Ungmennaráð

6. fundur 26. júlí 2016 kl. 09:19 - 09:19

Fimmti fundur í Ungmennaráði haldinn í Íþróttahúsi Snæfellabæjar þann 19. desember 2011 klukkan 19:05.

  Mættir:        Hilma Jónsdóttir

Telma Björg Þórarinsdóttir

Ægir Þór Þórsson

 

Umræðuefni fundar

Aðalumræðuefni fundarins var að finna hvaða uppistandara/veislustjóra hægt væri að fá með svo stuttum fyrirvara. Davíð var búin að ítreka viðburðinn við Mið-Ísland en hafði ekki fengið neitt svar. Voru skrifuð nöfn marga og mun Ægir fara í það að senda póst, sá sem er laus verður fenginn. Flóknara verður það ekki.

 

Næst á dagskrá var að hanna auglýsingu sem birtist í Jökli fimmtudaginn næstkomandi. Hún verður ekki löng, í grófum dráttum hvar/hvenær/kostnaður/aldurstakmark. Davíð mun svo fá vin sinn til þess að hanna auglýsingu í photoshop sem prentuð verður á plaköt. Verða þau hengd hér og þar um bæinn.

 

Happdrættisvinningarnir eru á góðri leið. Allir verða að vera búnir að ganga frá sínum fyrir næsta fund, þ.e. fá staðfestingu frá fyrirtækjunum.

 

Hvað varðar söngatriði ætlar Telma að heyra í Öldu Dís, Jón Hauki og Sylvíu. Ægir ætlar að senda póst á Særósu. Sigrún Aðalheiður hefur nú þegar sagt já við að koma. Spurningin með þetta var þó, á að borga þeim?

 

Fundið slitið klukkan 20:05.

 

Hilma Jónsdóttir, ritari.

Getum við bætt efni þessarar síðu?