Umhverfis- og skipulagsnefnd

195. fundur 25. september 2025 kl. 10:00 - 13:30 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir Nefndarmaður
  • Eiríkur Böðvar Rúnarsson varaformaður
Starfsmenn
  • Ragnar Már Ragnarsson Ritari
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir
  • Valgerður Hlín Kristmannsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá
Illugi Jens Jónasson formaður, Gunnþóra Guðmundsdóttir skipulagsfulltrúi og Valgerður Hlín Kristmannsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Krossavík - Umsókn um lóð

2507002

Kári Viðarsson sækir um að fá lóðina Krossavík (L239583) úthlutaða til þess að reisa þar Krossavíkurböð sem stamastendur af móttökuhúsi, skiptiklefum, 3 saunum, slökunarrými og 3 heitum pottum. Áætluð stærð er 500 fm.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar s.s skil á teikningum, skráningu byggingarstjóra, iðnmeistara og trygginga, ásamt því að greiða gatnagerðargjöld sem falla til við úthlutun lóðarinnar. Í framhaldi af útgáfu byggingarleyfis er tæknideild Snæfellsbæjar falið að ganga frá lóðaleigusamningi við lóðarhafa.

2.Krossavík 1 - Umsókn um lóð

2507003

Kári Viðarsson sækir um að fá lóðina að Krossavík 1 úthlutaða og setja þar niður um 1500 fm bílastæði.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar í samræmi við bókun nefndarinnar fyrir mál nr. 1 í fundargerð - Krossavík 1 - Umsókn um lóð

Gengið verður frá lóðaleigsamningi fyrir Krossavík 1 samhliða lóðaleigusamningi fyrir lóðina Krossavík L239583.

3.Skólabraut 9 - Umsókn um lóð

2505078

Marís Gústaf Marísson sækir um lóð að Skólabraut 9, Hellissandi og áætlar að byggja þar 80 fm einbýlishús úr timbri á tveimur hæðum.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.

4.Umsókn um lóðir vegna hraðhleðslustöðva

2509015

Steinþór Aspelund sækir fyrir hönd InstaVolt Iceland ehf. um úthlutun lóðar/lóðarrýmis til að koma fyrir tveimur hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla. Fyrirhugað er að setja upp 2-4x 160 kW hraðhleðslustöðvar annars vegar á Hellissandi og hins vegar á Ólafsvík.
Umhverfis og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindi Instavolt og felur tæknideild að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins um hugsanlegar staðsetningar fyrir hleðslustöðvar á Hellissandi og í Ólafsvík.

5.Grundarslóð 8 - Umsókn um lóð

2509010

Sveinn Arnar Knútsson sækir um lóð að Grundarslóð 8, Arnarstapa. Áætlað er að byggja þar 120 fm parhús. Einnig er óskað eftir því að byggingarreitnum verði snúið um 90 gráður.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar en felur byggingarfulltrúa að óska eftir frekari gögnum varðandi legu hússins ofl.

6.Hellisbraut 1a - Umsókn um stækkun lóðar

2509009

Steingerður Jóhannsdóttir sækir um leyfi til þess að stækka lóðina Hellisbraut 1a þannig að hún nái yfir allt portið suðvestan við húsið.
Umhverfis-og skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að upprunaland lóðarinnar Hellisbraut 1a sé Hellisbraut 1 en sú lóð er leigð til Hraðfrystihúss Hellissands. Í ljósi þess að lóðin sé innan lóðarmarka Hellisbrautar 1 þá verði stækkun lóðarinnar ekki framkvæmd nema með samþykki lóðarhafa Hellisbrautar 1. Umhverfis-og skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að ræða við eiganda Hellisbrautar 1 um hugsanlega stækkunarmöguleika. Náist samkomulag milli lóðarhafa mun tæknideild Snæfellsbæjar ganga frá nýjum lóðarblöðum og lóðarleigusamningum fyrir báðar lóðirnar. Einnig bendir nefndin á að stækkunin eins og hún er sýnd á yfirlitsmynd, sem fylgdi erindinu, sýnir ósk um stækkun til suð-vestur. Telur nefndin að heppilegra væri að stækka lóðina til norð-austurs og að lóðarmörkum og tryggja þannig um leið gott aðgengi að lóðinni Hellisbraut 1A, beint frá Keflavíkurgötu, í stað þess að fara þurfi yfir lóðina Hellisbraut 1.

