Umhverfis- og skipulagsnefnd

43. fundur 26. júlí 2016 kl. 11:02 - 11:02

43. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn Röst,

þriðjudaginn 24. nóvember 2009 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Ómar Lúðvíksson, Svanur Tómasson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

1. 0905010 - Aðalskipulag Hellnum - frístundabyggð.Uppdráttur leiðréttur, frístundasvæði á Veruflöt minnkað að friðaðri strönd. Aðalskipulagið er í umsagnarferli. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir breytingu skipulags.

 

2. 0905009 - Deiliskipulag frístundahúsa á Hellnum - Skipulagið hefur verið auglýst, Athugasemdir hafa borist. Alls bárust 3 bréf frá nokkrum aðilum. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að klára deiliskipulagið. Tekið var tillit til þeirra athugasemda sem bárust, og var skipulagið breytt af þeirra óskum.

 

3. 0907006 - Deiliskipulag Arnarstapa - Óverulega breyting á deiliskipulagi 11 frístundahúsa við Sölvaslóð, Arnarstapa. Skipulagið fór í grenndarkynningu og lauk henni 12.11.2009. Ein athugasemd barst. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að fresta erindinu og setja málið í auglýsingu aftur sem verulega breytingu á deiliskipulagi.

 

4. 0907011 - Deiliskipulag Hellissandur, Fjárborgir - óveruleg breyting á deiliskipulagi - lóðum fækkað. Skipulagið fór í grenndarkynnigu sem lauk 23.11.2009 Engar athugasemdir bárust. Farið er fram á að skipulagið verði klárað. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

5. 0911002 - Laufás 6 - Katarzyna Kapszukiewicz, kt. 170384-2539 óskar eftir leyfi til að klæða húseign sína að Laufási 6 með ljósbrúnni plast-panil klæðningu, skipta um hurðir, glugga og breyta gluggum. lækka

flesta glugga um 10 cm og mjókka stofuglugga um sem svarar einni rúðu frá gafli, alla glugga á framhlið hússins úr 2,20 í 1,30 að breidd og þvottahúsglugga um sem svarar einni rúðu.Einnig er óskað eftir að fá að byggja 106 fm sólpall sem mun koma fyrir alla suðurhlið og vesturhlið hússins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið, en minnir á að uppfylla þarf reglugerð um flóttaleiðir úr svefnherbergjum. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar áréttar að sækja þarf um leyfi til framkævmda áður en framkvæmdir hefjast.

 

6. 0911003 - Kólumbusarbryggja 1 - Iceland Glacier Products ehf, sækir um byggingarleyfi fyrir límtréshús að Kólumbusarbryggju 1 í Rifi. Teikningar unnar af Hauk Ásgeirssyni. Stærðir: 8.128,3 fm og 62.145,7 rm. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

7. 0911001 - Smiðjugata 6 og Melnes 7 - Vélsmiðja Árna Jóns ehf sækir um að stækka lóðirnar Smiðjugötu 6 og Melnes 7, í samræmi við meðfylgjandi lóðarteikningu, þannig að hvor lóð um sig verði samtals 3.825 fm. Jafnframt er sótt um möguleika á að byggja við núverandi hús á lóðinni Smiðjugötu 6, viðbyggingu sem mundi ná yfir á lóðina Melnes 7. Í viðbyggingunni mundi verða stækkun á núverandi verksmiðju, þar sambyggð steypustöð og í framhaldi af því efnisgeymsla fyrir steypustöðina. Gert er ráð fyrir að núverandi húsnæði steypustöðvarinnar verði rifið, samhliða nýrri byggingu. Gert er ráð fyrir innkeyrslu á lóðina Melnes 7 frá Melnesi og í gengum götu á lóðinni Smiðjugötu 6.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar tekur jákvætt í erindið, byggingarfulltrúa falið að ræða frekar við umsækjenda varðandi nánari útfærslur.

 

8. 0911005 - Fjárborg 10d - Lárus Skúli Guðmundsson, kt. 281260-3089 sækir um leyfi fyrir eftirtöldu: Girða lóð sína að Fjárborg 10d á lóðarmörkum, gera 3m breiðan slóða að húsi og rúllugerði úr bárujárni við hesthúsið. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar frestar erindið meðan aflað er frekari gagna.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:17

Getum við bætt efni þessarar síðu?