Umhverfis- og skipulagsnefnd

45. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:49 - 10:49
45. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn Röst, miðvikudaginn 16. desember 2009 og hófst hann kl. 12:00

 

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá: 1. 0911006 - Aðalskipulag Hellnum

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar, Hellnum vegna breyttra forsendna við Hótel Hellnar. Breytingin felur eftirtalið í sér: - Svæði fyrir verslun og þjónustu umhverfis Hótel Hellna er stækkað, svæðið var áður alls tæpir 2 ha, en verður eftir breytingu alls tæpir 3,8 ha að stærð. - Svæðið sem áður var ætlað undir íbúðarbyggð og opið svæði til sérstakra nota eru minnkuð að sama skapi.

Umhverfis - og skipulagnefnd samþykkir breytt aðalskipulag fyrir Hellnar.

 

2. 0912001 - Breyting á deiliskipulagi 11 frístundahúsa við Sölvaslóð á Arnarstapa.

Skilmálum fyrir frístundabyggð Sölvaslóðar er breytt til að stuðla að samræmi frístundalóða á Arnarstapa og er það ávalt strangasta skilgreining sem gildir.Fyrir breytingu: Á hverri lóð má reisa sumarhús að brúttógrunnfleti allt að 80 m2 þar með talin aðalhæð, rishæð og geymsla (heildarrúmmál allt að 300 m3)Eftir breytingu standi: Á hverri lóð má reisa frístundahús að brúttógólffleti allt að 120 m2 þar með talin aðalhæð, rishæð og geymsla (heildarrúmmál allt að 450 m3) Nýtingarhlutfall lóðar má þó ekki fara yfir 0.03 miðað við flatarmál.

Umhverfis - og skipulagnefnd samþykkir að auglýsa breytt deiliskipulag fyrir Sölvaslóð sem verulega breytingu.

 

3. 0912006 - Ytri Garðar 1 Símon Sigurmonsson, kt. 080834-3229 óskar efitr undanþágu frá skipulagi fyrir einbýlishús í landi Ytri Garða 1 samkv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Umhverfis - og skipulagnefnd samþykkir erindið.

 

4. 0912007 - Sölvaslóð 1- stöðvun framkvæmda.

þann 11.12.2009 voru stöðvaðar framkvæmdir við Sölvaslóð 1 á Arnarstapa. Byggingin var ekki í samræmi við samþykkt deiliskipulag né samþykktar teikningar.

Umhverfis - og skipulagnefnd felst á rök byggingafulltrúa fyrir stöðvun framkvæmda. Ennfremur eru átalin vinnubrögð byggingarleyfishafa og byggingarstjóra og ljóst að þar þarf að verða mikil breyting á. Byggingarfulltrúa verður falið að hafa sérstakt eftirlit með framkvæmdinni vegna forsögu.

 

5. 0912004 - Sölvaslóð 1 Elín Jóhannsdóttir, kt. 080743-4409 sækir um byggingarleyfi fyrir 77,5 m2 frístundahús að Sölvaslóð 1 Arnarstapa. Haukur Ásgeirsson teiknaði húsið. Umhverfis - og skipulagnefnd samþykkir erindið þar sem þær teikningar sem nú liggja fyrir rúmast innan núverandi deiliskipulags. Í samræmi við bókun varðandi stöðvun framkvæmda á Sölvaslóð 1 ítrekar nefndin að sérstakt eftirlit verði haft með byggingaframkvæmdum.

 

6. 0912002 - Brimilsvellir 2

Gunnar Tryggvason kt. 241062-2959 sækir um byggingarleyfi til að setja útihurð og vindskýli á nýbyggingu að Brimilsvöllum 2.

Umhverfis - og skipulagnefnd samþykkir erindið.

 

7. 0911004 - Vallholt 9 Guðbjörn Sigfús Egilsson, kt. 131271-5739 og Guðrún Anna Oddsdóttir, kt. 210272-4379 sækja um byggingarleyfi fyrir bílskúr. Útveggir verða úr forsteyptum samlokueiningum eða timbri. Stærðir:Flatarmál 47,6 m2 Rúmmál 155,9 m3. Einnig er sótt um að setja glugga á norðurhlið hússins. Umhverfis - og skipulagnefnd samþykkir að erindið fari í grenndarkynningu og að lóðarmörk verði könnuð.

 

8. 0912005 - Klettsbúð 3

Sif Svavarsdóttir, kt. 030761-3589 f.h. Labradorit ehf, kt. 411209-0400 sækir leyfi fyrir eftirtöldu: 1. Stækkun á lóð við Klettsbúð 3 til norðurs samkv. meðf. teikningu. 2. Klæða húsið með liggjandi bárujárni og við á móti til að draga fram einkenni hússins. 3. 120 fm pall við húsið. 4. Leyfi til að setja upp veitingastað með vínveitingaleyfi.

Umhverfis - og skipulagnefnd samþykkir eftirfarandi: liður: 1 frestar ósk um stækkun lóðar. 2: samþykkir að klæða húsið 3: samþykkir pall sem er innan núverandi lóðar. 4: Nefndin leggst ekki gegn því að þarna verði sett upp veitingasala enda samræmist það núverandi aðalskipulagi.

 

9. 0911005 - Fjárborg 10d

Lárus Skúli Guðmundsson, kt. 281260-3089 sækir um leyfi fyrir eftirtöldu:Girða lóð sína að Fjárborg 10d á lóðarmörkum, gera 3m breiðan slóða að húsi og rúllugerði úr bárujárni við hesthúsið. Málinu var frestað þann 24. nóvember sl. meðan aflað var frekari gagna.

Umhverfis - og skipulagnefnd hafnar frekari framkvæmdum innan lóðar meðan málið liggur hjá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:27

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?