Ungmennaráð

7. fundur 26. júlí 2016 kl. 09:20 - 09:20

Sjötti fundur í Ungmennaráði haldinn í Íþróttahúsi Snæfellabæjar þann 21. desember 2011 klukkan 16:05.

  Mættir:        Hilma Jónsdóttir

Jóhanna Jóhannesdóttir

Telma Björg Þórarinsdóttir

Ægir Þór Þórsson

 

Umræðuefni fundar

Ægir hafði fengið svar frá tveimur uppistöndurum, þeim Begga blinda og Rökkva. Við höfðum samband við þá báða á fundinum til þess að fá verð og aðrar upplýsingar. Eftir nokkur símtöl og miklar vangaveltur ákváðum við að fá Rökkva. Hann er betur til þess fallinn að vera veislustjóri, þ.e getur sett saman lengra efni.

Eina ósk hans var að fá gistingu fyrir sig, konu sína og börn vegna þess hve seint viðburðurinn er. Við ætlum að tala við hótelstjóra Hótel Hellissands og athuga hvort ekki sé hægt að útvega herbergi.

 

Happdrættisvinningarnir eru allir komnir í hús og eru þeir þó nokkuð margir. Það er því allt að smella saman og ætlum við að hittast í næstu viku til þess að setja saman dagskrá og hanna auglýsingu sem Jói getur prentað.

 

Fundið slitið klukkan 17:30.

 

Hilma Jónsdóttir, ritari.

Getum við bætt efni þessarar síðu?