Umhverfis- og skipulagsnefnd

136. fundur 22. júlí 2016 kl. 09:36 - 09:36
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2004, miðvikudaginn 14. júlí kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 136. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnarson formaður, Bjarni Vigfússon, Stefán Jóhann Sigurðsson, Sævar Þórjónsson, Ómar Lúðvíksson Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson slökkviliðsstjóri,Smári Björnsson Tæknideild sem ritaði fundargerð og Ólafur K. Guðmundsson byggingarfulltrúi.

 

Þetta gerðist:

 

 

Skipulagsmál
1. Arnarstapaland 195826,Nýtt aðalskipulag Arnarstapa Snæfellsbæ.  (00.0130.00) Mál nr. BN040020

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Fundur var haldinn  þann 7/7/ 04 á Arnarstapa til að kynna nýtt aðal og deiliskipulag á Arnarstapa, sem auglýsingum og athugasemdarferli  var lokið um. Bréf hafa borist frá eigendum á Sölvaslóð 5, 9 og 11.

Lesið var bréf sem bæjarstjóra var afhend á eftirfarandi fundi.  Talið var upp hversu margir hefðu skrifað undir listann sem fylgdi bréfinu, sem mótmælti nýju skipulagi fyrir frístundarbyggð á Arnarstapa.   Einnig var lesið bréf frá eigendum Sölvaslóðar 9 sem mótmæla þessu skipulagi. Lesið var bréf frá eiganda Sölvaslóðar 11 sem mótmælir þessu skipulagi. (Þórólfi) Lesið var bréf frá eigendum Sölvaslóðar 11 sem mótmælir þessu skipulagi.(Hrönn) Lesið var bréf frá eigendum Sölvaslóðar 5 sem mótmæla þessu skipulagi.   Skipulags og byggingarnefnd leggur til að Hildigunnur Haraldsdóttir fari yfir þessar athugasemdir áður en einhver niðurstaða verður tekin af nefndinni.  Nefndin mælir einnig með að Hildigunnur komi á næsta fund hjá nefndinni og fari þá yfir svör við þessum athugasemdum sem nauðsyn ber að svara.        
2. Arnastapaland, Breyting á skipulagi 

 

Mál nr. BN040113

 

 

Breyting á skipulagi frístundabyggðar á Arnarstapa. stækkun og fækkun lóða að norðan og vestan á svæðinu.

Skipulags og byggingarnefnd vísar í erindi nr.1.  
3. Brekka Ólafsvík, skipulag og skilmálar 

 

Mál nr. BN040099

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Breytt skipulag og skilmálar fyrir íbúðarbyggð á Brekkunni Ólafsvík.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir þetta nýja skipulag og ítrekar tilmæli sín um að farið verði í gatnaframkvæmdir í Miðbrekku.       Byggingarl.umsókn
4. Arnarstapi Fjórhjól,Fjórhjólaleiðir 

 

Mál nr. BN040068

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Fjórhjólaleiðir á Arnarstapa. Bæjarráð óskar eftir að Skipulags og byggingarnefnd taki afstöðu um hvort eigi að leyfa skipulagðan akstur fjórhjóla yfirleitt..

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir leið vestan við Stapafellið (hringleið vestan Stapafells á slóða sem liggur þar) til reynslu í tvö ár.  Jarðrask skal vera í lágmarkmiði á þessari leið.  Varðandi aðrar leiðir þá hafa ekki fullnægjandi gögn borist. Einnig þurfa önnur tilskilin leyfi að liggja fyrir áður en reynslu tími hefst á leið sem hefur verið samþykkt.          
5. Arnastapahöfn og Rifshöfn,ljósamasturshús og ljósamastur og vatnshús 

 

Mál nr. BN040118

 

701294-2709 Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Norðurtanga 5, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um að byggja ljósamasturshús á Norðurþili Rifshöfn og ljósamastur og vatnshús á bryggjunni Arnarstapahöfn.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
6. Bjarg 136268, Pylsuvagn og fl.  (00.0160.01) Mál nr. BN040073

 

230661-5029 Hafdís Halla Ásgeirsdóttir, Bjargi, 356

 

