Ungmennaráð
Þriðji fundur í Ungmennaráði haldinn í Íþróttahúsi Snæfellabæjar 6. desember 2011 klukkan 17:10.
Mættir: Davíð Magnússon Hilma JónsdóttirJóhanna Jóhannesdóttir
Telma Björg Þórarinsdóttir
Ægir Þór Þórsson
Umræðuefni fundar
Í upphafi fundar var tekin sú ákvörðun að halda kaffihúsakvöldið, sem rætt hafði verið á síðasta fundi, á milli jóla og nýárs. Þótti það hentugri tími þar sem allir eru í jólaundirbúningi og það sem meira er, að taka próf. Umræddur viðburður mun bera yfirskriftina Jólakvöld ungmenna.
Að miklu er að huga en fyrst og fremst er að athuga hvaða dagsetning hentar best. Fimmtudagurinn 29. desember er öllum ofarlega í huga og ekki er neitt um að vera í Snæfellsbæ það kvöld, svo við vitum. Ægir Þór ætlar að heyra í hótelstjóra Hótel Hellissands og athuga hvort hann sé tilbúinn til þess að vera í samstarfi við okkur, þ.e. leigja okkur salinn á hótelinu og útbúa veitingar.
Annað sem þarf að skoða eru veislustjóri, skemmtiatriði, auglýsingar og happdrættisgjafir en okkur langar til þess að hafa happdrætti og veglega vinninga í verðlaun. Davíð hefur tekið það að sér að senda póst á hópinn Mið-Ísland og athuga nánar verð á þeim strákum og hvort einhver möguleiki sé að fá þá til okkar.
Jóhanna og Hilma munu tala við krakka í Snæfellsbæ um söngatriði en eru það meðal annars Jón Haukur, Alda Dís og Guðrún Kolbrún sem við viljum fá.
Davíð ætlar að tala við félaga sinn um auglýsingu en hann kann vel á photoshop. Við viljum auglýsa vel enda vonin að fá sem flesta. Hægt væri að setja upp „plaköt“ á matsölustöðunum, FSN, Þín Verslun og að lokum í Jökul.
Hugmyndirnar voru að ræða við eigendur eftirtalinna staða um happdrættisvinninga: Hobbitinn, Söluskáli ÓK, Gilið, Hrund, Hótel Búðir, Icelandair, Sólarsport og Blómsturvellir. Vonumst við til þess að þeir sjái sér fært um að veita okkur afslátt af gjafabréfum og/eða gjafavöru.
Eins og staðan er núna höfum við hugsað okkur að dagskráin sé að byrja um 20.30. Hægt væri að opna húsið um hálftíma fyrr. Hver og einn borgar um 500-1000 krónur inn og fær þá einn happdrættismiða. Við vitum ekki nákvæmlega hversu langur viðburðurinn verður, en það mun fara að mestu eftir fjölda skemmtiatriða o.þ.h.
Áframhaldandi umræða á næsta fundi.
Fundið slitið klukkan 17:55.
Hilma Jónsdóttir, ritari.