Umhverfis- og skipulagsnefnd

32. fundur 26. júlí 2016 kl. 11:14 - 11:14

32. fundur

Umhverfis- og skipulagsnefnd

haldinn Röst,

þriðjudaginn 3. febrúar 2009 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Sturla Fjeldsted, Drífa Skúladóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Svanur Tómasson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1. 0901001 - Nýtt deiliskipulag ferðaþjónustu að Hofgörðum Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

2. 0901005 - Deiliskipulag vegna Þorpsins á Hellnum. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið til auglýsingar sem verulega breytingu á deiliskipulagi.

 

3. 0902005 - Lýsuhóll - Afstöðuuppdráttur ferðaþjónustuhúsa Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

4. 0902003 - Lýsuhóll - Stöðuleyfi, , könnun á jarðvegi og afstaða nefndar til byggingaráforma Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjenda bráðabirgðarleyfi fyrir húsunum ef skipulagsstofnun hafnar erindi um undanþágu frá skipulagi fyrir húsin. Þá verður leyfi veitt til eins árs, staðsetning húsa verði gerð í samráði við byggingarfulltrúa.

 

5. 0902010 - Fjárborg 10d - Umsókn um byggingarleyfi Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að láta lóðarhafa klára teikningar af húsinu í samræmi við þær teikningar sem liggja fyrir með þeim breytingum að þakhalli verði lækkarðu niður í 20° og vegghæð 2,5 m eins og húsið er í dag. Skráningartöflu verði skilað inn. Einnig að húsið verði málað í lítið áberandi litum samkvæmt litkerfi byggingarfulltrúa fyrir hesthús. Nefndin mun svo taka erindið fyrir aftur þegar tilskilin gögn liggja fyrir. Drífa samþykkir ekki bókunina þar sem allt ferlið sé fordæmisgefandi.

 

6. 0902009 - Hellisbraut 10 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga inni og úti Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

7. 0902008 - Ólafsbraut 54 breyting á gluggum Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

8. 0902007 - Tröð - Aðkeyrsla og áningastaður Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

9. 0902006 - Kaffihús að Hraunási 12 Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að lóðin Hraunás 12 er skilgreind sem íbúðarsvæði í aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Nefndin hefur ekki áform um að þetta svæði verði að þjónustu svæði innan skipulags.

 

10. 0902004 - Deiliskipulag hesthúsa sunnan Hellissands Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að breyta deiliskipulaginu, hvað varðar þakahalla í 20°.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:18

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?