Aðalskipulagsbreyting í Dalbrekku, Ólafsvík

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 á fundi sínum þann 2. nóvember 2023. Um verulega breytingu á aðalskipulagi er að ræða.

Unnin var lýsing vegna fyrirhugaðra aðalskipulagsbreytinga, ramma- og nýs deiliskipulags um mótun íbúðabyggðar í Dalbrekku. Lýsing og matslýsing vegna breytingar aðalskipulags og nýs deiliskipulags hefur verið auglýst og kynnt í samræmi við skipulagslög.

Nú er óskað eftir umsögnum og athugsemdum við tillögur á vinnslustigi. Nálgast má gögnin á Skipulagsgátt undir málsnúmerinu 1200/2024 fyrir aðalskipulagsbreytinguna og 1202/2024 fyrir deiliskipulagsbreytingu.

Frestur til athugasemda er til og með 15. september 2025 og skal skila skriflega í skipulagsgáttina undir málinu.

Skipulagsfulltrúi Snæfellsbæjar