Umhverfis- og skipulagsnefnd

6. fundur 26. júlí 2016 kl. 13:02 - 13:02
Umhverfis- og skipulagsnefnd

 

Árið 2006, fimmtudaginn 16. nóvember kl. 12:00, hélt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar 6. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Bjarni Vigfússon, Jónas Kristófersson,

Drífa Skúladóttir

og Pétur Steinar Jóhannsson.

Ennfremur Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Skipulagsmál
1. Deiliskipulag Brekkan Ólafsvík, Óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir brekkuna Ólafsvík    Mál nr. BN060192  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar fer þess á leit við nefndina að hún samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir brekkuna í Ólafsvík.

Skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Brekkunnar í Ólafsvík , frá 28.09.04 (m.s.br.). Breytingin er sett fram á uppdrætti dags. 02.11.06 og felur í sér að einbýlishúsum er fjölgað í neðri hluta svæðisins og bætt er við lóð austast í skipulaginu fyrir 2 hæða fjölbýlishús. Tillagan skal kynnt lóðarhöfum við Fossabrekku í Ólafsvík

, skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga."

Grenndarkynning hefur farið fram fyrir breytinguna á þeim lóðum er liggja næst þessari breytingu, og hefur lóðarhafi samþykkt þessa breytingu.

Skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Brekkunnar í Ólafsvík , frá 28.09.04. vegna Fossabrekku, skipulagsuppdrátt dags. 02.11.06, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa um grenndarkynning. Tillagan var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga, lóðarhafar við Fossabrekku 1,3,5,7,9,11,13,15,17,19 gera ekki athugasemd við þessa breytingu  og samþykktu hana því með undirskrift sinni þann 09.11.06. Málsmeðferð verði í samræmi við 3. og 4. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga."    
2. Deiliskipulag Rifshafnar,Deiliskipulag Rifshafnar    Mál nr. BN060187  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar fer fram á að deiliskipulag fyrir hafnarsvæði í Rifi verði tekið fyrir. Deiliskipulagið hefur verið auglýst. Ein athugasemd barst.frá Sparisjóði Ólafsvíkur, lóðamörk Smiðjugötu 5 ná inn á steypt plan Sparisjóðs Ólafsvíkur (Skv. samningi Snæfellsbæjar og Nesvikurs frá 14.05.1996).

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir að klára deiliskipulagið.  Ein athugasend barst varðandi málið frá Sparisjóð Ólafsvíkur varðandi steypt plan sem er á deiliskipulagða svæðinu.  Nefndin sér ekki ástæðu að breyta deiliskipulaginu vegna  þessa athugasemdar en felur byggingarfulltrúa og bæjarstjóra að ræða við málsaðila.  
3. Forna-Fróðá 132769,Aðalskipulag  og deiliskipulag fyrir Fornu-Fróða.  (00.0225.00) Mál nr. BN060193  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Umsagnir frá þeim aðilum er málið varðar hafa borist okkur og leggjum við þær hér fram.

Umsagnar var leita frá Fornleifanefnd ríkisins, svar barst frá Magnúsi A. Sigurðssyni.  Gerir hann athugasemdir að engin fornleifaskráning hafi farið fram í tengslum við vinnslu aðalskipulagsins.

Svar Vegagerðarinnar er á þá leið að ef þessi breyting verður samþykkt lengist vegur um Fróðárheiði um 150 m, leiðin til Ólafsvíkur um 0,5 km en leiðin til Grundarfjarðar styttist um 0,2 km.

