Umhverfis- og skipulagsnefnd

26. fundur 26. júlí 2016 kl. 11:28 - 11:28
Umhverfis- og skipulagsnefnd

 

Árið 2008, miðvikudaginn 25. júní kl. 12:00, hélt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar 26. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon,

Ómar Vignir Lúðvíksson

og Drífa Skúladóttir.

Ennfremur Svanur Tómasson og Lára Sverrisdóttir sem einnig ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Skipulagsmál
1. Hofgarðar 136214,Deiliskipulag  (00.0360.00) Mál nr. BN080084  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Kynnt eru frumdrög að nýju deiliskipulagi að Hofgörðum í Staðarsveit.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt skipulagið.  
2. Jökulhálsvegur, Óveruleg aðalskipulagsbreyting vegna vegar frá Eysteinsdal að Snæfellsjökli.    Mál nr. BN080083  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Snæfellsbær kynnir óverulega breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna vegar frá Eysteinsdal að Snæfellsjökli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið til auglýsingar.  
3. Langatún, Frumdrög deiliskipulags lóðar Langatúns í Snæfellsbæ    Mál nr. BN080082  

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir frumdrög að deiliskipulagi lóðar Langatúns í Snæfellsbæ

Umhverfis- og skipulagsnefnd eru kynnt frumdrög deiliskipulags lóðar Langatúns í Snæfellsbæ og beinir því til landeigenda að leita umsagnar Umhverfisstofnunar.   Byggingarl.umsókn
4. Brautarholt 28, Sólpallur og heitur pottur  (12.8302.80) Mál nr. BN080073  

030269-3579 Fríða Sveinsdóttir, Brautarholti 28, 355 Ólafsvík

 

Fríða Sveinsdóttir sækir um leyfi fyrir 33 fm sólpall og heitan pott við húseign sína að Brautarholti 28 samkv. meðf. uppdrætti.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
5. Grundarbraut 4A,Klæðning, gluggar og pallur  (30.1300.41) Mál nr. BN080071  

200143-3109 Árni Guðbjartsson, Ásgarði, 545 Skagaströnd

 

Árni Guðbjartsson sækir um leyfi til að klæða húseign sína við Grundarbraut 4a með furuklæðningu. Einnig er sótt um að skipta um glugga samkv. meðfylgjandi teikningu og setja sólpall við vestur hlið hússins samkv. meðf. uppdrætti.

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en beinir því til eigenda að bárujárn væri heppilegri klæðning til að halda upprunalega útliti hússins. Nefndin óskar einnig eftir afstöðumynd af sólpallinum.  
6. Hjarðartún 3, Stækkun dvalarheimilis   (38.3300.30) Mál nr. BN080081  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á dvalarheimilinu Jaðri að Hjarðartúni 3 í Ólafsvík samkv. meðf. teikningum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir stækkun Jaðars.  
7. Jaðar 20, Stækkun sumarhúss  (43.2702.00) Mál nr. BN080078  

080236-3019 Bergmundur Ögmundsson, Mýrarholti 12, 355 Ólafsvík

 

Bergmundur Ögmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á sumarhúsi sínu að Jaðri 20 á Arnarstapa um 50,4 fm. Heildarstærð húss yrði 114 fm.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
8. Ólafsbraut 57, Skilti  (67.4305.70) Mál nr. BN080079  

420307-3300 Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur

 

Sigurður Einarsson f.h. Umtaks sækir um leyfi til að setja upp N1 skilti á lóð þjónustumiðstöðvar Ólafsbraut 57.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
9. Sandholt 42, Klæðning og pallur  (71.5304.20) Mál nr. BN080080  

260660-2259 Sigurbjörn S Magnússon, Sandholti 42, 355 Ólafsvík

 

Sigurbjörn Sævar Magnússon sækir um leyfir til að klæða húseign sína að Sandholti 42 með Cedrvou klæðningu frá Þ. Þorgrímssyni. Einnig er sótt um leyfi fyrir stækkun á palli framan við húsið samkv. meðfylgjandi teikningu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
10. Snæfellsás 1, Sólpallur   (80.1500.10) Mál nr. BN080076  

101174-4099 Karl Elíasson, Snæfellsási 1, 360 Hellissandur

 

Karl Elíasson f.h. Margrétar Árnadóttur sækir um leyfi til að reisa sólpall við húseignina Snæfellsás 1 samkv. meðf. teikningu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki meðeiganda.   Önnur mál
11. Hafnarsvæðið í Rifi, Akstur námatrukka    Mál nr. BN080077  

610198-2799 Nettur ehf, Brúnastöðum 10, 112 Reykjavík

 

Grétar Ólafsson f.h. Netts ehf óskar eftir heimild frá nefndinni til að nota námatrukka (búkollur) við akstur á grjóti frá námasvæði að hafnargarði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir skriflegu samþykki Vegagerðar og  Sýslumanns Snæfellinga. Nefndin lýsir áhyggjum sínum af lögnum og slitlagi Hafnargötu. Að þessu uppfylltu samþykkir nefndin erindið.  
12. Norðurtangi 3, Breytt skráning  (65.4300.30) Mál nr. BN080072  

151165-3119 Jóhannes Ólafsson, Sandholti 22, 355 Ólafsvík

 

Jóhannes Ólafsson f.h. Sjávarsafnsins á Norðurtanga í Ólafsvík óskar eftir að skráningu á húsnæði safnsins að Norðurtanga 3 verði breytt úr "saltfiskverkun" í "safnahús".

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.  
13. Ytri-Garðar III 198879,Stofnun lögbýlis  (00.0450.01) Mál nr. BN080075  

270259-2009 Kristín Magnúsdóttir, Álfaheiði 6, 200 Kópavogur

 

Jón Guðmann Pétursson og Kristín Magnúsdóttir óska eftir umsögn Snæfellsbæjar um stofnun lögbýlis að Ægissíðu ( Ytri-Garðar III).

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að Ægissíða ( Ytri Garðar III) verði gert að lögbýli.   Framkvæmdaleyfi
14. Fróðárheiðarvegur,Endurbygging Snæfellsnesvegar um Fróðárheiði.    Mál nr. BN080074  

500295-2879 Vegagerðin,Vesturlandsumdæmi, Borgarbraut 66, 310 Borgarnes

 

Guðmundur Rafn Kristjánsson f. h. Vegagerðar ríkisins sækir um framkvæmdarleyfi til að endurbyggja Snæfellsnesveg um Fróðárheiði, milli Egilsskarðs og Sæluhúss.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita Vegagerð ríkisins framkvæmdarleyfi vegna endurbyggingar Snæfellsnesvegar um Fróðárheiði, milli Egilsskarðs og Sæluhúss.    

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

 

 

________________________________

Sigurjón Bjarnason

 

 

________________________________

Bjarni Vigfússon

 

 

________________________________

Drífa Skúladóttir

 

________________________________

Jónas Kristófersson

 

 

________________________________

Ómar Vignir Lúðvíksson

Getum við bætt efni þessarar síðu?