Umhverfis- og skipulagsnefnd

25. fundur 26. júlí 2016 kl. 11:30 - 11:30
Umhverfis- og skipulagsnefnd

 

Árið 2008, fimmtudaginn 15. maí kl. 12:00, hélt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar 25. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon,

Drífa Skúladóttir

og Pétur Steinar Jóhannsson.

Ennfremur Svanur Tómasson og Lára Sverrisdóttir sem einnig ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Skipulagsmál
1. Deiliskipulag Hellissandur,Þjóðgarðsmiðstöð    Mál nr. BN080066  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu að nýju deiliskipulagi vegna þjóðarðsmiðstöðvar á Hellissandi. Gert er ráð fyrir þjónustumiðstöð fyrir þjóðgarðinn Snæfellsjökul á lóð sunnan Útnesvegar við Hellissand.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagið.  
2. Deiliskipulag Arnarstapa,Íbúðarhús 3 lóðir neðan Músaslóðar    Mál nr. BN080062  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Skipulagið hefur verið auglýst með athugasemdarfrest til 8. maí sl. Engar athugasemdir bárust. Tæknideild Snæfellsbæjar fer fram á að skipulagið verði klárað.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að klára skipulagið.  
3. Deiliskipulag Arnarstapa,Íbúðarhús við Gilbakka    Mál nr. BN080063  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Skipulagið hefur verið auglýst með athugasemdarfrest til 8. maí sl. Ein athugasemd barst frá íbúa við Gilbakka varðandi staðsetningu leiksvæðis.

Nefndin frestar afgreiðslu og samþykkir að skoða erindið nánar.  
4. Deiliskipulag Arnarstapa,Hesthús við Álfaslóð    Mál nr. BN080064  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Skipulagið hefur verið auglýst með athugasemdarfrest til 8. maí sl. 3 athugasemdir bárust varðandi staðsetningu hesthúsa. Bent er á gámasvæðið sem betri kost fyrir hesthús.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar afgreiðslu skipulagsins.  
5. Aðalskipulag Snæfellsbæjar,Náma í Enninu    Mál nr. BN080065  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir frumdrög að aðalskipulagsbreytingu varðandi námu í Enninu, Ólafsvík.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt skipulagið og felur Tæknideild Snæfellsbæjar að senda fyrirspurn um matsskyldu til Skipulagsstofnunar.  
6. Deiliskipulag Ólafsvík - Ennið, Efnistökusvæði í Enninu    Mál nr. BN080068  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu að deiliskipulagi fyrir efnistökusvæði í Enninu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt skipulagið.  
7. Aðalskipulag Snæfellsbæjar,Íbúðarhús og hesthús    Mál nr. BN080061  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Skipulagið hefur verið auglýst með athugasemdarfrest til 8. maí. Athugasemdir hafa borist vegna staðsetningar hesthúsa, og leiksvæðis við Gilbakka.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar afgreiðslu skipulagsins.  
8. Aðalskipulag Snæfellsbæjar,Óveruleg breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar, Hellissandur - Þjóðgarðsmiðstöð.    Mál nr. BN080067  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir óverulega breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna Þjóðgarðsmiðstöðvar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagið.   Byggingarl.umsókn
9. Engihlíð 2, Klæðning og stækkun á skýli  (21.0300.20) Mál nr. BN080060  

151273-5809 Einar Magnús Gunnlaugsson, Engihlíð 2, 355 Ólafsvík

 

Einar Magnús Gunnlaugsson sækir um leyfi fyrir stækkun á opnu skýli og að klæða húsið með Canexel klæðningu að Engihlíð 2, samkv. meðf. teikningu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar frekari gagna.  
10. Fögruvellir 136566,Gluggar og klæðning  (99.9823.00) Mál nr. BN080056  

050568-3779 Huldís Franksdóttir Daly, Þrastargötu 7b, 107 Reykjavík

 

Huldís Franksdóttir Daly óskar eftir leyfi til að breyta gluggum og klæðningu að Fögruvöllum á Hellissandi samkv. meðfylgjandi gögnum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
11. Naustabúð 12,Blómaskáli, sólpallur og bílastæði.  (64.4501.20) Mál nr. BN080057  

301261-8029 Reynir Axelsson, Naustabúð 12, 360 Hellissandur

 

Reynir Axelsson sækir um leyfi til framkvæmda að Naustabúð 12. Endurnýja blómaskála, byggja 6 fm sólpall suðvestan við blómaskálann, girða umhverfis lóðina og að útbúa 56 fm bílstæði á baklóð með aðkomu frá Dyngjubúð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir endurnýjun á blómaskála og sólpall, en felur byggingarfulltrúa að klára erindi varðandi bílastæði.   Önnur mál
12. Fróðárheiðarvegur, Kynning frá Vegagerð ríkisins    Mál nr. BN080059  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Auðunn Hálfdánarson frá Vegagerð ríkisins kynnir fyrir nefndinni fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á Fróðárheiðarvegi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir kynninguna.  
13. Landgræðsla ríkisins,Héraðsáætlanir Landgræðslunnar    Mál nr. BN080058  

710169-3659 Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella

 

Erindi frá Landgræðslu ríkisins varðandi Héraðsáætlanir Landgræðslunnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur bæjartæknifræðingi málið.  
14. Munaðarhóll 19, Heitur pottur  (64.1501.90) Mál nr. BN080070  

040954-3929 Ólafur Rögnvaldsson, Munaðarhóli 19, 360 Hellissandur

 

Ólafur Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir heitan pott sunnanmegin við húseignina Munaðarhól 19, Hellissandi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um teikningar á staðsetningu á pottinum.    

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:35

 

 

________________________________

Sigurjón Bjarnason

 

 

________________________________

Bjarni Vigfússon

 

 

________________________________

Pétur Steinar Jóhannsson

 

 

________________________________

Jónas Kristófersson

 

 

________________________________

Drífa Skúladóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?