Umhverfis- og skipulagsnefnd

23. fundur 26. júlí 2016 kl. 11:33 - 11:33
Umhverfis- og skipulagsnefnd

 

Árið 2008, miðvikudaginn 2. apríl kl. 12:00, hélt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar 23. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Sturla Fjeldsted, Bjarni Vigfússon,

Ómar Vignir Lúðvíksson

og Drífa Skúladóttir.

Ennfremur Svanur Tómasson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð. Einnig sat Hildigunnur Haraldsdóttir fundinn.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun
1. Fossárvegur 10, Lóðarumsókn fyrir tómstundabúskap.    Mál nr. BN080032  

120960-7769 Ólafur Helgi Ólafsson, Sandholti 17, 355 Ólafsvík

 

Ólafur Helgi Ólafsson sækir um lóð og byggingarleyfi fyrir 70-80 fm hús fyrir tómstundabúskap að Fossárvegi 10.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
2. Fossárvegur 18, Lóðarumsókn fyrir tómstundabúskap.    Mál nr. BN080033  

200159-3069 Sæþór Gunnarsson, Brautarholti 4, 355 Ólafsvík

 

Sæþór Gunnarsson sækir um lóð og byggingarleyfi fyrir hús fyrir tómstundabúskap að Fossárvegi 18.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.   Skipulagsmál
3. Aðalskipulag Snæfellsbæjar Rif, Breyting á aðalskipulagi vegna hafnarinnar í Rifi    Mál nr. BN080037  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna hafnarframkvæmda í Rifi.

 

Tillagan er kynnt með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir aðalskipulagið með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.  
4. Deiliskipulag,Deiliskipulagsbreyting á hafnarsvæðinu í Rifi    Mál nr. BN080038  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu að breytingu deiliskipulags vegna hafnarinnar í Rifi, lengingu grjótgarðs.

 

Tillagan er kynnt með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.  
5. Umhverfisskýrsla -  Rifshöfn.,Breyting á aðalskipulag Snæfellsbæjar og deiliskipulagi fyrir Rifshöfn. Umhverfisskýrsla - lenging Norðurgarðs og bygging sandfangara við Rifshöfn    Mál nr. BN080044  

701294-2709 Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Norðurtanga 5, 355 Ólafsvík

 

Kynnt er Umhverfisskýrsla fyrir lengingu Norðurgarðs og byggingu sandfangara við Rifshöfn.  Skýrslan er unnin í tengslum við breytingu á aðalskipulagi Rifshafnar og nýtt deiliskipulag fyrir Rifshöfn.

 

Skýrslan er kynnt með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið og samþykkir skýrsluna með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.  
6. Jökulhálsvegur breytt aðalskipulag, Breyting á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995- 2015 Jökulhálsvegur.    Mál nr. BN080041  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar fyrir Jökulhálsveg, tillögunni hefur verið breytt frá síðasta fundi í samræmi við umsögn ast.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið með fyrirvara um umhverfisskýrslu.  
7. Afstöðuuppdráttur vegslóða að Snæfellsjökli,Afstöðuuppdráttur    Mál nr. BN080043  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir afstöðuuppdrátt að vegslóða upp að norðurhlið

Snæfellsjökuls. Uppdrættinum hefur verið breytt frá síðustu samþykkt vegna

athugasemda Skipulagsstofnunar.

Breytt eftir umsögn ust.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir uppdráttinn með fyrirvara um umhverfisskýrslu.  
8. Deiliskipulag frístundalóða við Hellissand, Frístundalóðir við Hellissand    Mál nr. BN080042  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu að nýju deiliskipulagi vegna frístundalóða við Hellissand. Hugmyndin gerir ráð fyrir 8 lóðum, stærð húsa fer ekki yfir 90 fm. Húsin verði lágreist og lóðir liggi saman.

