Umhverfis- og skipulagsnefnd

46. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:48 - 10:48
46. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn Röst, þriðjudaginn 26. janúar 2010 og hófst hann kl. 12:00

 

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá: 1. 0909022 - Lýsudalur deiliskipulag

Skipulagið hefur verið auglýst, engar athugasemdir hafa borist. Farið er fram á að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að málið verði klárað.

 

2. 0909026 - Deiliskipulag Hellnum, Þorpið.

Skipulagið hefur verið auglýst, engar athugasemdir hafa borist. Farið er fram að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að málið verði klárað.

 

3. 0906015 - Vatnsholt - Deiliskipulag Vatnsholts í Staðarsveit.

Komið hefur verið á móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar bréf dags. 03.11.2009 og Umhverfisstofnunar með því að færa fyrirhugaða skemmu / útihús í hraunjaðarinn norðan við íbúðarhúsið og hætta við lagningu vegar þvert yfir mýrina.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að vísa málinu til umsagnar hjá UST og Skipulagsstofnun.

 

4. 0903026 - Breyting á Aðalskipulagi Ólafsvíkur vegna tjaldsvæðis, efnistökustaðs í Enni og Frístundarbyggðar í Fossárdal.

Skipulagið hefur verið auglýst samkv. 1. mgr. 21. gr. skipulag- og byggingarlaga, engar athugasemdir hafa borist, farið er fram á að skipulagið verði klárað.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að málið verði klárað.

 

5. 1001012 - Skipulagsmál

Tæknideild Snæfellsbæjar óskar eftir umræðu varðandi fyrirtökur á aðalskipulagsbreytingum í Snæfellsbæ. Lagt er til að aðalskipulagbreytingar verði teknar fyrir 3-4 sinnum á ári vegna mikils kosnaðar við gerð aðalskipulagsins. Fyrirhugaður er fundur með

Skipulagsstjóra ríkisins þar sem farið verður yfir málið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið, einnig tók nefndin vel í fund með Skipulagsstjóra.

 

6. 0911004 - Vallholt 9

Guðbjörn Sigfús Egilsson, kt. 131271-5739 og Guðrún Anna Oddsdóttir, kt. 210272-4379 sækja um byggingarleyfi fyrir bílskúr. Útveggir verða úr forsteyptum samlokueiningum eða timbri. Stærðir:Flatarmál 47,6 m2 Rúmmál 155,9 m3. Einnig er sótt um að setja glugga á norðurhlið hússins. Grenndarkynnig hefur farið fram og engar athugasemdir hafa verið gerða við fyrirhugaða byggingu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

7. 1001005 - Hafnargata 11

Sturla Fjeldsted f.h. Virkisins ehf, kt. 640996-2939, sækir um breytingar á skipulagi og nýtingar á húseign sinni að Hafnargötu 11, samkvæmt meðf. teikningum og skráningartöflu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

8. 1001006 - Hvíta húsið

Steingerður Jóhannsdóttir, kt. 220857-3369 sækir um byggingarleyfi vegna enduruppbyggingar á Hvítahúsinu í Krossavík samkv. meðf. teikningu,.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

9. 1001007 - Melabúð 1

Kristján Hafsteinn Leifsson, kt. 201254-4189, sækir um að einangra og klæða hús að utan. einnig að einangra og tyrfa þak hússins til að fella það vel að landi. Geymslan verður notuð sem vinnuaðstaða á meðan er verið að byggja nýja byggingu að Melabúð 1.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

10. 1001009 - Lýsudalur

Gunnar Fannberg Jónasson, kt. 240642-2299, sækir um byggingarleyfi ferðaþjónustuhús sem byggt verður úr 11 gámum og millibyggingu sem reist verður á staðnum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki á skipulagi fyrir svæðið. Ennfremur að byggingin uppfylli öll skilyrði byggingareglugerðar.

