Umhverfis- og skipulagsnefnd

72. fundur 30. júní 2016 kl. 15:21 - 15:21

72. Fundur Umhverfis og skipulagsnefndar, haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, þriðjudaginn 11.setember 2012, kl. 12:00

Mættir:

Sigurjón Bjarnason formaður.

Bjarni Vigfússon nefndarmaður.

Pétur Steinar Jóhansson nefndarmaður.

Drífa Skúladóttir nefndarmaður.

Svanur Tómasson embættismaður.

Sturla Fjeldsted varamaður.

Fundargerð ritaði Smári Björnsson byggingarfulltrúi.

Dagskrá:
  1. 1205008- Umsókn  um stærri lóð við Skólabraut 10.     

Umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar frestar erindinu meðan frekari gagna er aflað og lóð er mæld.

2. 1209001- Grundarbraut 16, umsókn um stækkun á lóð.

Umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að koma með tillögur af lóðinni og afla frekari gagna um málið.

3. 1204007- Breyting á Apalskipulagi Snæfellsbæjar 1995-2015 vegna lagningu jarðstrengs og ljósleiðara. Búið er að halda opin kynningarfund um skipulagsbreytinguna, engar athugasemdir bárust. Óskað er eftir því að aðalskipulagið verði auglýst í samræmi við lög.

Umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að auglýsa aðalskipulagið og vísar erindinu til bæjarstjórnar til samþykktar.

4. 1209002- Ósk um breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar Hellnar í samræmi við áður samþykkt deiliskipulag fyrir frístundarlóð í landi Gíslabæjar.

Umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar frestar erindinu og byggingarfulltrúa falið að skoða málið frekar í samvinnu við skipulagsstofnun og lögfræðing Snæfellsbæjar.

5. 1209004- Skipulag fyrir frístundarhús í landi Mávahlíðar, Fögruhlíðar og Kötluholts.

Umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar hafnar erindinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeiganda á erindinu.

6. 1208004- Hraungerði- Umsókn um byggingarleyfi.

Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

7. 1207001- Kreppukot í landi Mels, ósk um heimild til byggingar á sumarhúsi.

Umhvefis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

8. 1209003- Umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthús á lóðinni Fossárvegur 18.

Pétur víkur af fundi. Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Pétur kemur aftur inn.

9.1209005- Hjallabrekka 8, Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við suðurgafl húss.

Umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari teikningum.

10. 1204004- Fyrirspurn um stækkun Hótel Búða.

Umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar tekur jákvætt í erindið en getur ekki tekið afstöðu til þess fyrr en ítarlegri gögn liggja fyrir um málið.

11. 1208006- Lýsuhóll, Snæhesta -  ósk um rekstrarleyfis umsögn.

Umhverfis og skipulagsnefnd snæfellsbæjar samþykkir erindið þegar liggur jákvæð úttekt byggingarfulltrúa.

12. 1208005- Hellisbraut 10 -  Umsókn um rekstrarleyfi.

Umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið þegar liggur jákvæð úttekt byggingarfulltrúa.

13. 1006019- Fossabrekka 23 - Byggingarleyfi sem nefndinn samþykkti þann 31.08.2010 hefur aldrei verið gefið út þar sem gjöld hafa ekki verið greidd.

Umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að umsækjanda verði sent bréf og tilkynnt að lóðar umsókn og byggingarleyfi sé fallið úr gildi og að allt verði hreinsað af lóðinni.

14. 1205006- Önnur mál Umhverfis og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar: Staðfestingar fundur byggingarfulltrua. Grundarbraut 18 -  heimild til að rífa húsið.

Umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Spurning um frístundalóðir í Snæfellsbæ norðanmegin. Skoða með skipulög fyrir frístundahús á Hellisandi.

Hellisbraut 20, byggingarfulltrúa er falið að senda lóðarhafa bréf og óskað eftir að lóð verði snyrt og einnig skoðað með geymslu svæðið á Rifi sem lóðarhafi fékk úthlutað hver notin fyrir það sé.

Skólabraut 9, nefndin óskar eftyir því að byggingarfulltrúi fylgi því máli eftir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:18

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?