Umhverfis- og skipulagsnefnd

122. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:17 - 10:17
Árið 2003, miðvikudaginn 25. júní kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 122. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Sævar Þórjónsson
Stefán Jóhann Sigurðsson
Reynir Rúnar Reynisson
Bjarni Vigfússon
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi
Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur
Jón Þór Lúðsvíksson, slökkviliðsstjóri

Þetta gerðist:

Lóðarúthlutun

1.  Sölvaslóð:  LÓÐAUMSÓKN

260941-6589:  Eyþór S. Jónsson, Safamýri 44, 108 Reykjavík

Eyþór sækir um lóðir við Sölvaslóð - helst tvær lóðir.
Frestað.

 

2.  Sölvaslóð 8:  LÓÐAUMSÓKN

020650-4439: Vigfús Vigfússon, Grundarbraut 43, 355 Ólafsvík

Vigfús sækir um að fá lóðina númer 8 við Sölvaslóð.
Samþykkt.

Byggingarleyfisumsóknir

3.  Búðir hótel 136197:  BREYTING Á RISHÆÐ HÓTELSINS

470900-2370:  Hótel Búðir ehf., Búðum, 356 Snæfellsbær

Viktor Sveinsson sækir um fyrir hönd Hótels Búða, breytingar á þriðju hæð hótelsins.  Þar eiga að vera 11 gistiherbergi, ræstiklefar, tæknirými og geymslur.  Var frestað áður vegna brunavarna.  Nú er komið bréf frá Gunnari K. Kristjánssyni, verkfræðingi VSÍ, varðandi þær.
Samþykkt breytt notkun með því skilyrði að brunavarnir verði í samræmi við  kröfur eldvarnareftirlits.
4.  Munaðarhóll 12:  KLÆÐNING

101167-3059: Jón Veigar Ólafsson, Munaðarhóli 12, 360 Hellissandur

280370-5099: Elísabet Ósk Pálsdóttir, Munaðarhóli 12, 360 Hellissandur

Sótt er um leyfi til að klæða íbúðarhúsið við Munaðarhól 12, Hellissandi, með timburklæðningu.
Samþykkt með því skilyrði að klæðningin standist kröfur eldvarnareftirlits.
5.  Snæfellsás 13: SÓLPALLUR OG SVALAHURÐ
270659-2179: Kristmundur Einarsson, Háarifi 13, 360 Hellissandur
Sótt er um leyfi til að byggja sólpall og breyta stofuglugga, setja hurð þar í.
Samþykkt.
6.  Sölvaslóð 7: VIÐBYGGING/BREYTINGAR INNI - SÓLPALLUR.
030152-4769: Pálmar Einarsson, Sæbóli 30, 350 Grundarfjörður
Sótt er um leyfi til að stækka sumarhúsið að Sölvaslóð 7 um geymslu og breyta innra skipulagi samkvæmt teikningu.  Einnig að stækka sólpall og setja niður heitan pott.
Samþykkt en skilyrt að skilað verði inn nýjum teikningum þar með talið lagnateikningum.
  
7.  Ölkelda 2 136245: STÆKKUN FJÓSS, MJALTABÁS
020753-5289: Jón SvavarÞórðarson, Ölkeldu 3, 356 Snæfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja 62,2 m2 - 217,2 m3 mjaltabás við fjósið að Ölkeldu.
Samþykkt.

 

Önnur mál

 

8.  Búðir hótel 136197: REKSTRARLEYFI VEITINGA OG GISTINGAR

510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

Guðveig Eyglóardóttir, kt.: 010376-4919, framkvæmdastjóri Hótel Búða hf., óskar eftir leyfi til sölu veitinga og gistingar að Hótel Búðum fyrir 29 herbergi og matsölu fyrir allt að 100 manns.
Samþykkt að því tilskyldu að húsnæðið standist úttektir um brunavarnir, aðgengi fatlaðra og heilbrigðiseftirlits.
9.  Ennisbraut 23: MÓTTÖKUDISKUR
Kynnt bréf sem sent var vegna móttökudisks að Ennisbraut 23.
Frestað.  Nefndin bendir á að það þarf að sækja um leyfi fyrir móttökudiskum og leyfi frá meðeigendum.

 

10.  Traðarland: FLUTNINGUR Á SUMARHÚSI
Birgir Vilhjálmsson og Jóna V. Árnadóttir óska eftir leyfi til að flytja sumarhús á undirstöður í landi Traðar í Fróðárhreppi.  Það er ekki búið að samþykkja húsið vegna tíma sem tekur að fá deiliskipulag í gegnum skipulagsferlið.  Með fylgir samþykki nágranna.
Samþykkt að setja húsið til geymslu á byggingarstað.

 

Niðurrif

 

11.  Tunga 132790: NIÐURRIF OG BREYTT NOTKUN

030377-3549: Sigurður K. Gylfason, Tungu, 356 Snæfellsbær

291257-4969: Þorgerður Jónsdóttir, Tungu, 356 Snæfellsbær

Sótt er um leyfi til að rífa véla- og verkfærageymslu, mhl. 07 að Tungu.  Einnig að breyta notkun á mhl. 05 - votheysgryfju, mhl. 06 - fjárhúsi og mhl 09 - flatgryfjur í geymslur.
Samþykkt en fyrir þarf að liggja undirskrift allra eigenda.

 

Stöðuleyfi

 

12.  Arnarstapi gámasvæði: STÖÐULEYFI

030861-7019: Hjörtur Sigurðsson, Ásklifi 16, 340 Stykkishólmur

Sótt er um leyfi fyrir gám á athafnasvæði við Arnarstapa.
Samþykkt - leyfið gildir í eitt ár í senn.

 

Önnur mál

 

13.  Ennisbraut 6a: BÍLSKÚR

231263-7999: Þórður Stefánsson, Ennisbraut 6a, 355 Ólafsvík

030263-4059: Ólína Bj. Kristinsdóttir, Ennisbraut 6a, 355 Ólafsvík

Gerð grein fyrir stöðu mála vegna bílskúrs við Ennisbraut 6a.  Frestur til að leysa brunavarnir rann út þann 23. maí síðastliðinn.
Frestur framlengdur til loka júlí.

 

14.  Grundarbraut: UMFERÐARMERKI
Við endurbyggingu Grundarbrautar voru umferðarmerki tekin niður og ekki sett upp aftur.
Nefndin bendir á að það þarf að setja merkin upp aftur og eins að fara yfir önnur merki í bænum.

 

 

Byggingarleyfisumsóknir

 

15.  Norðurtangi 1: BREYTT NOTKUN

660402-3810: Hauður ehf., Norðurtanga 1, 355 Ólafsvík

Sótt er um leyfi til að breyta notkun á verksmiðjuhúsi að Norðurtanga 1 í verslunarhús.  Einnig sótt um leyfi fyrir auglýsingaskilti.
Samþykkt að veita leyfi til að breyta notkun þegar fyrir liggur brunahönnun húsnæðisins, aðgengi fatlaðra og kaffistofa starfsfólks í samræmi við reglugerðir.  Nefndin fellst ekki á núverandi staðsetningu auglýsingaskiltis en samþykkir að því verði valinn annar staður í samráði við bæjartæknifræðing.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:00
Sigurjón Bjarnason (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Stefán Jóhann Sigurðsson (sign)
Bjarni Vigfússon (sign)
Reynir Rúnar Reynisson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)
Smári Björnsson (sign)
Jón Þór Lúðvíksson (sign)

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?