Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2004, miðvikudaginn 8. desember kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 142. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Ómar Lúðvíksson, Sævar Þórjónsson, Stefán Jóhann Sigurðsson, Jón Þór Lúðvíksson og Bjarni Vigfússon.
Ennfremur Smári Björnsson og Ólafur Guðmundsson
Þetta gerðist:
| 1. | Háarif 6, Niðurrif ? | (32.9500.60) | Mál nr. BN040158
|
590269-1749 Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Guðmundur G. Þórarinsson sótti um, fyrir hönd Skeljungs hf. , leyfi til að olíugeymir og geymsla við Háarif 6 Rifi yrði felld út af fasteignamati. Heimilað var að rífa mannvirkin. Nú kemur ítrekun um að lækka fasteignamatið á þeim forsendum að engar tekjur séu af húsunum.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu og vísar í fyrri bókun nefndarinnar.| 2. | Naustabúð 3, Rusl á lóð | (64.4500.30) | Mál nr. BN030112
|
590269-1749 Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Erindi varðandi drasl og rusl á lóðinni Naustabúð 3 Hellissandi. Ítrekun vegna þess að ekkert hefur verið gert.
Skipulags- og byggingarnefnd vill að eiganda verði skrifað bréf og hann beðinn að fjarlæga þetta draslið fyrir 1. feb.2005 annars verði gripið til frekari aðgerða. Lóðarúthlutun| 3. | Ólafsbraut 80, Umsók um Lóð |
|
Mál nr. BN040168
|
150234-3529 Leifur S Halldórsson, Skipholti 2, 355 Ólafsvík
Leifur S. Halldórsson sækir um lóðina Ólafsbraut 80 fyrir Klumbu. Lóðin er 14.400 m2 að stærð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Byggingarl.umsókn| 4. | Ólafsbraut 55, byggt yfir inngang | (67.4305.50) | Mál nr. BN040157
|
Gylfi Scheving sækir um leyfi til að byggja yfir inngang við Ólafsbraut 55 Ólafsvík. Samþykki eiganda fylgir.
Sævar víkur af fundi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.| 5. | Vallholt 1,gervihnattadiskur | (90.8300.10) | Mál nr. BN040164
|
200159-3069 Sæþór Gunnarsson, Vallholti 1, 355 Ólafsvík
Sæþór Gunnarsson sækir um leyfi til að setja upp gervihnattadisk við Vallholt 1 Ólafsvík.Samkvæmt umsókn hafa eigendur samþykkt diskinn.
Sævar kemur aftur. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara á undirskriftum eigenda. Önnur mál| 6. | Búðir hótel 136197,Veitinga og gistileyfi. | (00.0200.01) | Mál nr. BN020060
|
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Bæjarstjórn óskar umsagnar nefndarinnar á umsókn frá Þormóði Jónssyni kt. 270261-5239 varðandi leyfi til sölu veitinga og gistingar fyrir Hótel Búðir. Málinu var frestað þar til lokaúttekt væri lokið. Nú er komin ítrekun frá Sýslumanni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið þegar lokaúttekt liggur fyrir.| 7. | Norðurtangi 1,Lögheimili starfsmanna | (65.4300.10) | Mál nr. BN040165
|
421188-2629 Fiskiðjan Bylgja hf, Bankastræti 1, 355 Ólafsvík
Baldvin L. Ívarsson sendir bréf þann 16.11.2004 í framhaldi fyrri samskipta F.B. varðandi leyfi til að skrá starfsmenn, erlenda og íslenska sem ekki hafa lögheimili í Snæfellsbæ, til lögheimilis að Norðurtanga 1 Snæfellsbæ, æskir F.B. eftir því að Snæfellsbær endurskoði þá ákvörðun sína að hafna þessari beðni á grundvelli laga um lögheimili, vil ég benda á að hugsanlegur möguleiki fyrir Snæfellsbæ er að þinglýsa skilyrtu leyfi til handa Fiskiðjunni Bylgju h.f. sem myndi þá falla úr gildi við sölu húsnæðisins.
Í húsnæðinu er fullkomið brunaviðvörunarkerfi með tengingu við Öryggismiðstöð Íslands.
Ef ekki mun vera hægt að verða við beiðni þessari áskilur Fiskiðjan Bylgja h.f. sér þann rétt að finna lausn á þessu vandamáli sem henni kemur best.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið þegar úttekt frá Slökkviliðsstjóra, heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa hefur farið fram. Að öðru leiti vísar nefndin erindinu til bæjarstjórnar.| 8. | Ofanflóð fyrir Ólafsvík,Kynning |
|
Mál nr. BN040169
|
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Kynning varðandi hættumat vegna ofanflóða fyrir Ólafsvík.
Málið var kynnt nefndinni.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.00
| Sigurjón Bjarnason, Ómar Lúðvíksson,
Sævar Þórjónsson, Stefán Jóhann Sigurðsson, Bjarni Vigfússon Jón Þór Lúðvíksson . Smári Björnsson Ólafur Guðmundsson |
|
|
|
|
|
|
|