Ungmennaráð
Föstudagurinn 10.febrúar 2017 klukkan 15:00
Mættir voru: Guðlaug Íris, Lena Hulda, Brynjar, Karítas, Hilmar og Guðbjörg
Guðlaug Íris Formaður Ungmennaráðs Snæfellsbæjar setti fundinn klukkan 15:00
- Heilsudagar í Snæfellsbæ 9-16 mars
Við viljum gjarnan vera með námskeið eða leiki fyrir unglinga á heilsudögunum og við fengum þá hugmynd að fá Mjölni til þess að halda námskeið því við höldum að það yrði mjög vinsælt meðal ungmenna í Snæfellsbæ.
Við sendum skilaboð á Mjölni hvort þeir væru lausir og hver kostnaðurinn yrði og nú erum við að bíða eftir svari frá þeim.
Ef sú hugmynd að fá Mjölni til þess að halda námskeið myndi ekki ganga upp væri varaplanið að halda íþróttakeppni eins og gert var í sumar, en í staðinn fyrir jógabolta myndum við halda kílo og sparkó íþróttakeppni.
Fundi slitið 15:45
Lena Hulda Örvarsdóttir ritari.