Umhverfis- og skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Skólabraut 7 - Umsókn um lóð
2510009
Elín Óladóttir sækir um lóð að Skólabraut 7, Hellissandi. Fyrirhugað er að reisa þar 50 - 100 fm einingar- eða timburhús á einni til tveimur hæðum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutun og mælist til þess að húsið falli vel að götumynd út frá formi og efnisvali annarra húsa í götunni.
2.Fellaslóð - Umsókn um lóð undir spennistöð á Arnarstapa
2510005
Sigurður Jónasson sækir fyrir hönd Rarik ohf um 10 fm lóð fyrir spennistöð vegna uppbyggingu innviða á Arnarstapa. Spennistöðin er 7,7 fm að stærð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið en óskar eftir samráði við tæknidæld varðandi útlit húss og staðsetningu.
3.Hrafnabjörg - Umsókn um leyfi til að reisa listaverk
2510007
Matthías Gunnarsson sækir fyrir hönd Lionsklúbbs Ólafsvíkur um leyfi til að reisa listaverkið "115 ár" við Hrafnabjörg austan við Ólafsvík. Listaverkið verður um 3,5 metrar á hæð og 4 metrar í þvermál. Markmið verkefnisins er að varðveita minningu um mikilvæga siglingasögu Ólafsvíkur og leggja áherslu á tengsl samfélagsins við sjóinn, jökulinn og samstöðu bæjarbúa í gegnum 115 ár.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
4.Fellaslóð 3 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi
2510008
Sigríður Arngrímsdóttir arkitekt sækir fyrir hönd Karen Nguyen um breytingar á deiliskipulagi vegna breytinga á stækkun byggingarreits við Fellaslóð 3. Fyrirhugað er að stækka húsið um 50 - 60 fm. Viðbygging yrði á einni hæð og í sambærilegu útliti og núverandi hús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að heimila lóðarhafa að hefja breytingu á deiliskipulaginu í samráði við skipulagsfulltrúa. Einnig óskar nefndin eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi í húsinu.
5.Amtmannshúsið á Arnarstapa_Nýtt deiliskipulag
2505073
Lagður er fram uppfærður deiliskipulagsuppdráttur í samræmi við umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma. Jafnframt er lagt fram svar til Minjastofnunar vegna athugasemda og leiðbeininga sem bárust frá stofnuninni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir uppfærðan deiliskipulagsuppdrátt og felur tæknideild að ganga frá erindinu í samræmi við skipulagslög.
6.Hótel Arnarstapi - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 92,7fm viðbyggingu við þjónustumiðstöð
2508007
Á 195. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var ofangreint erindi samþykkt með fyrirvara um að unnin yrði óveruleg breyting deiliskipulags. Hjálögð er tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags vegna stækkunar byggingarreits. Sótt var um stækkun upp á 92,7 fm en á deiliskipulagstillögu er byggingarreitur 160 fm.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að leyfa lóðarhafa að hefja breytingu á deiliskipulagi. Nefndin bendir lóðarhafa á sækja þurfi formlega um deiliskipulagsbreytingu.
7.Ólafsbraut 62-64 - Umsókn um leyfi fyrir smáhýsi á lóð
2510001
Sigurbjörg Jóhannesdóttir sækir fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um leyfi til að setja 13,6 fm smáhýsi við þjónustuíbúðakjarna á Ólafsbraut 62-64. Smáhýsið verður staðsett 3,3 metra frá húsi, 3 metra frá syðri lóðarmörkum og 5 metra frá lóðarmörkum til austurs. Sjá meðfylgjandi uppdrátt.
Kristjana víkur af fundi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að húsið verði aðlagað að útliti núverandi húss þ.e. klætt með bárujárni og með einhalla þaki.
Kristjana kemur aftur inn á fund.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að húsið verði aðlagað að útliti núverandi húss þ.e. klætt með bárujárni og með einhalla þaki.
Kristjana kemur aftur inn á fund.
8.Bárðarás 10_Umsókn um breytingar á húsnæði
2402009
Runólfur Sigurðsson hönnunarstjóri sendir inn fyrir hönd eiganda umsókn um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Bárðarás 10. Breytingarnar felast í nýjum svölum við íbúð 205, breytingu á gluggum og nýrri svalahurð. Þá breytist uppsetning á geymsluhúsi samkvæmt uppdrætti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Þar sem er um óverulega breytingu að ræða frá síðustu teikningum þá er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
9.Akrajörð - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 64,7 fm íbúðarhúsi við Garðasand
2508010
Á 195. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar fól nefndin tæknideildinni að kanna heimildir í skipulagi fyrir húsinu. Byggingaráform samræmast skilmálum aðalskipulagsins um uppbyggingu á íbúðarhúsi á landbúnaðarlandi. Ekki er þörf á deiliskipulagi skv. gildandi aðalskipulagi. Samþykki meðeigenda Akrajarðar er lagt fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar.
10.Bárðarás 3 - Umsókn um 43,9 fm bílskúr
2510012
Gísli Heimisson sendir inn fullunna aðaluppdrætti í tengslum við umsókn sína frá ágúst 2024. Breyting hefur orðið á formi og stærð bílskúrsins síðan þá.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir innsendan aðaluppdrátt felur tæknideild að kynna óverulegu breytingarnar fyrir lóðarhafa að Bárðarási 5.
11.Smáhýsi í Snæfellsbæ
2509019
Staða smáhýsa í Ólafsvík og Rifi kynnt.
Umhverfis- og skipulagsnefnd ræddi fjölda og staðsetningar smáhýsa í þéttbýli Snæfellsbæjar. Nefndin felur tæknideild að koma með tillögur að kynningu á þeim reglum sem gilda um smáhýsi og fleira.
12.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2025
2412010
- Gangstéttir í Vallholtinu ræddar
- Umræða um F-1 og F-2 á Hellissandi. Nefndin óskar eftir umræðu um skipulagsáform á reitnum og kallar eftir afstöðu bæjarstjórnar varðandi framtíð og notkun svæðanna beggja.
- Umræða um F-1 og F-2 á Hellissandi. Nefndin óskar eftir umræðu um skipulagsáform á reitnum og kallar eftir afstöðu bæjarstjórnar varðandi framtíð og notkun svæðanna beggja.
Fundi slitið - kl. 12:45.