Ungmennaráð

5. fundur 26. júlí 2016 kl. 09:21 - 09:21

Fjórði fundur í Ungmennaráði haldinn í Íþróttahúsi Snæfellabæjar, 13. desember 2011 klukkan 17:00.

  Mættir:          Davíð Magnússon                         Hilma Jónsdóttir

Jóhanna Jóhannesdóttir

Sigrún Ólafsdóttir

Telma Björg Þórarinsdóttir

Ægir Þór Þórsson

 

Umræðuefni fundar

Umræða hélt áfram þar sem frá var horfið. Ægir hefur ekki enn náð á hótelstjóra Hótel Hellisands og ætla þau Sigrún að fara saman á morgun og gera fjórðu tilraunina.

Davíð fékk póst til baka frá Dóra DNA þar sem hann sagðist vera upptekinn en ætlaði að áframsenda póstinn á restina af hópnum. Hann talaði um að verðið væri um 60.000 á hvern meðlim. Þar sem við erum að hugsa um að fá tvo er áætlaður kostnaður um 120.000.

 

Eins og kom fram á síðasta fundi er ætlunin að hafa happdrætti. Við vorum komin með fyrirtæki sem við munum leita til og óska eftir gjafabréfum. Var þeim skipt niður á hópinn og er fyrirkomulagið eftirfarandi

Davíð – Söluskáli ÓK

Hilma – Apótek og Hobbitinn

Jóhanna – Blómsturvellir

Sigrún – Hrund

Telma Björg – Sólarsport og  Gilið

Ægir Þór – Krían

Hvað varðar skemmtiatriði, þá eru Jón Haukur og Alda Dís upptekinn þetta kvöld, þ.e. 29. desember. Jóhanna ræddi við Guðrúnu Kolbrúnu og hún tók vel í þetta en vildi fá að hugsa málið. Það komu fleiri hugmyndir um atriði á þessum fundi og eru það nokkrar stelpur úr Grundarfirði, ætlum að heyra í þeim hljóðið.

 

Áframhaldandi umræða á næsta fundi.

 

Fundið slitið klukkan 17:50.

 

Hilma Jónsdóttir, ritari.

Getum við bætt efni þessarar síðu?