Sótt er um leyfi til að setja  pylsuvagn og sólpall þar sem myndir sýna á heimatúni á Bjargi Arnarstapa ásamt dýragirðingum og brú. Ennfremur að setja skolplögn úr vaski í rotþró sem setja á niður við hliðið. Eins hvort mögulegt sé að setja salernisaðstöðu upp við hliðið og nota rotþróna sem er verið að setja niður.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið en endanlegt leyfi verði gefið þegar leyfi frá heilbrigðis embættinu verður komið og fullnægjandi teikningar liggja fyrir.   Seinni hluti erindisins um klósett aðstöðu er frestað og óskað frekari gagna. ( Það er ekki gert ráð fyrir snyrtingu á skipulagi)  
7. Brautarholt 3, klæðning á tvo  vegu,skipt um glugga og fl.  (12.8300.30) Mál nr. BN040106

 

190858-2009 Guðlaugur Gunnarsson, Brautarholti  3, 355 Ólafsvík

040260-4399 Anna María Guðnadóttir, Brautarholt 3, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi til að klæða íbúðarhúsið að Brautarholti 3 Ólafsvík á tvo vegu með Garðastáli, hvítu,skipta um 3 glugga, steypa kant í garði og steypa ofaná ónýta göngustétt að húsinu.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
8. Brautarholt 30,  íbúðarhús 

 

Mál nr. BN040055

 

151161-4809 Magnús G. Emanúelsson, Brautarholti 14, 355 Ólafsvík

 

Sótt var um leyfi til að byggja íbúðarhús og bílskúr stærð 198,2 m2 við Brautarholt 30 Ólafsvík. Á fundi 21/4/04 var erindið samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu hjá eigendum að no. 28. Henni er lokið og bréf hefur borist frá þeim þar sem þau mótmæla þessari teikningu.Ákveðið var að fá götumynd með hæðarásýnd á síðasta fundi sem er komin.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið eftir að teikningar af svæðinu hafa verið skoðaðar.   Ein athugasemd hefur borist frá  Fríðu á Brautarholti 28 og var hún lesin upp.   Athugasemdin var ekki samþykkt.  
9. Háarif 47, barnahús  (32.9504.70) Mál nr. BN040109

 

210874-4889 Viðar Páll Hafsteinsson                 , Háarifi 47                  , 360 Hellissandur

 

Sótt er um að setja niður 2x2m barnahús á lóðina við Háarif 47. Kofi sem er fyrir mun víkja.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
10. Holtabrún 4, breyting á þaki  (41.2300.40) Mál nr. BN040107

 

260860-4109 Árný Bára Friðriksdóttir, Holtabrún 4, 355 Ólafsvík

010756-2949 Ægir Kristmundsson, Holtabrún 4, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi til að breyta bílskúrsþaki að Holtabrún 4 Ólafsvík samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
11. Móar 4, Sólskáli og stækkun sólpalls  (62.4700.40) Mál nr. BN040051

 

160651-4589 Kristján Jónsson, Bárðarási 6, 360 Hellissandur

 

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála og stækka sólpall að Móum 4 Arnarstapa.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir þessa stækkun, en óskar eftir frekari teikningum og skráningartöflu af stækkunni eftir að það hefur borist og öll gjöld hafa verið greidd geta framkvæmdir hafist.  
12. Naustabúð 17, stækkun leikskóla  (64.4501.70) Mál nr. BN020020

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Stækkun á leikskólanum að Naustabúð 17 Hellissandi.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir þessa nýju teikningu.  
13. Túnbrekka 2, Umsókn um bílskúr  (88.5300.20) Mál nr. BN040019

 

190644-2869 Vöggur Ingvason, Túnbrekku 2, 355 Ólafsvík

 

Sótt var um að byggja bílskúr við vestur hlið Túnbrekku 2, sbr. meðfylgjandi teikningum.  Bilskúrinn er 48,5 m2 og er tvöfaldur. Ekki verður hægt að leggja í stæði fyrir framan bílskúr því það eru aðeins 1,77m frá bílskúr að lóðarmörkum. Var samþykktur með fyrirvara um grenndarkynningu 3/3/04 í hús no 1,3 og 5. Eigendur no. 1 og 5 hafa samþykkt teikninguna en svar hefur borist frá húseigendur á Túnbrekku 3 þar sem þeir mótmæla byggingunni. Lögð er fram teikning með tillögu að nýjum bílastæðum á lóðinni.

