Umhverfis- og skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Umsókn um byggingarleyfi - Öxl L136314
2508004
Fyrir hönd eigenda Axlar, óskar Guðmundur Gunnarsson hjá Urban arkitektum eftir byggingarleyfi samkvæmt innsendum aðaluppdrætti. Óskað er eftir að endurbyggja núverandi hlöðu og breyta í veitingaaðstöðu og samkomusal fyrir viðburði og ráðstefnur. Fjárhús sem eru sunnan við hlöðu verða fjarlægð og í þeirra stað verða tvær viðbyggingar reistar og munu þær tengjast hlöðu með glerskála.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.
2.Hellisbraut 16, umsókn um byggingarleyfi
2508003
Sigfús Almarsson óskar eftir heimild til að stækka húsið við Hellisbraut 16 um 40 m2 til norðurs eins og sýnt er á meðfylgjandi tillögu.
Umhverfis og skipulagsnefnd tekur í jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa-og byggingarfulltrúa að ræða við húseigendur.
3.Hella - rekstrarleyfi fyrir gististaði.
2508002
Eigandi Hellu hefur hug á því að setja aðra íbúð hússins í leigu fyrir ferðamenn og fá til þess rekstrarleyfi. Óskað er eftir áliti Umhverfis-og skipulagsnefndar um útgáfu leyfisins og hvort Hella teljist til dreifbýlis eða þéttbýlis í skilningi nýlegrar samþykktar sveitarfélagsins um útgáfu rekstrarleyfa í þéttbýli.
Umhverfis-og skipulags tekur jákvætt í erindið þar sem að húsið stendur fyrir utan skilgreint þéttbýli Hellissands. Nefndin bendir á að verði breyting á mörkum þéttbýlis þá rektrarleyfi ekki endurnýjað samkvæmt bókun bæjarstjórnar frá desember 2024 er varðar rektrarleyfi í þéttbýli.
4.Stækkun lóðar Hellu
2508001
Hafþór Svanur Svansson óskar eftir stækkun lóðar Hellu L136569 samkvæmt meðfylgjandi yfirlitsmynd.
Umhverfis-og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að ræða við lóðarhafa.
5.Umsókn um vatnsheimtaug
2507011
Karl Pétursson óskar eftir varanlegri vatnsheimtaug að húsi sínu Klifbrekku 6a.
Umhverfis-og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að lögð verði varanleg vatnsheimtaug að húsinu og framlengingu á dreni.
6.Grundarslóð 12 - Umsókn um lóð
2507007
Sveinn Arnar Knútsson sækir um lóðina Grundarslóð 12 Arnarstapa til að byggja á henni 140 m2 parhús.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
7.Foss - Umsókn um byggingarleyfi.
2507005
Jökull Helgason sækir um f.h Sveins Gíslasonar um byggingarleyfi fyrir 52m2 sumarhúsi sem er með þremur herbergjum ætluðum til útleigu fyrir ferðamenn.
Umhverfis-og skipulagsnefnda samþykkir útgáfu byggingarleyfis að uppfyrlltu skilyrðum byggingarreglugerðar. Sé fyrirhuguð frekari uppbygging í ferðaþjónustu á jörðinni er gerð krafa um gerð deiliskipulags.
8.DSK_Dalbrekka_Nýtt deiliskipulag
2401013
Gunnþóra Guðmundsdóttir Skipulagsfulltrúi Snæfellsbæjar gerir grein fyrir stöðu verkefnisins.
Umhverfis og skipulagsnefnd þakkar Skipulagsfulltrúa fyrir yfirferðina og hvetur íbúa til að kynna sér tillöguna á Skipulagsgáttinni á vef Skipulagsstofnunar.
9.Fossabrekka 15, breyting á lóð.
2508005
Tinna Ýr Gunnarsdóttir eigandi Fossabrekku 15 óskar eftir breytingu á lóðinni vegna mikils hæðarmunar á lóð og aðliggjandi landi.
Lóðin er á deiliskipulögðu svæði.
Lóðin er á deiliskipulögðu svæði.
Umhverfis-og skipulagsnefnd frestar málinu og óskar eftir frekari gögnum fyrir næsta fund.
10.Amtmannshúsið á Arnarstapa, nýtt deiliskipulag
2505073
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.
Umhverfis-og skipulagsnefnd þakkar fyrir yfirferðina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
11.Önnur mál
2412010
Óleyfisframkvæmd, Brautarholt 11
Búið er að koma fyrir smáhýsi innan lóðarinnar sem er notað fyrir hænsn.
Búið er að koma fyrir smáhýsi innan lóðarinnar sem er notað fyrir hænsn.
Umhverfis-og skipulagsnefnd bendir á ekki sé leyfilegt að vera með smáhýsi innan lóða nema með samþykki bæjaryfirvalda. Einnig er búfjárhald innan þéttbýlis óheimil með öllu.
Fundi slitið - kl. 13:00.