Aðventugleði í Snæfellsbæ 4. desember
03.12.2025 |
Fréttir
Á morgun fyllist Snæfellsbær af hátíðleika og jólaanda þegar verslanir og þjónustuaðilar í Ólafsvík, Hellissandi og Rifi taka höndum saman og bjóða til árlegrar aðventugleði.
Eins og segir í viðburði á Facebook hefur verið mikið líf í bænum á þessum viðburði síðust ár og farin að skapast yndisleg hefð sem hringir inn jólin hjá mörgum hér í bæjarfélaginu.
Menningarnefnd Snæfellsbæjar hefur ákveðið að styðja aðventukvöldið og leggur til tónlistaratriði sem kemur fram á Sker Restaurant í Ólafsvík og Útgerðinni - verslun & vínstofu á Hellissandi. Jóhannes Stefánsson, fjöllistamaður og nefndarmaður í menningarnefnd, tekur sér í gítar í hönd og syngur kunn jólalög fyrir gesti og gangandi.
Nánar: