Umhverfis- og skipulagsnefnd

144. fundur 22. júlí 2016 kl. 09:23 - 09:23
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2005, miðvikudaginn 18. janúar kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 144. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Ómar Lúðvíksson, Sævar Þórjónsson, Bjarni Vigfússon, Stefán Jóhann Sigurðsson. Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Áður en gengið var til formlegrar dagskrár bað formaður skipulags- og byggingarnefndar fundarmenn að rísa úr sætum sínum og minnast Elínar Katrínar Guðnadóttur og Ríkharðs Jónssonar sem bæði hafa starfað í nefndinni.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun
1. Grundarbraut 2, Sótt er um lóð undir atvinnurekstur. 

 

Mál nr. BN050002

 

 

Árni Guðjón Aðalsteinsson sækir um lóð við Grundarbraut 2 undir atvinnurekstur, hann ætlar sér að reka kaffihúsi þarna.  Húsið sem hann ætlar að byggja er 160-180 m2 hús á einni hæð.  Meðfylgjandi eru grófarteikningar af húsinu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að þetta svæði verði tekið fyrir og skipulagt, með umsókn  Árna til hliðsjónar.

 

    Skipulagsmál
2. Brekkan Ólafsvík, Hvað nefndin vill gera í sambandi við skipulagstillögu af brekkunni Ólafsvík 

 

Mál nr. BN050006

 

 

Hafa nefndar menn til afstöðu til skipulagstillög sem lögð var fyrir nefndar menn á síðasta ári um brekkuna, hvort eigi að halda áfram á þessum nótum eða taka nýja stefnu?

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að klára skipulagið fyrir brekkunna.

 

 
3. Deiliskipulag fyrir Snæfellsbæ jan 2004,Deiliskipulag Eldriborgara og innra klif 

 

Mál nr. BN050001

 

 

Útbúið hefur verið deiliskipulag fyrir eldriborgarabyggð við Engihlíð áður kallað Fossahlíð.  Skipulagið felur í sér fimm lóðir fyrir raðhús. Svæðið er í flokki A varðandi mat á snjóflóðahættu. Með fylgjandi er uppdráttur af svæðinu.

Einnig hefur verið útbúið deiliskipulag fyrir svæðið við Innra klif í Ólafsvík, þar hafa verið útbúnar 4 iðnaðarhúsalóðir og 8 lóðir fyrir  hesthús.

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að þessi deiliskipulög verði kláruð.

 

 
4. Skipulagsmála á Hellissandi (Hesthús), Hvort eigi að fara í frekari skipulagsmál á Hellissandi 

 

Mál nr. BN050005

 

 

1998 var útbúið deiliskipulag fyrir hesthúsabyggð á Hellissandi spurningin er hvort eigi að fara í frekari skipulagsmál á Hellissandi.  Það hefur borist óformleg erindi um lóð fyrir iðnaðarhús á Hellissandi.  Og er hér leitað eftir svörum nefndarinnar á því máli.

  Skipulags- og byggingarnefnd frestar málinu og vill að það verðið skoðað betur Nú þegar eru tiltækar iðnaðarlóðir inní Rifi og vill nefndin benda umsækjendum  á þær.     Önnur mál
5. Brúarholt 5, Farið er fram á að lóð við Brúarholt 5 verði stækkuð.  (15.1300.50) Mál nr. BN050004

 

 

Eigendur íbúðarhúsnæðis við Brúarholt 5 í Ólafsvík fara þess á leit við nefndina að hún stækki lóð þeirra við Brúarholt 5 til þess að mögulegt verið að koma bílastæðum fyrir á lóðinni.

 

Skipulags- og byggingarnefnd felur tæknideild að skoða málið betur áður en til stækkunar komi  á lóðinni.

 

 
6. Ólafsbraut 20, Vegna grenndarkynningar á stækkun Hótel Ólafsvíkur.  (67.4302.00) Mál nr. BN050003

 

 

Borist hefur athugasemd við stækkun Hótel Ólafsvíkur, Athugasemdin er frá Sigurði Jónssyni og Sigrúnu Sævarsdóttur þar sem þau mótmæla fyrirhugaðri stækkun á Ólafsbraut 20, meðfylgjandi er bréf frá Sigurði og umsögn brunamálastofnunar á máli Sigurðar. Teikningar af stækkun Ólafsbrautar 20 hafa nú verið brunnahannaðar og standar þær nú þau skilyrði sem brunamálastofnun fer fram á og megin mótmæli Sigurðar fjalla um.

  Sævar fer að fundi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykki að eftir að húsið hafi farið í brunnahönnun og standist byggingarreglugerð þá sér nefndin ekkert því til fyrirstöðu að til stækkunar komi að Ólafsbraut 20. Málið veður unnin í samvinnu með lögfræðing bæjarins. Sævar kemur aftur á fundinn.  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.

Sigurjón Bjarnason
Ómar Lúðvíksson Sævar Þórjónsson
Stefán Jóhann Sigurðsson Smári Björnsson
Jón Þór Lúðvíksson Bjarni Vigfússon

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?