Umhverfis- og skipulagsnefnd

60. fundur 21. júní 2016 kl. 10:44 - 10:44
  1. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar, haldinn í Félagsheimilinu Röst þriðjudaginn 29.mars 2011 og hófst hann kl. 12:00
Mættir:

Sigurjón Bjarnason.

Jónas Kristófersson.

Drífa Skúladóttir.

Svanur Tómasson.

Sturla Fjeldsted

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson, Byggingarfulltrúi.

 

Dagskrá:
  1. 1102007- Nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarhús á og við Selhól, Hellisandi, Snæfellsbæ.

Kynnt er tillaga að deiliiskipulagi fyrir íbúðarhús á og við selhól, Hellisandi. Uppdráttur dags. 23.03.2011. á fyrirhuguðu deiliskipulagssvæði er annars vegar gert ráð fyrir þyrpingu 7 einbýlishúsalóða, auk einnar lóðar fyrir parhús. Hins vegar er gert ráð fyrir tveimur einbýlishúsalóðum við Snæfellsás.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkv. 41.gr. skipulagslaga.

  1. 1103002- Norðurgarður 8 – breyting á hurð

Andrinn ehf. óskar eftir leyfi til að setja hurð á verbúð sína við Norðurgarð 8. Meðfylgjandi er undirskriftir meðeiganda. Tekið var jákvætt í erindið þann 27.júní 2006, en þá vantaði undirskriftir meðeiganda.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

  1. 1103007- Keflavíkurgata 2 – Skilti

Sótt er um að setja upp skilti á Grunnskóla Snæfellsbæjar, Hellisandi samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

  1. 1103005- Ennisbraut 11 – Skilti

Sótt er um leyfi til að setja upp skilti á Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ólafsvík samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

  1. 1003029- Plássið Laugarbrekku – Umsókn um byggingarleyfi

Ólafur Haukur Símonarson, kt. 240847-2649, sækir um að setja upp vegg í forrými menningarmiðstöðvarinnar að Hellnum þannig að myndist bakrými og aðstaða starfsmanna í tengslum við bráðabirgðaeldhús. Rýmið opnast út í forrými Menningarmiðstöðvar. Breytingin er gerð eftir ráðleggingu Vinnueftirlits Ríkisins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

  1. 1103009- Mýrarholt 5 – Klæðning

Dorota pietrzyk, kt. 220869-2299, sækir um leyfi til að klæða efri hæð, hægra megin með bárujárni.

með erindinu bárust 2 útgáfur af teikningum báðar dagsettar 17.09.2010, nefndin getur því ekki afstöðu til málsins. Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar í fyrri afgreiðslur um að koma húsinu í fyrra horf.

  1. 0904001- Hafnargata 1 – Umsókn um byggingarleyfi

Björgunarsveitin Lífsbjörg leggur fram nýjar teikningar fyrir milliloft í sal, dags. í mars 2011

  1. 0907004- Sölvaslóð 1 – Umsókn um leyfi fyrir gáma á lóðinni Sölvalóð

Jóhann Jónsson. sækir um að framlengja stöðuleyfi fyrir gám að Sölvaslóð 1, Arnarstapa

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir að Sölvaslóð 1 til 30.september 2011

  1. 1103011- slitvindastaðir – niðurrif

Guðrún Sigurðardóttir, kt. 110536-3569 óskar eftir leygi til að rífa íbúðarhús, hlöðu, fjós og skúr í landi Slitvindastaða. Húsin hafa ekki verið notuð síðan 1983  og eru mjög illa farin.

Fastanúmer eigna: íbúðarhús 211-3774, fjós fastanúmer 211-3772, matshluti 03, hlaða fastanúmer 211-3772, matshluti 07 og skúr fastanúmer 211-3772, matshluti 10.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

  1. 1103003- Norðurgarður 8 – rekstur

Guðrún gísladóttir óskar eftir leyfi til að hefja rekstur á rykingu, sjávarafurða að Norðurgarði 8, Rifi. Um er að ræða fullvinnslu á reyktum fiski til manneldis.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu og óskar eftir frekari gögnum um málið.

  1. 1103004- Brautaholt 26 – Hárgreiðslustofa

Irma dögg Toftum, kt. 260583-3799, sækir um leyfi til að reka hárgreiðslustofuna Irmu á n.h. að Brautaholti 26. Meðfylgjandi er samþykki nágranna ásmat teikningu dags.

Umhverfis- skipulagsnefnd samþykkir erindið.

  1. 1103006- Engihlíð 18 – gervihnattadiskur

Jolanta Wolynska, k. 180892-4199, óskar eftir leyfi fyrir gervihnattadisk að Engihlíð 18. 1.hæð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki huseiganda.

  1. 1103010- Æfingaraðstaða við Ólafsbraut

Sólarsport sækir um leyfi til að setja upp æfingaraðstöðu á lóð á bakvið N1 í Ólafsvík, sem er í eigu Snæfellsbæjar. Fyrirhugað er að setja upp 6 staura í röð samkv. meðfylgjandi teikningu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. staðsetning verður í samráði við byggingarfulltrúa.

 

Fleira ekki get, fundi slitið kl. 12:38

Getum við bætt efni þessarar síðu?