellsjökulsþjóðgarðs kl. 13:00. Gangan er auðveld og hentar öllum aldri.
Góða skemmtun.
Skoða dagskrá í PDF: