Umhverfis- og skipulagsnefnd

113. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:31 - 10:31
Árið 2002, miðvikudaginn 28. ágúst kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 113. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Illugi J. Jónasson
Elín Katrín Guðnadóttir
Sævar Þórjónsson
Stefán Jóhann Sigurðsson
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi

Þetta gerðist:

Lóðarúthlutun

1.  Bankastræti 1a:  LÓÐ
Úthlutun á lóð fyrir lögreglustöð við Bankastræti 1a
Hafnarnefnd hefur samþykkt úthlutunina með eftirfarandi skilyrðum:
1.  Útlínur lóðarinnar verði óbreyttar frá því sem er í dag.  Hætt verði við fylling eins og gert er fyrir í aðalskipulagi. 
2.  Gert verði ráð fyrir 20 bílastæðum hafnarmegin á lóðinni, með bundnu slitlagi, fyrir almenning. 
3.  Fiskiðjan Bylgja verði með frágengin bílastæði á sinni lóð. 
Frestað til að afla frekari gagna.

Skipulagsmál

2.  Við Útnesveg:  LÓÐ
111169-4119: Katla Bjarnadóttir, Presthúsabraut 28, 300 Akranes
Katla ítrekar umsókn sína um lóð undir veitingarekstur við Útnesveg og óskar eftir lóðinni fyrir framan Tröð. Vegna neikvæðs álits ungmennafélaganna hefur hún ekki hugsað sér að taka lóðina á móti Essó skálanum.
Það hafa ekki komið svör frá þeim þrem aðilum sem fengu bréf vegna málsins.  Nefndin getur ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en svör hafa borist.

Byggingarleyfisumsóknir

3.  Brúarholt 9: STÆKKUN LEIKSKÓLA
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Sótt er um leyfi til að stækka leikskólann við Brúarholt 9, Ólafsvík, um 148,3m2- 479,3 m3.  Teikningar frá Arkþing, Hjörtur Pálsson.
Samþykkt með þeim skilyrðum að brunavarnir hússins verði í samræmi við brunavarnarákvæði.
4.  Háarif 47: SÓLSTOFA
210874-4889: Viðar Páll Hafsteinsson, Háarifi 47, Rifi, 360 Hellissandur
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu 22m2 og bæta við glugga í stofu hússins við Háarif 47, Rifi.  Einnig sólpall, ca 50m2 með 1,5 m hárri girðingu.
Samþykkt.
5.  Skólabraut 6: KLÆÐNING
140380-3779: Íris Björk Aðalsteinsdóttir, Skólabraut 6, 360 Hellissandur
Sótt er um leyfi til að klæða að utan íbúðarhúsið að Skólabraut 6, Hellissandi, með láréttri Canexel klæðningu.
Samþykkt

Önnur mál

6.  Arnarstapaland: SKJÓLMÖN
040140-4769: Guðrún Tryggvadóttir, Hjarðartún 2, 355 Ólafsvík
Guðrún Tryggvadóttir sækir um að fá að ýta upp skjólmön að austanverðu við Bóndabúð á Arnarstapa, þar er ógróið land og árfarvegur Stapagilsins, vegna breytinga á svæðinu sem hafa breytt vindi við húsið.
Frestað og óskað eftir uppdráttum af framkvæmdinni.
7.  Gatnamót í Ólafsvík: UMFERÐAMERKI OG SPEGILL
051147-2439: Trausti Magnússon, Hjallabrekku 1, 355 Ólafsvík
Trausti Magnússon óskar eftir að sett verði upp umferðarmerki og spegill við gatnamót Grundarbrautar, Hjallabrekku, Túnbrekku og Klifbrautar vegna hæðar lóðar við Grundarbraut 50 sem byrgir sýn við gatnamótin.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar málinu þannig til bæjarstjórnar.
8.  Mýrarholt 12: SKILTI
410169-4369: ÁTVR, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Jóhann Steinsson óskar eftir, fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, að breyta um skilti á versluninni við Mýrarholt 12, Ólafsvík, og setja upp nýtt skilti með heitinu vínbúð og nýju merki ÁTVR.  Merkið er í svipaðri stærð og fyrra merki og staðsett á sama stað.
Samþykkt.
9.  Skálholt/Mýrarholt að Ólafsbraut: GÖNGUSTÍGUR

161250-3689: Ragnheiður Víglundsdóttir, Skálholti 6, 355 Ólafsvík

Ragnheiður gerir athugasemd við að ekki er göngustígur frá horninu á Mýrarholti og Skálholti niður á Ólafsbrautina eða niður á planið hjá Hótel Höfða.  Þarna hefur Magnúsarstígur verið frá því að elstu menn muna.
Einnig vill hún benda á að nauðsynlegt er að setja upp skilti sem vísar ferðafólki á tröppurnar niður brekkuna vegna þess að ókunnugir taka ekki eftir þeim.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mun leita eftir nánari hugmyndum um skipulag í kringum Magnúsarstíg.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:30
Sigurjón Bjarnason (sign)
Stefán Jóhann Sigurðsson (sign)
Illugi Jens Jónasson(sign)
Elín Katrín Guðnadóttir (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?