Ungmennaráð
Ungmennaráð Snæfellsbæjar Samþykkt á fundi bæjarstjórnar 20. nóvember 2008
Stjórnskipuleg staða
Ungmennaráð heyrir undir íþrótta- og æskulýðsnefnd.
Nefndin starfar á almennu sviði, sem er undir stjórn bæjarstjóra.
Skipan nefndarinnar
Í ungmennaráði eiga sæti fimm fulltrúar á aldrinum 16-21 árs, sem íþrótta- og æskulýðsnefnd tilnefnir og bæjarstjórn staðfestir skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga, og samþykktar um stjórn og fundarsköp Snæfellsbæjar. Auk kjörinna fulltrúa eiga formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og bæjarstjóri rétt á að sitja fundi nefndarinnar, með málfrelsi og tillögurétt.
Nefndin kýs formann, hafi hann ekki verið skipaður af bæjarstjórn, og ritara nefndarinnar á fyrsta fundi sínum.
Hlutverk
• Að vera bæjaryfirvöldum til ráðgjafar varðandi aðstöðusköpun og afþreyingarmöguleika ungs fólks.
• Að koma tillögum og skoðunum ungs fólks til skila til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins.
• Ungmennaráð starfar með og undir leiðsögn íþrótta- og æskulýðsnefndar og íþrótta-og æskulýðsfulltrúa.
• Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt formanni íþrótta- og æskulýðsnefndar skal vera tengiliður við bæjaryfirvöld og er til aðstoðar ef þurfa þykir.
Starfshættir
Um starfshætti nefnda er sérstaklega getið í V. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Snæfellsbæjar og skal þeim fylgt eftir því sem við á.
Ungmennaráðið kemur saman fyrir luktum dyrum.
Ungmennaráðið skal halda gerðarbók. Kjörinn ritari færir fundargerð í gerðabókina. Í
gerðabók skal skrá hvar og hvenær fundur er haldinn, hverjir sitja hann og hvenær honum lýkur. Skrá skal einstök mál, sem tekin eru fyrir á fundinum, hvenær þau komu til, nöfn hlutaðeigandi, meginefni og afgreiðslu nefndarinnar. Í lok fundar skal ritari lesa fundargerðina upp og allir viðstaddir undirrita hana.
Fundargerðum kemur formaður ungmennaráðs til formanns æskulýðs- og íþróttanefndar sem leggur hana fram með dagskrá næsta fundar æskulýðs- og íþróttanefndar. Ritari ungmennaráðsins sendir fundarmönnum afrit af fundargerð ungmennaráðsins.
Formaður ungmennaráðs sér um boðun funda. Fundarboðun skal vera skrifleg eða rafræn og tilgreina fundarstað, tíma og dagskrá. Fundarboð skal sent fulltrúum í ungmennaráðinu og öðrum sem seturétt hafa á fundum eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund.
Formaður ungmennaráðs stýrir fundum hans skv. ákvæðum V. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Snæfellsbæjar.
Fundur telst ályktunarhæfur ef meirihluti ungmennaráðs er mættur á fund. Í atkvæðagreiðslu ræður afl atkvæða. Mál telst fallið í atkvæðagreiðslu ef atkvæði falla að jöfnu með og á móti.
Eftirfylgni
Formaður ungmennaráðsins og aðrir fulltrúar hans skulu snúa sér til íþrótta- og æskulýðafulltrúa og formanns íþrótta- og æskulýðsnefndar með eftirfylgni staðfestra samþykkta ungmennaráðsins.
Lög og reglugerðir
Í störfum sínum skal nefndin taka mið af þeim lögum og reglugerðum, sem undir starfssvið
hennar heyrir og gilda hverju sinni. Þá skal nefndin fylgja samþykkt um stjórn og fundarsköp Snæfellsbæjar.