Umhverfis- og skipulagsnefnd

118. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:23 - 10:23
Árið 2003, miðvikudaginn 2. apríl kl. 16:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 118. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Ómar Lúðvíksson
Sævar Þórjónsson
Bjarni Vigfússon
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi
Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur

Þetta gerðist:

Lóðarúthlutun

1.  Miðbrekka 7:  ÍBÚÐARHÚSALÓÐ

170377-5409: Vigfús Vigfússon, Hjallabrekku 2, 355 Ólafsvík

Sótt er um lóð fyrir íbúðarhús við Miðbrekku 7 í Ólafsvík.
Samþykkt.
2.  Móar3:  LÓÐARÚTHLUTUN

061048-4139: Svanhildur Pálsdóttir, Vallholti 13, 355 Ólafsvík

Svanhildur Pálsdóttir sækir um lóð fyrir sumarhús á Arnarstapa.  Lóð numer þrjú við Móa hefur verið skilað aftur og er eina lóðin sem er laus á svæðinu.
Samþykkt að bjóða henni þessa lóð.

 

Skipulagsmál

3.  Forna-Fróðá 132769:  SKIPULAG SUMARHÚSA

080444-3549:  Sigþór Guðbrandsson, Skipholti 7, 355 Ólafsvík

Sigþór óskar eftir heimild nefndarinnar til að skipuleggja svæði fyrir 4-6 sumarhús í landi Fornu-Fróðár..
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar hugmyndir um skipulag svo fremur að það brjóti ekki í bága við fyrirhugað framtíðarvegstæði.
4.  Golfvöllur:  LAND

510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

Framfarafélag Snæfellsbæjar, Hellissands- og Rifsdeild, óskar eftir landi fyrir þriggja holu golfvöll á túnum á svæði milli þjóðvegarins frá Rifi og gamla þjóðvegarins sem liggur uppmeð Hellu og á túnum umhverfis sumarhús Smára Lúðvíkssonar.
Skipulagsnefndin tekur jákvætt í erindið.
5.  Hafnarsvæði Ólafsvík: DEILISKIPULAG - AÐALSKIPULAG
Auglýsingu um deiliskipulag af hafnarsvæði í Ólafsvík er lolið og athugasemdartíma er að ljúka.  Ein athugasemd hefur borist frá Baldvini L. Ívarssyni fyrir hönd Bylgjunnar hf. varðandi bílastæði.
Nefndin telur að bílastæði verði ekki það mikið skert að ástæða sé til að taka athugasemdina til greina.
6.  Kinnaland við Búðir: AÐALSKIPULAG
Aðalskipulag á Kinnalandi við Búðir.  Breyting vegna frístundabyggðar.
Samþykkt til auglýsingar.

 

Byggingarleyfisumsóknir

7.  Klettsbúð 9: STÆKKUN UM 1 HÆÐ
481099-2699: Hótel Hellissandur, Klettsbúð 9, 360 Hellissandur
Sótt er um leyfi til að stækka Hótel Hellissand, Klettsbúð 9, um eina hæð og breytingar á þaki.  Stækkunin er 469,1 m2 - 1346,6 m3.  Teikning Bjarni Vésteinsson.
Samþykkt.  Grenndarkynning þarf að fara fram við Laufás 1, 2, 3og 4.

 

8.  Lækjarbakki 1: SUMARHÚS

020859-4159: Haraldur Ingvason, Ólafsbraut 36, 355 Ólafsvík

030259-2119: Sigurlaug Konráðsdóttir, Ólafsbraut 36, 355 Ólafsvík

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús að Lækjarbakka 1, Arnarstapa.  Teikning Jóhannes Pétursson.  Stærð 50 m2 - 217,5 m3.
Samþykkt með þeim fyrirvara að skilað verði inn þeim gögnum sem vantar.
9.  Skálholt 11a: STÆKKUN

150677-4249: Þuríður Snorradóttir, Skálholti 11a, 355 Ólafsvík

Sótt er um leyfi til að stækka íbúðarhúsið við Skálholt 11a um 30,8 m2.  Teikning Vigfús K. Vigfússon.  Reiknað er með að steypa stækkunina og klæða að utan með steniplötum eins og fyrir eru á húsinu.
Frestað þar til lögð verður fram lögleg teikning ásamt skráningartöflu og lóðarmörk liggi fyrir.

Önnur mál

 

10.  Naustabúð 17: STÆKKUN LEIKSKÓLA

510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

Fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar frá Snæfellsbæ varðandi stækkun leikskólans á Hellissandi skv. nýrri tillöguteikningu.
Nefndinni lýst vel á þessa frumtillögu.
11.  Sölvaslóð 1: SUMARHÚS

140963-2759: Jóhann Jónsson, Sveinskoti, 225 Bessastaðahreppur

Á fundi 3/7 2002 var kynnt bréf sem sent hefur verið til Jóhanns vegna þess að hann byrjaði á byggingu sumarhússins án þess að hann væri búinn að fá leyfið og mælt væri fyrir húsinu.  Svarbréf hefur ekki borist frá honum.
Þar sem ekki hafa borist fullunnar teikningar og byrjað hafi verið á framkvæmdum án byggingarleyfis og frestur til að byggja er útrunninn, verður honum gefið tækifæri til að ganga frá sínum málum fyrir 1. maí 2003 ella verði sökklar fjarlægðir á hans kostnað og lóð úthlutað aftur.
12.  Sölvaslóð 10: RAFSTRENGUR

251159-2629: Þórunn Þórisdóttir, Veghúsum 29, 112 Reykjavík

241161-7149: Magnús Þór Jónsson, Veghúsum 29, 112 Reykjavík

Vegna rafstrengsins um lóðina á Sölvaslóð 10.  Bréf hefur borist frá RARIK um strenginn og eigendur hafa haft samband við Smára.
Rafstrengur sem kominn er í lóðina er ekki í byggingarreit og þar eiga ekki að fara fram neinar byggingarframkvæmdir.  Nefndin telur að ef leigutakar sætta sig ekki við þessa framkvæmd þá sé sjálfsagt að endurgreiða greidd gjöld til sveitarfélagsins og taka lóðina til baka.
13.  Sölvaslóð: LÓÐIR 4 OG 8
Útgerðarfélagið Ísborg ehf., kt.: 531197-2249, fékk úthlutað lóð númer 4 við Sölvaslóð á Arnarstapa þann 1/8 2001 og Vigfúsi Vigfússyni, kt.: 020650-4439, var úthlutað lóð nr. 8 við Sölvaslóð þann 18/7 2001.  Tími til að byrja framkvæmdir er útrunninn samkvæmt úthlutunarskilmálum.  Á lóð nr. 4 hefur borist tillöguteikning af sumarhúsi en ekkert á nr. 8.
Nefndin ákvað að skrifa aðilum bréf og gefa frestí 3 vikur til að senda inn þau gögn sem vanta annars verði lóðirnar leigðar öðrum.

Viðurkenningar meistara

9.  Viðurkenning meistara

071245-3659: Jóhann Steinsson, Seiðakvísl 37, 110 Reykjavík

Jóhann Steinsson sækir um viðurkenningu sem húsasmíðameistari.  Meðfylgjandi er meistarabréf og viðurkenningar frá Siglufirði, Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Rangárvallahreppi.
Samþykkt.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið
Sigurjón Bjarnason (sign)
Ómar Lúðvíksson (sign)
Bjarni Vigfússon (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)
Smári Björnsson (sign)

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?