Umhverfis- og skipulagsnefnd

138. fundur 22. júlí 2016 kl. 09:33 - 09:33
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2004, miðvikudaginn 1. september kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 138. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnarson formaður, Illugi Jónasson, Sævar Þórjónsson, Stefán Jóhann Sigurðsson Ennfremur Svanur Tómasson slökkviliðsstjóri, Smári Björnsson Tæknideild sem ritaði fundargerð og Ólafur K. Guðmundsson byggingarfulltrúi.

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun
1. Ólafsbraut 57, Lóð fyrir bensínafgreiðslu 

 

Mál nr. BN040132

 

 

Stefán Kjærnested óskar eftir, fyrir hönd Atlandsolíu, að fá úthlutað lóð undir bensínafgreiðslu við Ólafsbraut 57 Ólafsvík.

Einnig óska þeir eftir aðstöðu fyrir olíutank og dælu sem ætluð er til afgreiðslu fyrir smábáta, við trébryggjuna að vestanverðu í Ólafsvík.

Skipulags og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því í grenndarkynningu við Ólafsbraut 55- 46- 48-50-52 og óskar frekari teikninga. Einnig vísar nefndin erindinu um tanka við höfnina á Hafnarnefnd Snæfellsbæjar til umsagnar.   Skipulagsmál
2. Jaðar, Lækjarbakki og Móar,skipulagsskilmálar breyting stækkun húsa 

 

Mál nr. BN040137

 

 

Bæjarráð óskar eftir því við Skipulagsnefnd að hámarkstærðir á frístundahúsum í eldri sumarhúsahverfum á Arnarstapa verði sú sama og áætlað er að verði í nýja hverfinu.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að breyta skilmálum gamla svæðisins í samræmi við nýja svæðið. Nefndin leggur til að öllum íbúum svæðisins verði sent bréf með breytingunni.  
3. við Gilið, Söguskilti 

 

Mál nr. BN040138

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Snæfellsbær vísar erindi frá Framfarafélagið Ólafsvíkurdeildar til skipulags og byggingarnefndar um leyfi til að setja niður söguskilti við Gilið í Ólafsvík. Einnig að setja þarna bekk úr rekaviði.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið en staðsetning verði í samráði við bæjartæknifræðing.                 Byggingarl.umsókn
4. Ennisbraut 23, Skýli fyrir sorptunnur  (21.3302.30) Mál nr. BN040134

 

150234-3529  Leifur Halldórsson, Skipholti 2, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi til að byggja skýli fyrir sorptunnur að Ennisbraut 23 neðri hæð.

Skipulags og byggingarnefnd frestar erindinu og sendir það í grenndarkynningu til eiganda Ennisbrautar 23 efri hæð.  
5. Klifbrekka 6a,Skjólveggur í hring  (51.0300.61) Mál nr. BN040013

 

131031-5059 Ríkharður Jónsson                       , Ólafsbraut 38               , 355 Ólafsvík

 

Sótt var um að reisa 5.m.langan skjólvegg  og 2.5 m. Háan, við fiskhjallinn að Klifbrekku 6a Ólafsvík, sem ekki var samþykktur, síðan var sótt um styttri vegg 3.5 m sem var samþykktur. Nú er sótt um skjólvegg á tvo vegu í viðbót við hjallinn.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
6. Mýrarholt 14, breyting á gluggum   (62.6301.40) Mál nr. BN040136

 

221064-2329 Jóhanna Bergþórsdóttir

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á íbúðarhúsinu við Mýrarholti 14 Ólafsvík efri hæð. Samþykki eiganda á neðri hæð fylgir með.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
7. Túnbrekka 15, Skýli við útihurð og heitur pottur  (88.5301.50) Mál nr. BN040133

 

180570-4469 Olga G. Gunnarsdóttir, Túnbrekku 15, 255

 

Sótt er um leyfi til að byggja skýli og setja niður heitan pott á verönd ásamt skjólgirðingu við Túnbrekku 15 Ólafsvík.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.   Önnur mál
8. Bjarg 136268, Pylsuvagn og fl.  (00.0160.01) Mál nr. BN040073

 

230661-5029 Hafdís Halla Ásgeirsdóttir, Bjargi, 356

 

Sótt var um leyfi til að setja  pylsuvagn og sólpall þar sem myndir sýna á heimatúni á Bjargi Arnarstapa ásamt dýragirðingum og brú.  Samþykkt með fyrirvara um samþ. heilbrigiðisn. og að skilað yrði teikningum  sem ekki hafa borist.

Ennfremur að setja skolplögn úr vaski í rotþró sem setja á niður við hliðið. Eins hvort mögulegt sé að setja salernisaðstöðu upp við hliðið og nota rotþróna sem er verið að setja niður.Þessu var frestað og óskað frekari gagna sem ekki hafa borist enn.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að senda þeim bréf.     Stöðuleyfi
9. Ennisbraut 55, gámur  (21.3305.50) Mál nr. BN040139

 

270440-2239 Sævar Þórjónsson                        , Ennishlíð 2                 , 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi fyrir gám við Ennisbraut 55 Ólafsvík í eitt ár.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.    

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

 

Sigurjón Bjarnarson,                   Illugi Jónasson,

Sævar Þórjónsson,                     Stefán Jóhann Sigurðsson

Svanur Tómasson                       Smári Björnsson

Ólafur K. Guðmundsson .

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?