Í ljósi ofangreindra atriða hafnar Umhverfi-og skipulagsnefnd erindinu

7.Fyrirspurn um skipulagsmál - Áhugi á lóðum innan F-1 á Hellissandi

2509012

Eggert Bjarnason sendir inn fyrirspurn vegna skipulagsmála. Eggert hefur áhuga á því að sækja um úthlutuna á 5-6 lóðum undir sumarhús á frístundareitnum F-1 á Hellissandi og spyr því hvort sveitarfélagið sjái fram á að fara í deiliskipulagsvinnu á umræddum reit. Fyrirhuguð hús eru samskonar hús og eru við Móa, Akranesi.
Umhverfis-og skipulagsnefnd bendir á að umrætt svæði sé ekki deiliskipulagt og ekki liggur fyrir ákvörðun bæjaryfirvalda um að fara í deiliskipulagsvinnu. Þegar-og ef deiliskipulag liggur fyrir þá verði svæðið auglýst til úthlutunar.

8.Bjarnarfoss og Bjarnarfoss II - Merkjalýsing

2508009

Hildigunnur Haraldsdóttir, f.h. eigenda Bjarnarfoss, óskar eftir heimild til að fá Adam Hoffritz til að skrá leiðrétt landamerki fyrir Bjarnarfoss og Bjarnarfoss II sem 7.5 ha, en það land er aðeins 7.2 ha. Landeigandi Bjarnarfosskots hefur samþykkt að land Bjarnarfoss, sem er skráð um 3 ha stækki í 3.42 ha til að heildarstærð verði yfir 10.5 ha.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

9.Dalbrekka, Ólafsvík - Tillaga að nýju deiliskipulagi

2401013

Kynntar eru umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu sem kynnt var frá 25. júlí - 15. september 2025. Alls bárust 4 umsagnir.
Skipulagsfulltrúi kynnti stöðu verkefnisins.

10.Fyrirspurn vegna Brekkubæjarlands á Hellnum

2509017

Hildigunnur Haraldsdóttir sendir inn fyrirspurn fyrir hönd Mitra Maria Hedman.



Mitra Hedman og samstarfsaðilar hafa áhuga á að kaupa land Brekkubæjar og þegar deiliskipulagðar lóðir við Kjarvalströð. Það hafa þau hug á að byggja sjálfbær hús, en hún hefur mikla reynslu á því sviði. Fyrirspurn inniheldur spurningar til umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar.



Vegna hugsanlegra kaupa á landi Brekkubæjar er óskað eftir afstöðu skipulagsyfirvalda vegna nokkurra atriða. Í fyrsta áfanga er fyrirhugað að reisa hús á þeim 8 lóðum sem þegar hafa verið deilikipulagðar. Í kjölfarið verður unnið að deilskipulagi fyrir lítið hótel suðaustan Kjarvalstraðar og síðar nýrra svæða handan Hellnavegar. Áframhaldandi deiliskipulagsgerð verður í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags Snæfellsbæjar. Lítil svæði verða tekin fyrir og þróun mun verða í

samræmi við eftirspurn og þörf.



1. Er einhver verndun á svæðinu eða nærri fyrirhuguðu byggingarsvæði, t.d. vegna arfleifðar, menningar eða andlegs gildis.



2. Liggur fornleifaskráning fyrir eða sögulegar heimildir sem ég ætti að skoða áður en ég vinn að skipulagi nýrra reita?



Skipulag:

1. Hverjar eru umhverfis- og sjálfbærnikröfur (orkunotkun, efni, aðlögun að landslagi)?



2. Er þörf á mati á sjónrænum áhrifum þar sem byggð getur haft áhrif á útsýni eða ásýnd á helga staði og kennileiti?



Umhverfi- og samfélag:

1. Þarf að gera umhverfismat (EIA) fyrir svæðið?