Erindið hefur verið sent ast til umsagnar.  Hildigunnur Haraldsdóttir kynnir skipulagið frekar fyrir nefndinni.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið.  
9. Gámastöðin Snæfríður,Skipulagsmál    Mál nr. BN080039  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar fer fram á við nefndina að hún taki til skoðunar skipulag á gámastöðinni Snæfríði vegna fyrirhugaðrar byggingar steypustöðvar,  með aðgengi að frekari efnistöku og geymslusvæðis innan Snæfríðar.

 

Snæfellsbær er í viðræðum við eigendur Steypustöðvarinnar í Rifi um makaskiptum á lóð Steypustöðvarinnar við Melnes og hluta af lóð Snæfríðar í malarnámu í Rifi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa og Hildigunni Haraldsdóttur að vinna frekara skipulag af svæðinu fyrir steypustöð og geymslusvæði, einnig að skoða aðkeyrslu að malarnámu.   Byggingarl.umsókn
10. Barðastaðir 136191,Byggingarleyfi fyrir frístundahús  (00.0120.00) Mál nr. BN080034  

061157-7519 Finnbogi Rútur Arnarson, Sendiráði París, 150 Reykjavík

 

Finnbogi Rútur Arnarson sækir um byggingarleyfi fyrir 83,4 fm frístundahús í landi Barðastaða. Skipulagsstofnun hefur heimilað undanþágu frá skipulagi bréf dags. 28. mars 2008.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
11. Ennisbraut 38,Byggingarleyfi fyrir gámastöð  (21.3303.80) Mál nr. BN080040  

410283-0349 Gámaþjónustan hf, Pósthólf 4273, 124 Reykjavík

 

Gámaþjónustan hf óskar eftir byggingarleyfi fyrir gámastöð að Ennisbraut 38 skv. meðf. teikningum. Einnig fer Gámaþjónustan fram á stækkun lóðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa að ræða við gámaþjónustuna um frekari frágang á lóð við þjóveg og vegtengingu.  
12. Háarif 55, Lokun á svölum  (32.9505.50) Mál nr. BN080036  

210779-2139 Aneta Jacunska, Háarifi 55 Rifi, 360 Hellissandur

 

Aneta Jacunska óskar eftir leyfi til að loka af svölum á húseign sinni að Háarifi 55 í Rifi. Er þetta nauðsynleg framkvæmd þar sem vatn hefur verið að koma inn í húsið og skemmt gólfefni og veggi.

Umhverfs- og skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum.   Önnur mál
13. Grjótflutningar í gegnum Rif, Hafnarsjóður Snæfellsbæjar leitar eftir umsögn nefndarinnar á grjótflutningum í gegnum Rif.    Mál nr. BN080045  

701294-2709 Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Norðurtanga 5, 355 Ólafsvík

 

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina í Rifi óskar Hafnarsjóður Snæfellsbæjar  eftir umsögn nefndarinnar á því hvort megi flytja grjót úr malarnámu við Rif að framkvæmdarsvæði við Höfn á Búkollum. Leggja þurfi sér veg fyrir búkollurnar svo hægt verði að koma þeim niður á framkvæmdasvæðið.

 

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum varðandi þungaflutninga um Hafnargötu í Rifi.  
14. Kirkjutún 2, Málefni Kirkjutúns 2  (67.4385.00) Mál nr. BN080035  

250862-3779 Magnús Eiríksson, Skálholti 15, 355 Ólafsvík

 

Magnús Eiríksson hefur óskað eftir að ræða framtíð eignarinnar Kirkjutúns 2 í Ólafsvík. Magnús er boðaður á fundinn.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið. Magnús fór yfir málið með Kirkjutún 2. Nefndin tók jákvætt í að skoða málið. Byggingarfulltrúa var falið að gera þrívíddarmynd af svæðinu. Hæðir yrðu skoðaðar.    

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.

 

 

 

________________________________

Sigurjón Bjarnason

 

 

________________________________

Bjarni Vigfússon

 

 

________________________________

Drífa Skúladóttir

 

 

________________________________

Sturla Fjeldsted

 

 

________________________________

Ómar Vignir Lúðvíksson

Getum við bætt efni þessarar síðu?