Ungmennaráð

4. fundur 09. desember 2016 kl. 14:12 - 14:12
Fg. 4. fundar ungmennaráðs

Ungmennaráð Snæfellsbæjar

Mánudaginn 7. nóvember 2016 kl 20:00

 

Mættir voru: Guðlaug Íris, Lena Hulda, Brynjar, Karítas, Hilmar og Guðbjörg

 

Guðlaug Íris Formaður Ungmennaráðs Snæfellsbæjar setti fundinn.

 

  1. Rútuferðir á skíðasvæðið í Grundarfirði

Rætt var um hugmyndina að fá frítt í strætó fyrir ungmenni upp í 21 árs að skíðasvæðinu. Strætó fer annan hvorn dag kl 16:16 frá Ólafsvík og til baka um korter í átta frá Grundarfirði.

 

  1. Leikjakvöld

Rætt var um að hafa annað hvort jólabingó eða félagsvist 22. nóvember og halda kvöldið í Grunnskóla Snæfellsbæjar fyrir árgang 2002-1997. Fá bæjarblaðið Jökul um að auglýsa. Hafa piparkökur og kakó í boði fyrir jólastemminguna.

 

Fundi slitið 20:50

 

Lena Hulda ritari.

Getum við bætt efni þessarar síðu?