Umhverfis- og skipulagsnefnd

119. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:21 - 10:21
Árið 2003, miðvikudaginn 2. apríl kl. 16:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 119. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Ómar Lúðvíksson
Stefán Jóhann Sigurðsson
Bjarni Vigfússon
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi
Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur
Jón Þór Lúðsvíksson, slökkviliðsstjóri

Þetta gerðist:

Lóðarúthlutun

1.  Bankastræti 1a:  LÓÐAUMSÓKN

510391-2259:  Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík

Sótt er um lóð fyrir lögreglustöð við Bankastræti 1a í Ólafsvík.
Samþykkt.

 

Skipulagsmál

2.  Golfvöllur:  LAND FYRIR GOLFVÖLL

620897-2219: Framfarafélag Snæfellsbæjar, Bárðarási 19, 360 Hellissandur

Framfarafélag Snæfellsbæjar, Hellissands- og Rifsdeild óskaði eftir landi fyrir golfvöll á túnum á svæði milli þjóðvegarins frá Rifi og gamla þjóðvegarins sem liggur upp með Hellu og á túnum umhverfis sumarhús Smára Lúðvíkssonar.  Í erindi til byggingarnefndar var talað um þriggja holu golfvöll en það var á misskilningi byggt.  Nú er lögð fram teikning með nýrri hugmynd að golfvelli.
Nefndin tekur jákvætt í málið og felur bæjartæknifræðingi að kanna málið.

Byggingarleyfisumsóknir

3.  Engihlíð 16a:  YFIRBYGGING SVALA

510694-2449:  Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalið að Engihlíð 16a í Ólafsvík.
Samþykkt.
4.  Ennisbraut 2:  BREYTT NOTKUN 

211151-7069: Hafdís Berg Gísladóttir, Háarifi 35, 360 Hellissandur

Sótt er um leyfi til að breyta notkun hússins við Ennisbraut 2, Ólafsvík, í kaffi- og gistihús.
Nefndin er samþykk breyttri notkun ef uppfyllt eru þau skilyrði sem þarf s.b. aðgengi fatlaðra, brunavarnir, bílastæði og heilbrigðismál.  Einnig þarf að fara fram grenndarkynning á Ennisbraut 4 og Hjarðartúni 2.
5.  Ólafsbraut 27: LJÓSASKILTI
231263-7999: Þórður Stefánsson, Ennisbraut 6a, 355 Ólafsvík
Söluskáli ÓK sækir um leyfi til að setja upp ljósaskilti á lóðarmörkum vestan við söluskálann þar sem áður stóð skilti sem tilheyrði Olís/Söluskála ÓK.  Ljósaskiltið er 5m hátt og 2,5m í þvermál.  Hjálagt fylgir tölvumynd af skiltinu en það mun verða staðsett fjær götu en myndin sýnir.
Samþykkt, en staðsetning verði í samráði við bæjartæknifræðing.
6.  Skálholt 11a: STÆKKUN
150677-4249: Þuríður Snorradóttir, Skálholti 11a, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að stækka íbúðarhúsið við Skálholt 11a um 33,20 m2.  Teikning: Fjarhitun hf.  Viðbyggingin verður timburbygging á steyptum undirstöðum og með steyptri plötu.
Samþykkt með því skilyrði að klæðning verði í samræmi við húsið.

 

Fyrirspurnir

7.  Brautarholt 7: BREYTINGAR
180772-5029: Alfred Már Clausen, Brautarholti 7, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að hækka þak á húsinu við Brautarholt 7, Ólafsvík, og setja svalir á það.
Samþykkt, en fyrir þarf að liggja leyfi meðeigenda og grenndarkynning fari fram í næstu húsum.

 

8.  Móar 3: FYRIRSPURN

240572-5759: Sigurður Örn Gunnarsson, Hólatjörn 3, 800 Selfoss

Spurt er um hvort megi byggja sumarhús að Móum 3 samkvæmt meðfylgjandi tillöguteikningum.
Nefndin telur að þessi tillöguteikning sé í lagi.

Önnur mál

 

9.  Ennisbraut 30: GRUNNUR

131031-5059: Ríkharður Jónsson, Ólafsbraut 38, 355 Ólafsvík

Ríkharður fer fram á að fá keyptan grunninn sem Hraðfrystihús Ólafsvíkur átti á sínum tíma við Ennisbraut 30, Ólafsvík.
Nefndin mælir ekki með sölu á grunninum og vísar málinu til bæjarstjórnar.
10.  Ennisbraut 6a: BÍLSKÚR

231263-7999: Þórður Stefánsson, Ennisbraut 6a, 355 Ólafsvík

030263-4059: Ólína Bj. Kristinsdóttir, Ennisbraut 6a, 355 Ólafsvík

Varðar bílskúrsbyggingu við Ennisbraut 6a.
Sjá einkamálabók.
11.  Klifbrekka 6a: GÁMAR

131031-5059: Ríkharður Jónsson, Ólafsbraut 38, 355 Ólafsvík

Varðandi gáma á lóð Ríkharðs við Klifbrekku 6a.
Sjá einkamálabók.

Stöðuleyfi

 

12.  Grundarslóð: STÖÐULEYFI
Jakob Hendriksson, Jörundarholti 131, Akranesi, Magnús Þ. Ólafsson, Kveldúlfsgötu 24, Borgarnesi, og Ragnar Guðmundsson, Berugötu 22, Borgarnesi, sækja um stöðuleyfi fyrir 3 hjólhýsi á lóð sem er fyrir neðan Grundarslóð 10, Arnarstapa, í sumar og vonandi næstu sumur.
Nefndin samþykkir ekki að leyfa hjólhýsi á íbúðarhúsalóð við Grundarslóð en bendir á athafnasvæði á túni við Eiríksbúð.  Það þarf að kanna afstöðu þeirra í Eiríksbúð til málsins, en þá væri möguleiki á að leyfa hjólhýsin í sumar en ekki lengur.  Nefndin vill fá upplýsingar um lausn á frárennslismálum hjá þeim.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið
Sigurjón Bjarnason (sign)
Ómar Lúðvíksson (sign)
Bjarni Vigfússon (sign)
Stefán Jóhann Sigurðsson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)
Smári Björnsson (sign)
Jón Þór Lúðvíksson (sign)

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?