Umhverfisstofnun gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995-2015.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir að halda áfram með þessa breytingu á aðalskipulagi Fornu Fróðar. Varðandi umsagnir frá Fornleifavernd Ríkisins þá leggur nefndin það til við Bæjarstjórn að byrjað verði að skoða þau mál, varðandi skráningu fornleifa. Umsögn Vegagerðarinnar mælir ekki á móti þessari breytingu á aðalskipulaginu, enda telji nefndin fleiri valkosti koma til greina varðandi vegastæði fyrir Fróðárheiði.   Byggingarl.umsókn
4. Grundarbraut 6A,Umsókn um breytingu á skráningu.  (30.1300.61) Mál nr. BN060190  

131241-2169 Emanúel Ragnarsson, Sandholti 8, 355 Ólafsvík

 

Emanúel Ragnarsson sækir um leyfi til að breyta skráningu á Grundarbraut 6a úr verslunarhúsnæði yfir í íbúðarhúsnæði.  Einnig sækir hann um leyfi til að setja glugga á húsið eins og meðfylgjandi teikning sýnir.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
5. Miðbrekka 17, Umsókn um byggingarleyfi  (61.4301.70) Mál nr. BN060181  

041052-4579 Brynjar Kristmundsson, Túnbrekku 17, 355 Ólafsvík

 

Brynjar Kristmundsson sækir um byggingarleyfi til að byggja 165,9 m2 einbýlishús að Miðbrekku 17.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
6. Stekkjarholt 3, Umsókn um að klæða íbúðarhúsið  (83.0300.30) Mál nr. BN060179  

220561-3569 Vagn Ingólfsson, Stekkjarholti 3, 355 Ólafsvík

120661-4189 Ríkharð Ottó Ríkharðsson, Lautasmára 22, 201 Kópavogi

 

Vagn Ingólfsson og Ríkharð Ríkharðsson óska eftir leyfi til að klæða húseign sína að Stekkjarholti 3. Klæðningarefni er bárustál og sedrusviður. Vagn sækir einnig um leyfi til að opna út úr glugga á suðurgafli og setja þar útihurð út á sólpall.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Nefndin vill benda umsækjanda á að ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir garðskúr á lóð.   Framkvæmdaleyfi
7. Vatnslögn, Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir vatnslögn.    Mál nr. BN060197  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar fer fram á að nefndin samþykki framkvæmdaleyfi fyrir vatnslögn frá vatnslindum Rifs og Hellissands að lóð vatnsverksmiðjunnar í Rifi.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið. En vill benda á að lagning pípunnar skal gera í samráði við fyrirhugaða lagnir jarðstrengs á vegum Rarik.   Byggingarl.umsókn
8. Vatnsverksmiðjulóð, Leyfi fyrir vinnubúðum og veg    Mál nr. BN060188  

540671-0959 Ístak hf, Engjateigi 7, 105 Reykjavík

 

Ístak hf óskar eftir leyfi til að koma fyrir vinnubúðum við lóðina þar sem vatnsverksmiðjan mun rísa, helst er óskað eftir svæðinu við steypustöðina. Ennfremur leyfi til að leggja vegslóða að og frá vinnubúðum og að vinnusvæðinu.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Nefndin vill benda á að leyfið er gefið út til eins árs í senn, einnig vill hún að staðsetning skuli vera í samráði við Byggingarfulltrúa.  Ennfremur vill nefndin benda á að nauðsynlegt er að hafa samráð við Heilbrigðisfulltrúa varðandi málið.   Önnur mál
9. Byggingarlóð, Bréf frá Páli Harðarsyni    Mál nr. BN060194  

481102-2510 Nesbyggð ehf, Stapabraut 5, 260 Njarðvík

 

Bréf frá Páli Harðarsyni hjá Nesbyggð vegna byggingarlóðar í Fossabrekku.

Bréf var lagt fram til kynningar.  
10. Háspennujarðstrengur,Háspennurafstrengur frá Lambafelli í Rif.    Mál nr. BN060185  

520269-2669 Rarik ohf, Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík

 

Ásgeir Gunnar Jónsson f.h. Rarik er með tillögu að leið fyrir háspennurafstreng frá Lambafelli í Rif. Vill vita hvort einhverjar athugasemdir séu við leiðina og hvort einhverjir aðrir en Snæfellsbær sem á land á þessari leið.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir lagningu strengsins en felur byggingarfulltrúa að ræða við Rarik varðandi samhæfingu á lagningu á vatnspípu inní Rif.  
11. Músaslóð 11, Draga lóðarumsókn til baka.  (64.4701.10) Mál nr. BN060184  