2. Eru til staðar vernduð vistkerfi, vatnaleiðir eða tegundir plantna eða dýra sem þarf að taka tillit

til?



3. Eru til staðar almenningsstígar, vegaréttindi eða samkomustaðir sem verður að varðveita?



Samstarf og tækifæri:

1. Gera bæjaryfirvöd ráð fyrir samstarfi opinberra aðila og einkaaðila í verkefni á þessu svæði

verkefni?



2. Munu bæjaryfirvöld styðja nýstárlegar sjálfbærar byggingaraðferðir með hliðsjón af stefnu EarthCheck?



3. Eru fjármögnun, styrkir eða hvatar í boði fyrir sjálfbær verkefni eða verkefni sem tengjast

menningararfi?



4. Geta bæjaryfirvöld kynnt menningar- eða andlega hagsmunaaðila á staðnum sem ég ætti að fá til að taka þátt snemma í hönnuninni?
Umhverfis-og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari uppplýsingum um fyrirhuguð hús sem stendur til að byggja á svæðinu. skipulagsfulltrúa falið að koma á fundi með fyrirspyrjanda og bæjaryfirvöldum.

11.Amtmannshúsið á Arnarstapa_Nýtt deiliskipulag

2505073

Auglýst var nýtt deiliskipulag er nær til lóðarinnar við Amtmannshúsið. Í tillögunni er skilgreindur byggingarreitur og gert ráð fyrr vellíðunarhúsi á lóðinni. Tillagan var kynnt umhverfis- og skipulagsnefnd á fundi ráðsins þann 16. júní ´25 og var auglýst frá 25.06. til og með 6.08.2025. Alls bárust fimm umsagnir vegna deiliskipulagstillögunnar.



Lagðar eru fram þær umsagnir sem bárust á tíma auglýsingar og samantekt tæknideildar á athugasemdum vegna deiliskipulagstillögunnar.
Skipulagsfulltrúi fór yfir þær athugasemdir sem komu fram á auglýsingatímanum ásamt tillögum að svörum. Tæknideild falið að svara umsagnaraðilum.

12.Hella - Ósk um stækkun lóðar

2508001

Á fundi 194 þann 18. ágúst 2025 var erindi frá Hafþóri Svanssyni tekið fyrir og óskaði umhverfis- og skipulagsnefnd þá eftir frekari gögnum. Hér með er lögð fram tillaga að stækkun lóðar undir íbúðarhús á Hellu.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir meðf. tillögu og felur tæknideild að ganga frá lóðaleigusamningi við lóðarhafa.

13.Fossabrekka 15 - Ósk um breytingu á lóð vegna hæðarmunar - Áframhaldandi umræða

2508005

Erindið kom til umræðu á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þar sem óskað var eftir frekari gögnum. Áframhaldandi umræða varðandi málið miðað við deiliskipulag í gildi.
Umhverfis-og skipulagsnefnd bendir á að í gildi er deiliskipulag frá 2022 fyrir svæðið og ekki standi til að breyta því, án stórvægilegra breytinga á deiliskipulaginu er ekki hægt að verða við umræddri ósk.

14.Akrajörð - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 64,7 fm íbúðar- og gistihúsi við Garðasand

2508010

Guðmundur Víðisson hönnuður sækir fyrir hönd Elínar G. Gunnlaugsdóttur um byggingarleyfi fyrir 67,4 fm íbúðar-og gistihúsi á Akrajörð. Húsið mun standa á ræktuðum túnfleti nálægt sandfjöru sem nefnd er Garðasandur.
Umhverfis-og skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum s.s samþykki landeiganda. Einnig er tæknideild falið að kanna heimildir í skipulagi fyrir húsinu.

15.Hótel Arnarstapi - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 92,7fm viðbyggingu við þjónustumiðstöð

2508007

Haukur Ásgeirsson hönnuður sækir fyrir hönd Hótel Arnarstapa ehf um byggingarleyfi fyrir 92,7 fm viðbyggingu við þjónustumiðstöðina að Bárðarslóð 1. Um að ræða stækkun veitingasals.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi, enda nær fyrirhuguð stækkun út fyrir byggingarreit sem skilgreindur er í deiliskipulagi. Að undangenginni breytingu á dsk samþykkir nefndin fyrir sitt leyti útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.

