Umhverfis- og skipulagsnefnd

116. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:26 - 10:26
Árið 2003, miðvikudaginn 15. janúar kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 116. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Illugi J. Jónasson
Ómar Lúðvíksson
Sævar Þórjónsson
Bjarni Vigfússon
Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi
Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1.  Breytt aðalskipulag:  ARNARSTAPI OG HELLNAR

510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

Bréf frá heilbrigðisfulltrúa varðandi fráveitumál við breytt aðalskipulag fyrir Arnarstapa og Hellna.
Bréfið kynnt.  Máli lokið.
2.  Kinnaland við Búðir:  DEILISKIPULAG FYRIR FRÍSTUNDABYGGÐ OG SKÓGRÆKT
Deiliskipulag og skipulag fyrir 11 frístundahús og skógrækt á Kinnarlandi við Búðir á um 20 ha. svæði.  Samþykki Vegagerðarinnar um tengingu við veg liggur fyrir.  Skipulagsnefnd samþykkti erindið til auglýsingar 3/7 2002 en þá kom athugasemd frá eigendum Axlar þar sem þeir neita aðkomu frá þeirra jörð.  Málinu var frestað þá en nú er komin ný tillaga með breyttu vegakerfi.
Samþykkt til auglýsingar.

 

Byggingarleyfisumsóknir

 

3.  Á Djúpalónssandi:  2 SNYRTIAÐSTÖÐUHÚS
530169-4059: Ferðamálaráð Íslands, Strandgötu 29, 600 Akureyri
Sótt er um leyfi til að byggja 2 snyrtiaðstöðuhús við Djúpalónssand.  Húsin eru einingahús, stærðir 5,8 m2, eða 14,5 m3, hvort.
Samþykkt.
4.  Eyri Arnarstapa, 136252:  KLÆÐNING

530169-6779: Félag Snæfellinga og Hnappdæla, Akurholti 6, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að klæða íbúðarhúsið að Eyri, Arnarstapa, með hvítu kantstáli.  Gert er ráð fyrir að klæða húsið í áföngum og byrja á þeim hluta sem nú er klæddur með timburklæðningu.
Samþykkt.
5.  Norðurtangi 1: BREYTA VINNSLUSÖLUM Í VERSLUN
510602-4550: Húsgeymur ehf., Norðurtanga 1, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að breyta vinnslusölumað Norðurtanga 1 í verslun.
Samþykkt með fyrirvara um að skilað verði teikningum af innréttingu húsnæðisins áður en breytingar eru hafnar og gerð grein fyrir brunavörnum með tilliti til breyttrar notkunar.

 

Fyrirspurn

 

6.  Ólafsbraut 55: STÆKKUN
220845-4359: Ágúst Sigurðsson, Brautarholti 17, 355 Ólafsvík
Ágúst Sigurðsson óskar álits nefndarinnar á stækkun verslunarinnar Kassans eftir meðfylgjandi skissum.
Nefndin er ekki mótfallin stækkuninni en bendir á að endanleg afgreiðsla erindisins verði þegar byggingarnefndarteikning liggur fyrir og leggur til að hliðstætt byggingarefni verði notað og er í húsinu.  Bent skal á að byggingarleyfi verður ekki veitt nema leyfi meðeiganda liggi fyrir.

Önnur mál

7.  Ólafsbraut 20: VÍNVEITINGALEYFI
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Sótt er um vínveitingaleyfi fyrir Hótel Ólafsvík (áður Hótel Höfða), Ólafsbraut 20.
Samþykkt.
8.  Brautarholt 15: NIÐURRIF OG BYGGING NÝS BÍLSKÚRS
100373-5219:  Rúnar Már Jóhannsson, Brautarholti 15, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr frá 1975 við Brautarholt 15 í Ólafsvík og leyfi til að byggja nýjan samkvæmt tillögu rissi.
Samþykkt niðurrif.  Nefndin tekur jákvætt í erindið um nýjan bílskúr en það þarf í grenndarkynningu hjá íbúum no. 13 og íbúum á móti um það.
Fleira ekki gert, fundi slitið
ÓmarLúðvíksson (sign)
Illugi Jens Jónasson(sign)
Bjarni Vigfússon (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Jón Þór Lúðvíksson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)
Smári Björnsson (sign)

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?