310564-4279 Ingunn Mai Friðleifsdóttir, Klukkubergi 8, 221 Hafnarfirði

 

Ingunn Mai Friðleifsdóttir dregur til baka umsókn sína um lóðina Músaslóð 11 á Arnarstapa.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
12. Nafnanefnd, Fundargerð 1. og 2. fundar    Mál nr. BN060189  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Fundargerðir nafnanefndar frá 6. og 8. nóvember 2006 til samþykktar.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd fór yfir fundagerðir nefndarinnar og samþykkti að lóð Vatnsverksmiðjunar í Rifi fengi nafnið Kólumbusarbryggja 1.  Varðandi önnur mál úr fundargerð nafna nefndar ætlar nefndin að taka þau til mál til skoðunar ennfremur vill Umhverfisnefndin þakka Nafnanefndinni fyrir sýn störf að svo stöddu.  
13. Hesthúsabyggð í Rifi, Óskað er eftir að svæðið ofan Sætjarna verði skipulagt sem hesthúsabyggð.    Mál nr. BN060183  

240843-5369 Sæmundur Kristjánsson, Háarifi 43 Rifi, 360 Hellissandur

 

Sæmundur Kristjánsson fer þess á leit við nefndina að hún leggi til við bæjarstjórn Snæfellsbæjar að svæðið ofan Sætjarna skammt suður af grjótnáminu í Rifi verði skipulagt undir hesthúsabyggð.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd vill ítreka fyrri afgreiðslu nefndarinnar.  Einnig óskar nefndin eftir endalegri afstöðu bæjarstjórnar á málinu.  
14. Skógræktarfélag Íslands,Ályktun á aðalfundi Skóræktarfélags Íslands    Mál nr. BN060180  

600269-3809 Skógræktarfélag Íslands, Skúlatúni 6, 105 Reykjavík

 

Aðalfundur Skóræktarfélags Íslands, haldinn í Hafnarfirði 26.-27. ágúst 2006, hvetur sveitafélög til þess að ætla skógrækt aukið vægi í aðal-og deiliskipulagsáætlunum sínum, með það höfuðmarkmið að skipulag útivistarskóga og þéttbýlis geti þróast með gildi útivistar, lýðheilsu og umhverfisverndar að leiðarljósi.

Óskað er eftir að ályktunin verði tekin til skoðunar.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir að taka þessa ályktun til skoðunar.  
15. Snæfellsás 136539,Umsókn um vínveitingaleyfi.  (80.1523.00) Mál nr. BN060191  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar vísar umsókn um vínveitingarleyfi vegna Félagsheimilisins Rastar til umsagnar nefndarinnar.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
16. Vatnsverksmiðja, Teikningar kynntar    Mál nr. BN060196  

620605-0690 Icelandia ehf, Ármúla 38, 108 Reykjavík

 

Nefndinni eru kynntar nýjustu teikningar af verksmiðjuhúsi Íslindar í Rifi

Umhverfis- og Skipulagsnefnd voru kynntar teikningarnar   Lóðarúthlutun
17. Músaslóð 11,Lóðarumsókn  (64.4701.10) Mál nr. BN060195  

170564-2359 Tryggvi Leifur Óttarsson, Sandholti 44, 355 Ólafsvík

 

Tryggvi Leifur Óttarsson sækir um byggingarlóð að Músarslóð 11, Arnarstapa.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
18. Fossabrekka 21, Umsókn um byggingarlóð og byggingarleyfi  (08.2610.02) Mál nr. BN060198  

481102-2510 Nesbyggð ehf, Stapabraut 5, 260 Njarðvík

 

Nesbyggð ehf sækir um byggingarlóð í Fossabrekku 21 fyrir 10 íbúða fjölbýlishús. Einnig er óskað eftir byggingarleyfi fyrir meðfylgjandi teikningar.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.    

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.

 

 

 

________________________________

Sigurjón Bjarnason

 

 

________________________________

Jónas Kristófersson

 

 

________________________________

Pétur Steinar Jóhannsson

 

 

 

________________________________

Bjarni Vigfússon

 

 

________________________________

Drífa Skúladóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?