Umhverfis- og skipulagsnefnd

192. fundur 14. maí 2025 kl. 10:00 - 15:00 Hótel Búðir
Nefndarmenn
  • Halldór Kristinsson Nefndarmaður
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir Nefndarmaður
  • Hildigunnur Haraldsdóttir
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson
  • Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Ritari
  • Ragnar Már Ragnarsson
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Búðarkirkja - Ósk um heimild til skipulagsgerðar

2504009

Halldóra Narfadóttir sækir fyrir hönd Náttúruverndarstofnunar og sóknarnefndar Búðarkirkju um leyfi til að hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags. Nýtt fyrirhugað deiliskipulag tekur til hluta af landi Búðarkirkju og Búða sem nær yfir kirkjuna, kirkjugarðinn, bílastæði kirkjunnar og ný bílastæði í landi Búða, norðvestan við Hótel Búðir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

2.Kálfárvellir, Bjarnarfosskot og Bjarnarfosskot II - Merkjalýsing

2505016

Hildigunnur Haraldsdóttir óskar fyrir hönd eigenda Bjarnarfosskots og Kálfárvalla eftir heimild til að ganga frá skráningu landamerkja Kálfárvalla, Bjarnarfosskots og Bjarnarfosskots II með merkjalýsingu og hnitsettum uppdrætti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um undirritun allra hlutaðeigandi.

3.Fjólubakki - Umsókn um leyfi til að setja niður 71,6 fm frístundahús

2504006

Helgi Steinar Helgason, hönnuður, sækir fyrir hönd Lúks ehf um byggingarleyfi til að setja niður tilbúið 71,6 fm frístundahús úr timbri í landi Fjólubakka. Húsið var smíðað í Danmörku.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að aðlaga þurfi húsið betur að landi í samráði við byggingarfulltrúa. Einnig þarf að gera grein fyrir slökkvivatni.

4.Bárðarás 21 - Umsókn um leyfi fyrir 15 fm timburhúsi undir snyrtistofu

2504003

Martyna Janewicz óskar eftir leyfi fyrir því að setja upp 15 fm timburhús á lóð sinni að Barðárási 21. Áætlað er að starfrækja þar snyrtistofu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem smáhýsi eru nú þegar á lóðinni og ekki heimilt að bæta við fleirum. Einnig uppfyllir smáhýsi ekki kröfur um atvinnuhúsnæði. Nefndin bendir umsækjanda á þann möguleika að gera viðbyggingu sem fellur vel að núverandi íbúðarhúsi.

5.Bárðarás 21 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

2505011

Piotr Janewicz óskar eftir byggingarleyfi til að skipta um alla glugga á húsi sínu að Bárðarási 21. Breyting verður á útliti glugganna en ekki stærð þeirra.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari gögnum vegna útlitsbreytinga og björgunaropa.

6.Bæjartún 11 - Umsókn um leyfi fyrir nýjum gluggum

2505034

Jowita Lewoniewska sækir um byggingarleyfi fyrir því að skipta út núverandi timburgluggum fyrir plastglugga á íbúð sinni á efri hæð Bæjartúns 11. Stærðir haldast óbreyttar en útlitið er breytt.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og tæknideild falið að óska eftir frekari gögnum.

7.Míla - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara á Hellissandi

2504027

Reynir Jónasson sækir fyrir hönd Mílu eftir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á fjarskiptalögnum Mílu á Hellissandi. Fyrirhugað er að leggja ljósleiðara samkvæmt meðfylgjandi yfirlitskorti haustið 2025.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

8.Míla - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Ólafsvík

2504029

Reynir Jónasson sækir fyrir hönd Mílu um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á fjarskiptalögnum Mílu í Ólafsvík. Fyrirhugað er að leggja ljósleiðara samkvæmt meðfylgjandi yfirlitskorti í ágúst 2025.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

9.Grundarslóð 12 - Umsókn um stöðuleyfi

2504001

Magnús Þórarinn Ólafsson sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi að Grundarslóð 12 til 30. ágúst 2025 vegna útgerðar sinnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

10.Vallholt 17 - Umsókn um heimild til að nota íbúð á neðri hæð sem gistiheimili

2505005

Pawel Prostko óskar eftir heimild til að útbúa gistiheimili úr íbúðinni á neðri hæð húss síns að Vallholti 17. Hann hyggst leigja íbúðina óbreytta út til ferðamanna. Íbúðin er með sér inngang og bílastæði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu á grunni stefnu sveitarfélgsins um að heimila ekki frekari rekstur gistiheimila í íbúðarhúsabyggð í Snæfellsbæ.

11.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2025

2412010

- Byggingarfulltrúi fór yfir leiðbeiningar fyrir íbúa er varða ýmis byggingarmál og áform tæknideildar um að útbúa sér svæði innan vefsíðu Snæfellsbæjar þar sem hægt yrði að nálgast þær.



- Aðgengi að nytjahorni Kubbs rætt.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?