Umhverfis- og skipulagsnefnd

31. fundur 26. júlí 2016 kl. 11:19 - 11:19
Umhverfis- og skipulagsnefnd

 

Árið 2009, þriðjudaginn 13. janúar kl. 12:00, hélt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar 31. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Bjarni Vigfússon, Jónas Kristófersson,

Drífa Skúladóttir

og Pétur Steinar Jóhannsson.

Ennfremur Svanur Tómasson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun
1. Melnes 2, Lóðarumsókn    Mál nr. BN090002  

161162-2809 Ásbjörn Óttarsson, Háarifi 19 Rifi, 360 Hellissandur

 

Ásbjörn Óttarsson sækir um lóðina Melnes 2 fyrir iðnaðarhúsnæði. Óskað er eftir að lóðinni verði breytt samkvæmt nýju lóðarblaði.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.   Skipulagsmál
2. Deiliskipulag hesthúsa á Hellissandi, Deiliskipulag hesthúsa á Hellissandi    Mál nr. BN090001  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Deiliskipulag vegna hesthúsa á Hellissandi hefur verið auglýst með athugasemdartíma til 8. janúar 2009. Engar athugasemdir bárust. Farið er fram á að skipulagið verði klárað.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.  
3. Deiliskipulag í Rifi, Óveruleg breyting á deiliskipulagi á hafnarsvæðinu í Rifi    Mál nr. BN090014  

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í Rifi. Svæðið sem um ræðir er við Hafnarbakka, Hafnargötu 9 og11 , Melnes 2 og 4 og Smiðjugötu 3.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.   Byggingarl.umsókn
4. Bjarg 136268,Byggingarleyfisumsókn fyrir veitingahús  (00.0160.01) Mál nr. BN090004  

230661-5029 Hafdís Halla Ásgeirsdóttir, Bjargi, 356 Snæfellsbæ

 

Hafdís Halla Ásgeirsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir 23 fm veitingahús að Bjargi, Snæfellsbæ. Meðfylgjandi er teikning í þríriti nr. 08.490 dags. 03.12.2008, undirritað af Ómari Péturssyni, kt. 050571-5569.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar frestar erindinu meðan byggingarfulltrúa er falið að kanna stöðu deiliskipulags vinnu umsækjenda.    
5. Fjárborg 10e, Aðsent bréf    Mál nr. BN090009  

 

Borist hefur bréf dags. 08.01.2009 vegna byggingar við Fjárborg 10e á Hellissandi.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar var kynnt erindið.  Framkvæmdir við við Fjárborg 10e voru stöðvaðar þann 21.11.08 og er staðan þannig í dag.  
6. Keflavíkurgata 2,Geymsluhús  (49.4500.20) Mál nr. BN090006  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar sækir um leyfi fyrir byggingu 6 fm geymsluhúss á lóð grunnskólans að Keflavíkurgötu 2.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.  
7. Lýsuhóll 136227,Byggingarleyfisumsókn fyrir 2 frístundahús.  (00.0540.00) Mál nr. BN090005  

170262-3609 Agnar Gestsson, Lýsuhóli, 356 Snæfellsbæ

 

Agnar Gestsson sækir um byggingarleyfi fyrir tvö 63,67 fm frístundahús í landi Lýsuhóls. Meðfylgjandi eru ljósrit af teikningum af húsunum.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að leyfa Agnari að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið og breyta Aðalskipulagi.  
8. Þjóðgarðsmiðstöð,Þjóðgarðsmiðstöð - byggingarleyfi    Mál nr. BN090007  

701002-2880 Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík

 

Umhverfisstofnun sækir um byggingarleyfi fyrir Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.   Önnur mál
9. Dagsektir, Vinnuferli vegna beitningar dagsekta    Mál nr. BN090010  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Leitað er eftir samþykki nefndarinnar á vinnuferli mála hjá byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar til beitingar dagsekta.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.  
10. Fjárborg 10d, Bygging ekki í samræmi við teikningar    Mál nr. BN090012  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Fjárborg 10d, bygging ekki í samræmi við samþykktar teikningar. Staða máls.

Á fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar þann 19. nóvember sl. var tekin ákvörðun um að byggingarnefnd færi fram á það að skilað yrði inn teikningum í samræmi við byggt hús án turns, þ.e. teikningum þar sem turn hefur verið fjarlægður.  Nefndin áréttar að í þessari bókun fólust eingöngu ákvarðanir er vörðuðu kröfu um að skilað yrði inn teikningum af húsinu í því ástandi sem það væri en án turns en ekki endanleg ákvörðun um að fjarlægja turninn af húsinu.  Umhverfis- og skipulagsnefnd hyggist taka ákvörðun um það á grundvelli 2. mgr. 56. gr. l. nr. 73/1997 að húsbyggjanda verði gert að fjarlægja umræddan turn og að ef ekki verði orðið við þeim fyrirmælum þá verði byggingarfulltrúa falið að láta fjarlægja turninn enda geti nefndin ekki fallist á þá breytingu enda sé hún veruleg og fari langt út fyrir þau mörk sem geti talist ásættanleg.  Áður en að endanleg ákvörðun verði hins vegar tekin þá gefist húsbyggjanda kostur á að andmæla ákvörðuninni og skal veita húsbyggjanda 30 daga frest til að skila inn andmælum sínum.  Til þess að unnt sé að taka afstöðu til annarra breytinga sem hafa orðið á húsinu við byggingu þess frá þeim teikningum sem samþykktar hafa verið þá verður að skila inn nýjum teikningum og ítrekar nefndin fyrri tilmæli um að teikningum af húsinu í núverandi mynd, án turns, verði skilað til nefndarinnar innan 30 daga að viðlögðum dagsektum.  Er byggingarfulltrúa falið að tilkynna húsbyggjanda framangreindar ákvarðanir.  
11. Fjárborg 10d, Bréf vegna Fjárborgar 10d.    Mál nr. BN090008  

 

Borist hefur bréf frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 16.12.2008.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar var kynnt erindið.  Gögn hafa verið send USB. og er málið núna í vinnslu hjá þeim.  
12. Götuheiti á Hellissandi,Tillögur að nýjum götuheitum.    Mál nr. BN090013  

 

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu að heiti á nýrri götu við lóð Þjóðgarðsmiðstöðvar. Einnig breytingu á heiti Útnesvegar.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar tekur jákvætt í erindið, en vill að skoðað verði að Keflavíkurgata nái að núverandi Útnesvegi.  
13. Hraunás 18,Lóðarleigusamningur  (42.2501.80) Mál nr. BN090011  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Guðrún Lára Pálmadóttir hefur óskað eftir nýjum lóðarleigusamning vegna Hraunáss 18 á Hellissandi.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.  
14. Melnes 4, Breytt stærð lóðar og lóðarsamningur    Mál nr. BN090003  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Tæknideild Snæfellsbæjar fer fram á að lóðin við Smiðjuveg 3 verði breytt í samræmi við meðfylgjandi lóðarblað og lóðin fái heitið Melnes 4. Einnig er farið fram á að nýr lóðarleigusamningur verði gerður við lóðarhafa.

Umhverfis - og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.    

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.

 

 

 

 

________________________________

Sigurjón Bjarnason

 

 

________________________________

Jónas Kristófersson

 

 

________________________________

Pétur Steinar Jóhannsson

 

 

________________________________

Bjarni Vigfússon

 

 

________________________________

Drífa Skúladóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?