Umhverfis- og skipulagsnefnd

183. fundur 03. júní 2024 kl. 16:15 - 18:10 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Ragnar Már Ragnarsson Áheyrnarfulltrúi
  • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir Nefndarmaður
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Böðvar Rúnarsson varaformaður
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson Embættismaður
  • Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Ragnar Már Ragnarsson byggingarfulltrúi og Gunnþóra Guðmundsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Smári Jónas Lúðvíksson, nýr starfsmaður tæknideildarinnar sat hluta af fundinum.

1.Hellisbraut 17_Umsókn um lóð

2405057

Berglind Elva Elísabetar Tryggvadóttir sækir um lóð að Hellisbraut 17 til að byggja þar 70 - 90 fm einbýlishús á 1-2 hæðum frá framleiðandanum Evermod DUO. Ef lóðin er ekki til úthlutunar þá hefur hún áhuga á frístundalóð á svæði F-1 og óskar eftir því í leiðinni að fá að vita hvort hennar hugmynd myndi ganga upp þar og hvenær þær lóðir yrðu til úthlutunar.
Þegar liggur fyrir hugmynd að lóðarmörkum fyrir Hellisbraut 17 en hún hefur aldrei verið kynnt til úthlutunar. Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af F-1 og í aðalskipulagi er þar eingöngu gert ráð fyrir frístundabyggð. Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að kanna möguleika varðandi Hellisbraut 17.

2.DSK_Litla Tunga_Nýtt deiliskipulag

2405021

Lögð er fram lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðs nýs deiliskipulags í landi Litlu Tungu. Svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til er um 17,4 ha landsvæði. Litla Tunga er ný jörð með engum húsakosti en hún var stofnuð úr landi Ytri Tungu og Grenhóls. Deiliskipulagið mun teygja sig inn á land Grenhóls og Ytri Tungu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lýsingu og felur tæknideild að beina henni í kynningu skv. 1 mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

3.DSK_Öxl_Tillaga að nýju deiliskipulagi

2401011

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem varðar umbreytingu á núverandi húsakosti og endurbyggingu húss á grunni húss sem var fjarlægt. Auk þess er gert ráð fyrir uppbyggingu jógaseturs vestan núverandi bæjarhlaðs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögu deiliskipulags og felur tæknideild að beina henni í kynnu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing hefur þegar verið kynnt. Nefndin tekur jákvætt í að endurbygging húss verði allt að 170 fm og verði því breytt í gögnum fyrir bæjarstjórnarfund.

4.Tvíoddi_Umsókn um byggingarleyfi fyrir bogadrengu geymsluhúsi

2405049

Guðlaugur Maríasson hönnuður sækir fyrir hönd Þormóðar Garðars Símonarsonar um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á Tvíodda í landa Garða, Snæfellsbæ. Um er að ræða 62,4 fm stálgrindar bogahús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar.

5.Jaðar 15_Umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur litlum viðbyggingum

2405035

Sveinn Valdimarsson hönnuður sækir fyrir hönd Kristjáns Sveinssonar um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahús hans að Jaðri 15, Arnarstapa. Um er að ræða tvær viðbyggingar en snyrting í suðvestur hluta hússins stækkar um 4,3 fm og stofa í norðaustur hluta hússin stækkar um 19,4 fm. Viðbyggingar eru timburbyggingar með timburgólfi og standa á steyptum súlum. Útveggir eru timburveggir klæddir með liggjandi timbri.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar og grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum Jaðars 13, 14, 16, 17, 18 og 20.

6.Jaðar 17_Umsókn um byggingarleyfi fyrir 31,6 fm viðbyggingu

2405042

Ólafur Hjördísarson hönnuður sækir fyrir hönd Magnúsar Inga Magnússonar um byggingarleyfi fyrir 31,6 fm stækkun í norðaustur á sumarhúsi hans að Jaðri 17, Arnarstapa. Veggir viðbyggingar verða timburgrindarveggir klæddir með standandi borðaklæðningu í sama lit og núverandi bygging. Undirstöður verða staðsteyptar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar, breytingu deiliskipulags og grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum Jaðars 13, 15, 18 og 20.

