Umhverfis- og skipulagsnefnd

125. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:12 - 10:12
Árið 2003, miðvikudaginn 17. september kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd  125. fund sinn.

 

Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason,
Ómar Lúðvíksson,
Sævar Þórjónsson,
Bjarni Vigfússon,
Illugi J. Jónasson,
Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri
Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur og
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun

1.  Fossabrekka 11:  LÓÐARUMSÓKN
151161-4809: Magnús G. Emanúelsson, Brautarholti 14, 355 Ólafsvík
Sótt er um lóð við Fossabrekku 11 í Ólafsvík fyrir einnar hæðar íbúðarhús úr timbri - 192 m2
Samþykkt en skilyrt að húsið falli að aðstæðum.
2.  Hábrekka 9a:  LÓÐAUMSÓKN
100581-5159: Arnar Laxdal Jóhannsson, Hjallabrekku 4, 355 Ólafsvík
Sótt er um lóð við Hábrekku 9a, Ólafsvík, fyrir 160-190 m2 einbýlishús úr timbri.  Þessi lóð er ekki til í deiliskipulagi.  Það þarf því samþykki þar um.
Samþykkt en grenndarkynning þarf að fara fram.
3.  Keflavíkurgata 19:  LÓÐAUMSÓKN
180268-4219: Eggert Arnar Bjarnason, Naustabúð 15, 360 Hellissandur
Sótt er um lóð við Keflavíkurgötu 19, Hellissandi, fyrir 150 m2 einbýlishús úr timbri.
Samþykkt.

 

Byggingarleyfisumsóknir

4.  Arnarstapaland 195826:  AÐKOMUSVÆÐI UM BÁRÐ
161250-3689: Ragnheiður Víglundsdóttir, Skálholti 6, 355 Ólafsvík
Ragnheiður Víglundsdóttir, Birna Hreiðarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir óska eftir heimild til að endurbæta aðkomusvæði við minnisvarða Bárðar Snæfellsáss á Arnarstapa.
Skipulags- og bygginganefnd er samþykk erindinu.
5.  Dyngjubúð 2: STÆKKUN Á LÓÐ
091270-5959: Karl Sigtryggur Eggertsson, Dyngjubúð 2, 360 Hellissandur
Sótt er um leyfi til að stækka íbúðarhúsalóðina að Dyngjubúð 2, Hellissandi, úr 430 m2 í 883 m2.
Samþykkt.
6.  Hellisbraut 18: STÆKKUN Á LÓÐ.
210949-7989: Páll E. Sigurvinsson, Bárðarási 21, 360 Hellissandur
Sótt er um leyfi til að stækka lóðina að Hellisbraut 18, Hellissandi um ca 10 metra til norðurs.
Frestað og óskað eftir rökstuðningi um þörf fyrir stækkun lóðarinnar.
  
7.  Svæði við Magnúsarstíg: MINNISMERKI
220223-4429: Aðalsteina Sumarliðadóttir, Skálholti 17, 355 Ólafsvík
Óskað er eftir svæði við Magnúsarstíg í Ólafsvík fyrir minnismerki.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur bæjartæknifræðingi að athuga með nánari staðsetningu að teknu tilliti til lóðarsamninga af svæðinu.

 

Byggingarleyfisumsóknir

8.  Bankastræti 1a: LÖGREGLUSTÖÐ
510391-2259: Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Magnús Ólafsson, fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins í umboði Dómsmálaráðuneytisins, sækir um leyfi til að byggja 158,5 m2 lögreglustöð við Bankastræti 1a í Ólafsvík.
Samþykkt.
9.  Brautarholt 19: SÓLPALLUR OG GIRÐING
220462-7499: Gunnþór Ingvason, Brautarholti 19, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja sólpall og girðingu að Brautarholti 19 í Ólafsvík.
Samþykkt.
10.  Brúarholt 3: SÓLPALLUR
040466-5259: Svanur Tómasson, Brúarholti 3, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja sólpall við íbúðarhúsið að Brúarholti 3 í Ólafsvík.
Samþykkt.
11.  Selhóll 136577: GEYMSLA UNDIR TRÖPPUR
220654-2309: Jens Sigurbjörnsson, Selhóli, 360 Hellissandur
Sótt er um leyfi til að byggja tröppur með geymslu undir að Selhóli á Hellissandi.
Samþykkt með skilyrði um að betri teikning komi af framkvæmdinni.
12.  Syðri-Knarrartunga 136304: BREYTINGAR OG STÆKKUN
030170-5639: Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, Syðri-Knarrartungu, 356 Snæfellsbær 091269-4499: Guðjón J'ohannesson, Syðri-Knarrartungu, 356 Snæfellsbær
Sótt er um leyfi til að stækka og breyta fjóri, mhl. 13, og hlöðu, mhl. 12, að Syðri-Knarrartungu, eftir meðfylgjandi teikningum frá Sveini Ingólfssyni.  Stækkun um 183,3 m2.
Samþykkt.
13.  Traðarland - Jörundarflöt 2: SUMARHÚS
010244-3079: Birgir Vilhjálmsson, Lindarholti 6, 355 Ólafsvík 031046-2319: Jóna Valdís Árnadóttir, Lindarholti 6, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús í landi Traðar í Fróðárhreppi.  Teikningar frá Teikninvangi.  Stærð 51,40 m2.
Samþykkt.
 

 

Fyrirpurn

 

14.  Túnbrekka 2: VEGNA BÍLSKÚRS
130154-7199: Ingveldur Björgvinsdóttir, Túnbrekku 2, 355 Ólafsvík
Óskað er umsagnar nefndarinnar á hugmyndum um byggingu bílskúrs við Túnbrekku 2 í Ólafsvík.
Nefndin tekur jákvætt í málið en bendir á að það sé líka möguleiki á að byggja skúr austan megin við húsið og snúa skúrnum eins og húsið snýr.
 

 

Önnur mál

 

15.  Hábrekka: HRAÐAHINDRANIR
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Bæjarstjórn óskar eftir því að skipulags- og byggingarnefnd útfæri hvar hraðahindranir verði settar í Hábrekku í Ólafsvík.
Nefndin felur bæjartæknifræðingi að setja þær niður.
 
16.  Norðurtangi 1: AUGLÝSINGASKILTI
660402-3810: Hauður ehf., Brautarholti 17, 355 Ólafsvík
Á fundi þann 25. júní var samþykkt að bæjartæknifræðingu aðstoðaði við færslu á skilti á lóðinni.  Eigandi hefur haft samband við hann.
Nefndin samþykkir að leyfa staðsetningu skiltisins á núverandi stað en setur það skilyrði að verði það fyrir vegna skipulagsbreytinga sé skylt að endurskoða staðsetningu þess.  Nefndin setur það skilyrði fyrir samþykktinni að skilað verði inn mynd af skiltinu með málsetningu af stærð og hæð frá jörðu.
 
17.  Skálholt: HRAÐAHINDRANIR
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Bæjarstjórn óskar eftir því að skipulags- og byggingarnefnd útfæri hvar hraðahindranir verði settar í Skálholt í Ólafsvík.
Nefndin felur bæjartæknifræðingi að setja þær niður
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:00
Sigurjón Bjarnason (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Ómar Lúðvíksson (sign)
Bjarni Vigfússon (sign)
Illugi Jens Jónasson (sign)
Jón Þór Lúðvíksson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)
Smári Björnsson (sign)
Getum við bætt efni þessarar síðu?