Umhverfis- og skipulagsnefnd

124. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:14 - 10:14
Árið 2003, miðvikudaginn 20. ágúst kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 124. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Sævar Þórjónsson
Ómar Lúðvíksson
Bjarni Vigfússon
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi
Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1.  Tröðin:  FRAMKVÆMDIR Í TRÖÐINNI
090926-4389: Skúli Alexandersson, Hraunási 1, 360 Hellissandur
Bréf frá Skúla Alexanderssyni og Aðalheiði Aðalsteinsdóttur, f.h. Skógræktar- og landverndarfélags undir Jökli, um væntanlegar framkvæmdir í Tröðinni.  Gert er ráð fyrir 5 landnemaspildum, stækka bílastæði, setja upp skilti, o.fl..
Bréfið var kynnt. Skipulagsnefnd  mælir með þessum framkvæmdum og vísar erindinu til  bæjarstjórnar.

Byggingarleyfisumsóknir

2.  Arnarstapahöfn:  ÚTSÝNISPALLUR
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Smári Björnsson, f.h. Snæfellsbæjar, sækir um leyfi til að byggja útsýnispall við höfnina á Arnarstapa.  Pallurinn verður timburpallur með öryggishandriði og aðgengi fyrir hjólastóla.
Samþykkt.
3.  Bankastræti 1a:  LÖGREGLUSTÖÐ
571285-0299:  Loftorka ehf., Engjaási 2-8, 310 Borgarnes
Magnús Ólafsson, f.h. Loftorku, sækir um leyfi til að byggja 151,4 m2, 791 m3, lögreglustöð við Bankastræti 1a Ólafsvík.
Teikningunni hafnað. Aðgengi fatlaðra á snyrtingu er ófullnægjandi ,bílgeymsla er of þröng - erfitt að koma manni út úr bílnum inni - og bílskúrsdyr eru of lágar vegna ljósaútbúnaðar ofan á bíl.  Teikningin uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett voru upp í þarfagreiningu Sýslumanns.
4.  Engihlíð 22:  GERVIHNATTARDISKUR
061273-2209: Fadel A. Fadel, Engihlíð 22, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að setja upp gervihnattardisk að Engihlíð 22, Ólafsvík.
Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.
5.  Sandholt 9: GEYMSLUHÚS / BARNAHÚS
190157-3939: Sólrún Bára Guðmundsdóttir, Sandholti 9, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja 6m2 geymsluhús/barnahús að Sandholti 9 í Ólafsvík.
Samþykkt.
6.  Skálholt 15: SÓLSTOFA.
250862-3779: Magnús Eiríksson, Skálholti 15, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka sólstofu að Skálholti 15 í Ólafsvík.  Teikning frá Jóni Guðmundssyni.
Samþykkt.
  

Fyrirspurn

7.  Syðri-Knarrartunga 136304: BREYTINGAR OG STÆKKUN
030170-5639: Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, Syðri-Knarrartungu, 356 Snæfellsbær 091269-4499: Guðjón Jóhannesson, Syðri-Knarrartungu, 356 Snæfellsbær
Spurt er um hvort stækka megi og breyta fjósi, mhl. 13, og hlöðu, mhl. 12, að Syðri-Knarrartungu, eftir meðfylgjandi hugmyndum.
Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.

Önnur mál

8.  Arnarbær 136251: VÍNVEITINGALEYFI - ENDURNÝJUN
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tryggvi Konráðsson óskar eftir endurnýjun á leyfi til vínveitinga að Arnarbæ, Arnarstapa.
Samþykkt.
9.  Brekkubær 136269: VÍNVEITINGALEYFI - ENDURNÝJUN
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Guðrún G. Bergmann óskar eftir endurnýjun á leyfi til vínveitinga á Gistiheimilinu Brekkubæ á Hellnum.
Samþykkt.
10.  Búðir hótel 136197: VÍNVEITINGALEYFI - NÝTT
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Guðveig Eyglóardóttir óskar eftir leyfi til vínveitinga á Hótel Búðum í Staðarsveit.
Frestað þar til lokaúttekt hefur farið fram.
11.  Einarslón-Ytra: VEGASLÓÐI
061248-3239: Kristján Jóhannesson, Dalseli 18, 109 Reykjavík
Landeigendur þess hluta Einarslóns-Ytra sem ekki er í eigu ríkissjóðs, óska eftir leyfi til að leggja vegaslóða, ca. 100 m., inn í landið þeirra.  Tilgangur með vegaslóða þessum er að auðvelda aðgengi þeirra að landinu og að teppa ekki umferð að Þjóðgarðinum.  Meðfylgjandi eru eftirfarandi gögn:  Afstöðumynd, samkomulag á milli Umhverfisráðuneytis og eigenda Einarslóns-Ytra, Kaupsamningur/afsal.
Skipulagsnefnd breytir ekki afstöðu sinni til málsins frá 2001 en bendir á afstöðu Náttúruverndar og bæjarstjórnar sem höfnuðu málinu á sínum tíma..
12.  Hellisbraut 10: VÍNVEITINGALEYFI - ENDURNÝJUN
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Sigfús Almarsson óskar eftir endurnýjuðu leyfi til vínveitinga á Veitingahúsinu Svörtuloftum, Hellisbraut 10, Hellissandi.
Samþykkt með fyrirvara um að aðgengi fatlaðra og brunavarnir séu í lagi.
13.  Hellnar kirkja 136284: MINNISVARÐI
250762-4539: Ólína Gunnlaugsdóttir, Háagarði, Hellnum, 356 Snæfellsbær
Sóknarnefnd Hellnakirkju sækir um leyfi til að reisa minnisvarða á lóð kirkjunnar.
Samþykkt.
 
14.  Ólafsbraut 20: VÍNVEITINGALEYFI - NÝTT
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Óli Jón Ólason óskar eftir leyfi til vínveitinga að Hótel Ólafsvík, Ólafsbraut 20, Ólafsvík.
Frestað þar til brunavarnir hafa verið lagfærðar.
 
15.  Bæjartún 13: BÍLASTÆÐI
280874-2489: Sabit Crnac, Bæjartúni 13, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að gera bílastæði norð-austur af húsinu við Bæjartún 13 í Ólafsvík.
Synjað og bent á að bílastæði við húsið séu við Bæjartún.
 
16.  Ólafsbraut 19: VÍNVEITINGALEYFI - NÝTT
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Eggert Rúnar Bergmann óskar eftir leyfi til vínveitinga að Gistiheimili Ólafsvíkur, Ólafsbraut 19, Ólafsvík.
Frestað þar til brunavarnir og aðgengi fatlaðra hefur verið lagfært.
 
17.  Brautarholt 19: GIRÐING
Reist hefur verið girðing við Brautarholt 19 án leyfis.
Málið kynnt.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:00
Sigurjón Bjarnason (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Ómar Lúðvíksson (sign)
Bjarni Vigfússon (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)

Smári Björnsson (sign)

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?