Umhverfis- og skipulagsnefnd

182. fundur 03. maí 2024 kl. 13:00 - 15:30 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir Nefndarmaður
  • Eiríkur Böðvar Rúnarsson varaformaður
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson Embættismaður
  • Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Ritari
  • Ragnar Már Ragnarsson Áheyrnarfulltrúi
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Ragnar Már Ragnarsson byggingarfulltrúi og Hildigunnur Haraldsdóttir skipulagsfulltrúi sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Smári Jónas Lúðvíksson, verðandi starfsmaður tæknideildar, sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað til áheyrnar og kynningar.

1.Grundarslóð 8 - Umsókn um lóð

2404009

Kjartan Kjartansson sækir fyrir hönd K og K ehf um úthlutun lóðar að Grundarslóð 8. Fyrirhugað er að reisa þar 150-200 fm tveggja hæða einingahús úr timbri. Sjá meðfylgjandi upplýsingar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutun og bendir á að hafa samráð við tæknideild í sambandi við hönnun.

2.Gilsbakki 3,5 og 7_Umsókn um lóð með von um skipulagsbreytingu

2404013

Jón Kristinn Snæhólm, ásamt Probygg ehf, sækja um lóðirnar að Gilsbakka 3,5 og 7 á Arnarstapa og óska eftir því að lóðunum verði breytt í parhúsalóðir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóða að Gilsbakka 3 og 5 sem parhúsalóð. Úthlutun er með fyrirvara um grenndarkynningu sem verður þegar fyrstu teikningar berast. Nefndin bendir á nýsamþykkta bókun bæjarstjórnar um skammtímaleigu í íbúðarbyggð.

3.Dagverðará_Uppskipting lands

2404014

Tekið er fyrir erindið frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar, dags. 12. apríl 2024. Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar þann 11. apríl 2024 var tekið fyrir bréf Atla Más Ingólfssonar, lrl., dags. 6. mars 2024, varðandi ósk um staðfestingu landskipta á Dagverðará í Snæfellsbæ.Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela umhverfis- og skipulagsnefnd að gefa umsögn um erindið áður en bæjarstjórn tekur það til endanlegrar afgreiðslu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og telur að málið þurfi nánari skoðun.

4.Rarik_Umsókn um byggingarheimild fyrir þremur spennustöðvum

2405004

RARIK óskar eftir byggingarheimild fyrir þremur nýjum spennistöðvum á lóðunum Hraunási 8 Hellissandi, Háarifi 8 Rifi og Hjallabrekku 9 Ólafsvík. Um er að ræða 10 m² hús og er þau sambærileg spennistöðinni sem stendur við hliðina á ráðhúsi Snæfellsbæjar. Til stendur að reisa stöðvarnar við hlið núverandi stöðva og verða þær tengdar kerfinu þegar reisningu er lokið. Með þessu fyrirkomulagi er verið að stytta straumleysi á svæðunum eftir fremsta megni og mun það einungis vara á meðan lagnir eru færðar yfir í nýju stöðvarnar. Vegna þess hversu litlar lóðirnar eru í dag er nauðsynlegt að gera breytingar á þeim þannig að fyrirhugaðar stöðvar falli innan lóðar. Einnig er óskað eftir að lóðaleigusamningar verði uppfærðir miðað við breytta stærð lóðar og þeim þinglýst. Aðaluppdrætti ásamt skráningartöflu verður skilað inn til byggingarfulltrúa á næstu dögum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

5.Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna bættra sjóvarna fyrir aftan Keflavíkurgötu 23

2404006

Vegagerðin sækir um framkvæmdarleyfi fyrir 37 metra langri nýrri sjóvörn við Keflavíkurgötu 23, Hellissandi. Áætlað grjótmagn er 1.060 rúmmetrar. Sjá meðfylgjandi útboðsteikningar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

6.Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna bættra sjóvarna á Barðastöðum

2404007

Vegagerðin sækir um framkvæmdarleyfi fyrir 170 metra langri nýrri sjóvörn við Barðastaði í Staðarsveit. Áætlað grjótmagn er 2.520 rúmmetrar. Sjá meðfylgjandi útboðsteikningar
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

7.Snæfellsás 5_Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á lóð

2404012

Miroslaw Stepinski sækir um stöðuleyfi fyrir 20 ft gám á lóð sinni að Snæfellsási 5. Fyrirhugað er að geyma í honum ýmislegt sem við kemur framkvæmdum á íbúðarhúsinu og lóðinni. Eftir að framkvæmdum líkur er áformað að nota gáminn sem bílskúr í nokkur ár.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu og bendir á að heimilt er að hafa gám á meðan á framkvæmdum stendur en þó ekki lengur en í 2 mánuði. Sækja þarf sérstaklega um tímabundið stöðuleyfi ef að gámurinn þarf að standa lengur.

8.Grundarslóð 12_Umsókn um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi

2405006

Andri Freyr Ólason sækir um stöðuleyfi fyrir 10 ft fellihýsi að Grundarslóð 12 vegna útgerðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi með fyrirvara um flutning á annað svæði í samráði við tæknideild ef lóð yrði úthlutað.

9.Grundarslóð 12_Umsókn um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi

2405001

Ragnar G Guðmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á Grundarslóð 12 vegna útgerðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi með fyrirvara um flutning á annað svæði í samráði við tæknideild ef lóð yrði úthlutað.

10.Grundarslóð 12_Stöðuleyfi fyrir hjólhýsi

2404016

Þorgeir Guðmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi að Grundarslóð 12 vegna útgerðar sinnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi með fyrirvara um flutning á annað svæði í samráði við tæknideild ef lóð yrði úthlutað.

11.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Snæfellsbæ

2404015

Lögð er til kynningar lokadrög samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Snæfellsbæ.
Umhverfis- og skipulagsnefnd kynnt málið. Nefndin óskar eftir því við bæjarstjórn að fá upplýsingar um hvernig staðið verður að kynningarmálum og fræðslu.

12.Endurskoðun gjaldskrár tæknideildar

2404005

Tillaga að nýrri gjaldskrá tæknideildar lögð fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd fór yfir málið og frestar erindinu á milli funda til nánari skoðunar.

13.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2024

2401007

- Heimagisting í Snæfellsbæ

Bréf frá bæjarstjórn, dags. 12. apríl 2024, tekið fyrir. Nefndin leggur til að bókun þessi verði send á þá aðila sem hafa gistileyfi á íbúðarsvæðum og fasteignasala á svæðinu.- Eldriborgarafélag lýsir yfir áhuga á uppsetningu skiltis við hlið Hallarinnar, að Ólafsbraut 23, en skiltið er sambærilegt því sem er fyrir framan Gallerí Jökul.Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nákvæmri staðsetningu og styrk frágangs skiltis.- Mögulegar staðsetningar fyrir hleðslustöðvar í Snæfellsbæ ræddar.Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að fundnar verði lausnir til að hafa hleðslustöðvar ofarlega á Arnarstapa. Tæknideild falið að skoða fleiri möguleika milli funda í samráði við Rarik.- Staðsetning skiltis við Bárð Snæfellsás á Arnarstapa rædd. Valið stóð milli tveggja valkosta. Nefndin er sammála um að valkostur A sé betri.Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?