Umhverfis- og skipulagsnefnd

184. fundur 27. júní 2024 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Halldór Kristinsson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Ritari
  • Ragnar Már Ragnarsson Embættismaður
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Embættismaður
  • Smári Jónas Lúðvíksson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Hildigunnur Haraldsdóttir skipulagsfulltrúi og Gunnþóra Guðmundsdóttir skipulagsráðgjafi sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Óveruleg breyting aðalskipulags vegna frístundasvæða F-4 og F-5 á Arnarstapa

2406009

Gerð er óveruleg breyting á aðalskipulagi vegna frístundasvæða F-4 og F-5 á Arnarstapa, því bæjaryfirvöld hafa á liðnum árum aukið svigrúm varðandi stærð frístundahúsa. Fyrirhugað er að gera breytingu á deiliskipulagi til að auka svigrúm varðandi stærðir húsa sem standa við Móa, Lækjarbakka og Jaðar á Arnarstapa. Engar breytingar verða gerðar á aðalskipulagskorti en breytingar verða gerðar á texta þar sem fram kemur að hámarks nýtingarhlutfall í frístundabyggð F-4 og F-5 hækki úr 0.05 í 0.07 nema strangari ákvæði séu í deiliskipulagi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur tæknideild að ganga frá málinu í samræmi við 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Breyting deiliskipulags frístundabyggðar F-4 og F-5 á Arnarstapa

2406010

Lögð er fram lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar deiliskipulags á frístundasvæðum F-4 og F-5 á Arnarstapa. Í deiliskipulagi verði gert ráð fyrir að heildar byggingarmagn á lóð verði að hámarki 140 fm. Frumdrög deiliskipulags kynnt samhliða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur tæknideild að beina málinu í lögbundið ferli í samræmi við 1. mgr 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Nýtt deiliskipulag á Öxl

2401011

Vegna athugasemdar Veðurstofu Íslands sem barst eftir fund umhverfis- og skipulagsnefndar 3. júní 2024 og eftir að auglýsingartíma lauk voru uppfærð gögn lögð fyrir bæjarráð. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 20. júní 2024 að beina deiliskipulagstillögunni í lögbundið auglýsingarferli í samræmi við bókun umhverfis- og skipulagsnefndar á fundi 3. júní 2024. Breytt gögn vegna athugasemdar Veðurstofu Íslands kynnt.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur tæknideild að beina deiliskipulagstillögu í kynningarferli í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Naustabúð 19 - Umsókn um gluggabreytingu og endurnýjun glerskála

2406006

Monika Dubaj sækir um leyfi fyrir gluggabreytingum á húsi sínu og bílskúr að Naustabúð 19 ásamt því að endurnýja glerskála.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að endanlegum byggingarnefndarteikningum verði skilað inn og að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar varðandi björgunarop.

5.Hjarðartún 10 - Umsókn um breytingu á innra skipulagi og stækkun á einum glugga

2406008

Jóhanna Jóhannesdóttir sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi á íbúð sinni á neðstu hæð að Hjarðartúni 10. Breytingin felst í færslu á eldhúsi, baðherbergi og einu barnaherbergi ásamt því að útbúa nýtt barnaherbergi. Einnig er sótt um stækkun á glugga sem snýr út í götu sem áður var baðherbergisgluggi en verður nú svefnherbergisgluggi. Stærð eftir stækkun verður 136x136 mm.
Kristjana Hermannsdóttir víkur af fundi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að endanlegum aðaluppdráttum verði skilað inn og eftir þörfum séruppdráttum. Samþykki meðeigenda skal skila inn vegna gluggabreytinga.

Kristjana Hermannsdóttir kemur aftur inn á fund.

6.Bæjartún 13 - Umsókn um breytingar á svölum og skyggni

2406011

Kristinn Arnarson sækir fyrir hönd húsfélagsins að Bæjartúni 13 um leyfi fyrir breytingum á svölum og skyggni á suðurhlið hússins. Svalir á miðhæð stækka og sameinast skyggni yfir útidyrum í kjallara.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um skriflegt samþykki húsfélagsins og að aðal- og séruppdráttum verði skilað inn.

7.Vallholt 15 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám innan lóðar

2406013

Hlynur Hafsteinsson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 ft. gám til að hafa á lóð sinni á meðan á endurbótum á húsnæði sínu stendur og geyma í honum búslóð. Áætlaður verktími er 6 - 12 mánuðir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur tæknideild að athuga með betri staðsetningu gáms með umsækjanda.

8.Selhóll 11 - Fyrirspurn vegna girðingar á lóðarmörkum

2406012

Helga Jóhannsdóttir óskar eftir samþykki Snæfellsbæjar fyrir 150 cm hárri girðingu á lóðarmörkum Selhólls 11 og Selhóls 9 og á um 50 cm kafla meðfram götu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir girðingu á lóðarmörkum.

9.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2024

2401007

- Staðan á sæluhúsinu á Fróðárheiði rædd- Umræður um gámasvæðið á Rifi- Smáhýsi í óleyfi rædd og vill nefndin skoða að tilkynna þurfi uppsetningu og staðsetningu þeirra til nefndarinnar.- Óleyfisframkvæmdir ræddar. Tæknideild falið að senda bréf á viðkomandi aðila.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?