Umhverfis- og skipulagsnefnd

72. fundur 04. júlí 2016 kl. 09:49 - 09:49

72. Fundur Umhverfis- og skipulagsnefnd, haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, föstudaginn 6.Júlí 2012, kl. 12:00

Mættir:

Sigurjón Bjarnason formaður.

Bjarni Vigfússon nefndarmaður.

Pétur Steinar Jóhannsson nefndarmaður.

Drífa Skúladóttir nefndarmaður.

Svanur Tómasson embættismaður.

Sturla Fledsted varamaður.

Fundargerð ritaði Smári Björnsson byggingarfulltrúi.

Dagskrá:
  1. 1204007- Breyting á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995-2015 vegna lagningu jarðstrengs og ljósleiðara. Búið er að kynna lýsingu fyrir íbúum.

Umhvefis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að skipulagi áfram, leita samráðs við Skipulagsstofnun varðandi umfang og innihald umhverfisskýrslu, halda kynningarfund um skipulagstillögu. Þá leiti hann samráðs við aðra samráðsaðila og óski eftir samþykki Skipulagsstofnunar til að auglýsa skipulagstiilöguna.

2. 1207001- Kreppukot í landi Mels, ósk um heimild til byggingar á sumarhúsi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að uppdráttur unnin af Sveini Ívarssyni verði sendur inn til umsagnar hjá Skipulagsstofnun í samræmi við undanþágu frá skipulagi fyrir stök hús, en fyrst verður að lagfæra uppdrátt í samræmi við athugasemdir frá skipulagsfulltrúa. Ennfremur verði leitað umsagnar Minjavarðar.

3. 1204001- Fyrirspurn vegna byggibgu Hótels við Menningarmiðstöð á Hellnum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í nýjustu hugmyndina af hóteli við Menningarmiðstöð á Hellnum. Nefndin vill ítreka áður en frekari ákvarðanir verði teknar um byggingar á svæðinu að lausn verði fundinn fyrir vatnsöflun vegna neyslu- og brunavatns fyrir svæðið.

4. 1207003- Umsókn um byggingu yfir blaðamannastúku á íþróttavelli samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

5. 1207004- Umsókn um byggingarleyfi fyrir 25 fm gestahúsi að Lækjarbakka 1 Arnarstapa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

6. 1207002- Umsókn um leyfi fyrir gám við sumarhús að Sölavaslóð 1.

Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar stöðuleyfi til 1.september 2012 en frekari framlenging verði ekki veitt og verði gámurinn því að vera farin fyrir 1.september 2012.

7. 1105005- Vatnshellir- óskað er eftir stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús við Vatnshellir og einnig tvö þurrklósett.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

8. 1205006- Önnur mál Umhverfisnefndar Snæfellsbæjar.

Sjómannagarður Ólafsvík: Pétur J. kynnti hugmyndir af nýjum stíg sem tengist Grundarbraut samkvæmt teikningum af garði.

Fleira ekki gert og fundi slitið k. 13:00

Getum við bætt efni þessarar síðu?