Skipulags og byggingarnefnd frestar þessu máli til næsta fundnar og aflar frekari gagna.      
14. Vallholt 17, Klæðning  (90.8301.70) Mál nr. BN040108

 

030842-4569 Jón Guðmundsson, Vallholti 17, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi til að klæða íbúðarhúsið að Vallholti 17 Ólafsvík

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.   Fyrirspurn
15. Bankastræti 3, breyting á notkun  (11.0300.30) Mál nr. BN040114

 

460502-2170 Útgerðarfélagið Guðmundur ehf, Brautarholti 18, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi til að breyta notkun og færa til viðbyggingu sem áður hefur verið samþykkt. Notkun var áætluð skrifstofu og þjónusturými, en á að breytast í verslunarhúsnæði. Breyting er fyrirhuguð á gluggum. Sendar verða nýjar útlitsteikningar ef nefndin tekur jákvætt í málið

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir hugmyndina , en vill benda á að þetta sé við Bankastræti 3.  Fullnægjandi teikningar verða að berast til að fá endanlegt samþykki.   Önnur mál
16. Lindarholt, Hraðahindrun 

 

Mál nr. BN040111

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Bæjarstjórn Snæfellsbærar vísar áskorun íbúða við Lindarbraut um uppsetningu hraðahindrun í Lindarholti Ólafsvík til Skipulags og byggingarnefndar.

Skipulags og byggingarnefnd beinir málinu til Tæknideildar Snæfellsbæjar.    
17. Sandholt, Hraðahindranir 

 

Mál nr. BN040112

 

 

Íbúar við Sandholt 24-44 Ólafsvík óska eftir að settar verði tvær hraðahindranir á götuna.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.      
18. Skarðstún, girðing 

 

Mál nr. BN040115

 

 

Edda B. Sveinbjörnsdóttir óskar eftir að fá að girða Skarðstún að Svöðulfossi undir hestagirðingu.

Skipulags og byggingarnefnd frestar erindinu og bendir á að hestamannafélagið sé með þetta mál í sínum höndum, og þeir komi til með að úthluta svæðum til sinna félagsmanna.    
19. Vaðstaksheiði, Girðing 

 

Mál nr. BN040116

 

 

Júlíus Daníel Sveinbjörnsson óskar eftir að fá að girða Vaðstaksheiði niður á veg að brú upp með Hólmkelsá að Svöðulfossi austanmegin að Vaðstaksheiðartúni sem hestagirðingu.

Skipulags og byggingarnefnd frestar erindinu og bendir á að hestamannafélagið sé með þetta mál í sínum höndum, og þeir komi til með að úthluta svæðum til sinna félagsmanna.   Stöðuleyfi
20. Snoppuvegur 6, Gámur  (81.0300.60) Mál nr. BN040117

 

 

Sverrisútgerðin óskar eftir að staðsetja 20 feta frystigám á lóð sinni að Snoppuvegi 6 Ólafsvík.

Skipulags og byggingarnefnd hafnar þessu erindi. Nefndin vill ekki rýra athafnarsvæðið, samanber fyrri afgreiðslu nefndarinnar um hliðstætt mál.       Kærur
21. Klifbrekka 6a, stækkun á leyfis  (51.0300.61) Mál nr. BN040110

 

131031-5059 Ríkharður Jónsson                       , Ólafsbraut 38               , 355 Ólafsvík

 

Hafin er bygging á stækkun hjalls að Klifbrekku 6a Ólafsvík án leyfis.

Skipulags og byggingarnefnd stöðvar framkvæmd þessa þangað til frekari teikningar hafa borist.  

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:30

 

Sigurjón Bjarnarson                   Bjarni Vigfússon,

Stefán Jóhann Sigurðsson,          Sævar Þórjónsson,

Ómar Lúðvíksson                       Jón Þór Lúðvíksson

Smári Björnsson                        Ólafur K. Guðmundsson .

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?