Ungmennaráð
Annar fundur í Ungmennaráði haldinn í Íþróttahúsi Snæfellabæjar klukkan 16:45.
Mættir: Davíð Magnússon Hilma JónsdóttirJóhanna Jóhannesdóttir
Telma Björg Þórarinsdóttir
Ægir Þór Þórsson
Umræðuefni fundar
Fundur hófst á umræðu um Ungmennahúsið. Í fyrstu var óljóst hvort eitthvað ætti að opna fyrir áramót, en þegar Davíð hafði orð á því að krakkar væru að forvitnast um húsið var ákveðið að slá til. Eftir töluverðar vangaveltur um hentugt kvöld varð dagsetningin 11.11.11 fyrir valinu. Allir nema Hilma gerðu ráð fyrir að vera lausir það kvöld. Sú hugmynd kom að gaman væri að kaupa FIFA 12 fyrir opnunina og verður gengið í það á næstu dögum. Einnig var ákveðið að bjóða upp á léttar veitingar um kvöldið, en hvað verður á boðstólnum verður rætt betur á næsta fundi.
Í framhaldi af umræðu um Ungmennahúsið var hugurinn látinn reika og komu allskyns hugmyndir um hvað hægt væri að gera í vetur. Hugmynd um jólaskemmtun í desember stóð þar hæst og verður ráðist í skipulagningu hennar eftir opnunarkvöld. Höfðum við í huga að spila jólalög, mála piparkökur og eitthvað í þeim dúr. Svo væri gaman að fá góðan gest, en nafnið Ari Eldjárn hefur nú dúkkað upp á báðum fundunum.
Á dagskránni núna er að finna umsjónarmann/starfsmann í Ungmennahúsið. Vorum ekki með á hreinu hvort það væri í okkar verkahring eða Sigrúnar og Brynju, en það verður skoðað við fyrsta tækifæri.
Að lokum var fjárhagsáætlun Ungmennaráðs rædd. Allir eru frekar forvitnir að vita hvað við höfum á milli handanna. Eigum örlítið erfitt að gera okkur grein fyrir því hversu stórt við getum farið, þ.e. töluverður munur er að kaupa tölvuleik og fá uppistandara eða aðra gesti í heimsókn.
Fundi slitið klukkan 17:25.
Hilma Jónsdóttir, ritari.