Umhverfis- og skipulagsnefnd

139. fundur 22. júlí 2016 kl. 09:31 - 09:31
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2004, miðvikudaginn 29. september kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 139. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Stefán Jóhann Sigurðsson, Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri.

Ennfremur Ólafur Guðmundsson byggftr.

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun
1. Gilbraut 1, lóðarumsókn 

 

Mál nr. BN040141

 

 

Sigurjón Hilmarsson sækir um lóð við Gilbraut 1 fyrir íbúðarhús.

Synjað, þessi lóð er ekki laus til úthlutunar en bent er á að hafa samband við tæknideildina varðandi aðra lóðarmöguleika.  
2. Sölvaslóð 10, Lóð  (86.5001.00) Mál nr. BN040140

 

 

Svanur Þór Eyþórsson sækir um lóð við Sölvaslóð 10 Arnarstapa fyrir sumarhús

Samþykkt.   Skipulagsmál
3. Brekkan Ólafsvík, Skipulag og skilmálar ný tillaga 

 

Mál nr. BN040146

 

 

Nýtt skipulag og  skilmálar fyrir Brekkuna í Ólafsvík kynnt..

Kynnt og frestað.  
4. Skipulag á Gufuskálum,göngustígar 

 

Mál nr. BN040145

 

 

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull leggur fyrir nefndina skipulag af göngustígum og áningastöðum á Gufuskálum.

Samþykkt   Byggingarl.umsókn
5. Búðir hótel 136197 Bakkabúð,Starfsmannahús mh.7  (00.0200.01) Mál nr. BN040144

 

470900-2370 Hótel Búðir ehf., Búðum, 356

 

Sótt er um leyfi fyrir 35,7 m2 starfsmannahúsi að Hótel Búðum,Bakkabúð, Staðarsveit.

Samþykkt með því skilyrði að húsið uppfylli brunareglugerðir.   Fyrirspurn
6. Hraunbalar 9, sumarhús  (48.0000.90) Mál nr. BN040135

 

290554-4709 Katrín Ingibergsdóttir, Hörgsholti 31, 220 Hafnarfjörður

 

Sent til kynningar 57 m2 sumarhús að Hraunbölum 9 Miðhúsalandi Breiðuvík.

Jákvætt   Niðurrif
7. Ennisbraut 40, niðurrif  (99.9856.00) Mál nr. BN040142

 

 

Leifur Halldórsson sækir um leyfi til að rífa og hreinsa það sem eftir stendur af húsinu við Ennisbraut 40, Klumbu,eftir bruna þann 18.09.2004. matshlutar 01,02,03,04.

Nefndin telur sér ekki fært að leyfa að rífa það sem eftir stendur af húsinu þar sem beðið er eftir svari frá Umhverfisráðuneyti ,en leyfir að hreinsa lausa hluti sem geta valdið hættu.   Sameiginleg mál
8. Hoftún 136215  og Hofgarðar 136214,Landaskipti  (00.0380.00) Mál nr. BN040143

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar sendir til nefndarinnar erindi um landskipti á jörðunum Hofgörðum og Hoftúnum í Staðarsveit.

Samþykkt.    

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

 

Sigurjón Bjarnason,          Jónas Kristófersson,

Bjarni Vigfússon,   Stefán Jóhann Sigurðsson.

Jón Þór Lúðvíksson

Ennfremur Ólafur Guðmundsson byggftr.

 

 

 

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?