16.Brautarholt 20 - Umsókn um leyfi fyrir palli

2509011

Vigfús Bjarnason sækir um leyfi fyrir 20 fm palli á suðurverönd. Pallurinn verður í sömu hæð og núverandi pallur og mun ná að lóðarmörkum í suður. Samþykki meðeigenda hússins liggur fyrir.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

17.Háarif 47 - Umsókn um leyfi til að klæða húsið með bárujárni

2509014

Jaroslaw Kuznik sækir um byggingarleyfi fyrir því að klæða hús sitt að Háarifi 47 með bárujárni.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar.

18.Grundarbraut 20 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir svalahurð á vesturhlið og varmadælu á norðurhlið

2509018

Ævar Þór Sveinsson sækir um byggingarleyfi fyrir nýrri svalahurð á vesturhlið hússins og varmadælu á norðurhlið hússins. Einnig er sótt um að síkka þvottahúsglugga (fyrir miðju) á norðurhlið hússins í samræmi við síðan glugga á sömu hlið.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar.

19.Grundarbraut 1 - Ósk um heimild til að færa fyrirhugaðan bílskúr 3,5 metra innar í lóðina og breyta í gestahús

2509020

Sigurður Jónsson óskar eftir heimild til að færa fyrirhugaða byggingu um 3,5 metra innan lóðar miðað við áður útgefið lóðarblað. Gólfhæð byggingar verður sú sama og í núverandi íbúðarhúsi. Einnig er óskað eftir heimild til þess að nýta bygginguna sem gestahús, í stað bílgeymslu.
Umhverfis-og umhverfisnefnd samþykkir að bílskúrinn verði færður til NA um 2.3 m en hafnar ósk um að breyta notkun hússins í gestahús.

20.Hótel Arnarstapi - Umsókn um stöðuleyfi fyrir tvo gáma í tengslum við framkvæmdir

2508008

Haukur Ásgeirsson sækir fyrir hönd Hótel Arnarstapa um stöðuleyfi fyrir tveimur 40 ft gámum úr stáli við bakhlið þjónustuhússins að Bárðarslóð 1. Stöðuleyfið er hugsað til tímabundinnar geymslu á húsmunum og vegna starfsmannaaðstöðu þeirra sem koma að stækkuninni á þjónustubyggingunni.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi til 9 mánaða vegna framkvæmda við stækkun matsalar á hótelinu.

21.Selafjaran Ytri-Tungu - Umsókn um stöðuleyfi fyrir þurrsalerni

2509013

Þorgrímur Guðmundsson sækir fyrir hönd Lukkutanga ehf um stöðuleyfi fyrir þurrsalerni við selafjöruna Ytru-Tungu í 12 mánuði.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti útgáfu stöðuleyfis til 12 mánaða.

22.Endurnýjun lóðarleigusamninga á hafnarsvæði Ólafsvíkur

2509016

Til umræðu er staða lóðarleigusamninga við Bankastræti miðað við gildandi deiliskipulag.
Umhverfis-og skipulagsnefnd frestar málinu.

23.Smáhýsi í Snæfellsbæ

2509019

Staða á fjölda smáhýsa á Hellissandi kynnt en eins og staðan var í ágúst 2025 standa þar 41 smáhýsi. Fjöldi smáhýsa á Rifi og í Ólafsvík verður skoðaður á næstu vikum.
Umhverfis-og skipulagsnefnd fagnar að hafin sé samantekt á því hversu mörg smáhýsi eru í þéttbýliskjörnum Snæfellsbæ. Nefndin bendir á að um smáhýsi gilda skýrar reglur og ber íbúum að fara eftir þeim. Nefndin óskar eftir því að vinnu við samantektina ljúki fyrir Rif og Ólafsvík og niðurstaðan verði kynnt nefndinni á næsta fundi.

24.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2025

2412010

- Tillaga að fundarplani umhverfis- og skipulagsnefndar fyrir veturinn 2025-2026 tekin fyrir

Fundi slitið - kl. 13:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?