Umhverfis- og skipulagsnefnd

115. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:28 - 10:28
Árið 2002, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 115. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Illugi J. Jónasson
Ómar Lúðvíksson
Sævar Þórjónsson
Bjarni Vigfússon
Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1.  Aðalskipulag:  HELLNAR OG ARNARSTAPI

510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

Breytingar á aðalskipulagi Hellna og Stapa, á Arnarstapa við Bjarg.  Einnig athugasemdir Skipulagsstofnunar um nýja aðalskipulagið.
Samþykkt tillaga að húsdýragarði á Bjargi.  Ath. að hún samræmist gildandi deiliskipulagi við Grundarbraut.
2.  Brekkubær 136269:  NÝTT DEILISKIPULAG
Breytt deiliskipulag og skilmálar fyrir Brekkubæ.  Á fyrra skipulagi var gert ráð fyrir 15 íbúðarhúsum og 1 verslunarhúsi.  Nýja tillagan gerir ráð fyrir 13 húsum, þar af eru byggð 5; 4 íbúðarhús og 1 sem er notað fyrir gistihús.  Einnig 1 starfsmannahúsi og niðurgrafinni skemmu, 5 frístundahúsum og tjaldstæði.
Samþykkt til auglýsingar.
3.  Við Þjóðveg 136573:  NÝTT HÚS
120162-2099: Hraðbúð ESSO, Við Útnesveg, 360 Hellissandur
Drífa Skúladóttir/Hraðbúð ESSO, Hellissandi, óskar eftir leyfi til að staðsetja nýtt hús á lóð þeirra við Útnesveg, fyrir kaffihús.
Samþykkt til deiliskipulags.

 

Byggingarleyfisumsóknir

4.  Bárðarás 16:  KLÆÐNING

220855-3419: Kristín Þórðardóttir, Bárðarási 16, 360 Hellissandur

Sótt er um leyfi til að klæða íbúðarhúsið að Bárðarási 16 með Canexel klæðningu.
Samþykkt.
5.  Dagverðará 136271: SUMARHÚS OG GEYMSLA
301245-4089: Aðalheiður Hallgrímsdóttir, Veghúsum 31, 112 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að byggja sumarhús, stærð 63,8 m2 og 222,1 m3, á Dagverðará í Breiðuvík, rétt við flugvöllinn.  Einnig er þar skúr sem hefur haft stöðuleyfi en er ætlað sem geymsla, stærð 29,5 m2 og 73,8 m3.  Með umsókninnni fylgir leyfi meðeigenda jarðarinnar.  Erindinu var frestað og óskað eftir umsögn frá Flugmálastjórn Íslands.  Hún hefur nú borist þar sem þeir gera ekki athugasemdir við bygginguna.
Samþykkt.
6.  Sölvaslóð 9: SUMARHÚS
220356-4779: Anna G. Ólafsdóttir, Fálkagötu 34, 107 Reykjavík 010654-3869: Ólafur B. Guðnason, Fálkagötu 34, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús við Sölvaslóð 9 á Arnarstapa.  Teikning: Svanur Bjarnason hjá Stoðverk.  Stærð 52,6 m2 og 186,6 m3.
Samþykkt en skilyrt að settur verði stigi frá björgunaropi frá svefnlofti.

Önnur mál

7.  Keflavíkurgata 2: FJÖLDAHJÁLPARSTÖÐ Í GRUNNSKÓLANUM
620780-2869: Snæfellsbæjardeild Rauða Kross Íslands, Túnbrekku 11, 355 Ólafsvík
Ari Bjarnason óskar eftir, fyrir hönd Snæfellsbæjardeildar Rauða Krossins, umsögn nefndarinnar um tillögu að fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Hellissandi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna og gefur jákvæða umsögn.

 

Byggingarleyfisumsóknir

8.  Norðurtangi 3: KLÆÐNING/EINANGRUN Á ÞAKI
Jóhannes Ólafsson sækir um, fyrir hönd eigenda að húseigninni Norðurtanga3, Ólafsvík, leyfi til að klæða og einangra þak hússins með bárujárni.
Samþykkt
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:30
Sigurjón Bjarnason (sign)
ÓmarLúðvíksson (sign)
Illugi Jens Jónasson(sign)
Bjarni Vigfússon (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Jón Þór Lúðvíksson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?