7.Snæfellsás 5_Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á lóð

2404012

Miroslaw Stepinski óskar eftir því að staðsetja gám á lóð sinni og klæða hann til þess að nota sem geymslu. Gámurinn mun standa á steyptu plani (3x4,5 m) og alveg upp við húsið að austanverðu til þess að ná 3 metrum frá lóðarmörkum. Gámurinn verður klæddur með áli eins og er á íbúðarhúsinu og á honum verður einhalla álþak. Í staðinn fyrir núverandi tvöfalda hurð mun koma minni einföld hurð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um viðbyggingu er að ræða. Umsækjanda er bent á að hafa samband við tæknideild.

8.Hlaða og fjárhús við Háarif_Umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu hlöðu

2405066

Kristinn Friðþjófsson sækir um leyfi til þess að endurbyggja hlöðuna í sömu mynd og hún er í dag með smávægilegum breytingum. Breytingin felst í að veggir hækka um 80 cm en mænishæð heldur sér. Við það breytist einnig þakhalli. Tveir gluggar verða áfram á austurhlið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að gera þurfi lóðarleigusamning þar sem tekið verði fram að svæðið sé skilgreint sem framtíðar íbúðarsvæði í aðalskipulagi. Nefndin bendir einnig á að skila þarf inn aðaluppdráttum frá viðurkenndum hönnuði.

9.Bárðarás 10_Umsókn um leyfi til að breyta eign í þrjá eignarhluta og stækka bílgeymslu

2402009

Lagðar eru fyrir uppfærðar teikningar fyrir Bárðarás 10 eftir að erindi var frestað á fundi 180 þann 5. mars 2024.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar og grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum Bárðaráss 8, 9, 11 og 12.

10.Háarif 6 - Umsókn um bílskýli og breytingar á dæluhúsi

2309006

Hildigunnur Haraldsdóttir sendir inn frekari gögn vegna fyrri umsóknar um byggingarleyfi vegna breytinga á dæluhúsi að Háarifi 6. Jafnframt er óskað eftir því að fá leyfi til að byggja bílskýli við dæluhúsið að norðanverðu.
Hildigunnur Haraldsdóttir víkur af fundi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Hildigunnur Haraldsdóttir kemur aftur inn á fund.

11.Brúarholt 2_Umsókn um byggingarleyfi fyrir 35 fm bílskúr

2405064

Aneta Kuczynska óskar eftir leyfi til að byggja 35 fm bílskúr við hús sitt að Brúarholti 2. Bílskúrinn yrði viðbyggður húsinu að austanverðu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem fyrirhuguð bygging fari út fyrir lóðarmörk og yfir megin holræsi. Auk þess er búið að selja bílskúrsrétt lóðarinnar.

12.Grundarslóð 12_Umsókn um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi

2405014

Magnús Þórarinn Ólafsson sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi sitt að Grundarslóð 12 Arnarstapa vegna útgerðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi með fyrirvara um flutning á annað svæði í samráði við tæknideild ef lóð yrði úthlutað.

13.Hugmyndir kynntar um nýtt verk í staðinn fyrir Tindinn

2406000

Hilmar Már Arason formaður sendir inn erindi fyrir hönd Lionsklúbbs Ólafsvíkur. Klúbburinn vill upplýsa nefndina um þá vinnu sem er í gangi en verið er að skoða þann möguleika að koma fyrir líkani af hval í stað Tindsins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um burðarþolshönnun og öruggan frágang. Nefndin samþykkir staðsetninguna.

14.Endurskoðun gjaldskrár tæknideildar

2404005

Gjaldskrá er óbreytt eftir yfirferð með bæjarritara vegna hás auglýsingakostnaðar. Skipulagsstofnun er með einföldun á auglýsingum til skoðunar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykki gjaldskrá með fyrirvara um að byggingarheimild verði skipt í tvo gjaldflokka eftir umfangi.

15.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2024

2401007

- Staðsetning Erró listaverks kynnt- Böðvarsholt

Tekið inn með afbrigðum. Fyrirspurn vegna breytinga á húsinu. Fullnægjandi teikningar liggja ekki fyrir.Eiríkur Böðvar Rúnarsson víkur af fundi.Umhverfis- og skipulagnefnd tekur í jákvætt í erindið.Eiríkur Böðvar Rúnarsson kemur aftur inn á fund.Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?