 

11. 1001010 - Klettsbúð 3

Sif Svavarsdóttir f.h. Labradorit ehf, kt. 411209-0400 sækir um byggingarleyfi að Klettsbúð 3 til að breyta innra skipulagi og einangra og klæða húsið að utan samkv. meðf. teikningum unnum af Hildigunni Haraldsdóttur. Eins er óskað eftir að fá stærri lóð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að leggja til tillögu frá Hildugunni dagsetta 26.01.10 af 499 m2 lóð. Ennfremur samþykkir nefndinn framlagðar teikningar af húsinu og breytta notkun á því.

 

12. 1001013 - Lýsudalur

Gunnar Fannberg Jónasson óskar efitr að fá heimild til að fá að halda áfram að ýta upp mön og hafa jarðvegsskipti þar sem ferðaþjónustuhúsið á að standa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

13. 0911001 - Smiðjugata 6 og Melnes 7

Vélsmiðja Árna Jóns ehf sækir um að stækka lóðirnar Smiðjugötu 6 og Melnes 7, í samræmi við meðfylgjandi lóðarteikningu, þannig að hvor lóð um sig verði samtals 3.825 fm.Jafnframt er sótt um möguleika á að byggja við núverandi hús á lóðinni Smiðjugötu 6, viðbyggingu sem mundi ná yfir á lóðina Melnes 7.Í viðbyggingunni mundi verða stækkun á núverandi verksmiðju, þar sambyggð steypustöð og í framhaldi af því efnisgeymsla fyrir steypustöðina. Gert er ráð fyrir að núverandi húsnæði steypustöðvarinnar verði rifið, samhliða nýrri byggingu.Gert er ráð fyrir innkeyrslu á lóðina Melnes 7 frá Melnesi og í gengum götu á lóðinni Smiðjugötu 6. Málinu var frestað þann 24.11.2009 meðan fengnar voru nánari útfærslur.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna um málið og óska eftir nýrri tillögu að lóð.

 

14. 0912008 - Ölkelda

Jón Svavar Þórðarson, kt. 020753-5259 óskar eftir leyfi byggingarnefndar um færslu á heimreið að bænum ölkeldu og gerð bílaplans við ölkelduuppsprettu við bæinn. vegurinn er um 200 m langur og bílaplanið 300 fm.Ástæðan fyrir færslunni er í fyrsta lagi bætt aðkoma fyrir ferðamenn að ölkeldunni, en árlega koma þangað 12-15 þúsund manns. Hins vegar að minnka umferð bíla og ferðamann um hlaðið að íbúðarhúsi að ölkeldu 3.Eldri vegur verður fjarlægður.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

15. 1001003 - Gjaldskrá Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- þjónustu- og framkvæmdarleyfisgjöld í Snæfellsbæ.Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

16. 1001008 - Lýsuhólsvegur

Margrét Björk Björnsdóttir f.h. Bakhjarlanna, stýrishóps um uppbyggingu náttúrulauga við Félagsheimilið að Lýsuhóli hvetur til að hugað verði sérstaklega að vegi 5714 (Lýsuhólsvegi) að ráðstafanir verði gerðar til að aðkoma að þessu svæði verði verði viðunandi og geti borið þá umferð sem sú atvinnusatfsemi og uppbygging sem þarna á sér stað og er fyrirhugðu kallar eftir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því á bæjarstjórn.

 

17. 1001011 - Hestamál á Arnarstapa

Tæknideild Snæfellsbæjar hefur borist kvartanir vegna hesta á Arnarstapa, óskað er eftir að nefndin taki afstöðu til málsins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið.

 

18. 1001001 - Söguslilti á Hellissandi 

Drífa Skúladóttir, kt. 120162-2099 sækir um leyfi f.h. Sandara- og Rifsaragleði 2010 til að setja upp söguskilti á Hellissandi. Varðandi nánari staðsetningu þá væri það sett upp í samráði við bæjartæknifræðning Snæfellsbæjar. Í frqmhaldinu þyrfti að gera bílastæði o.t.h. við umrætt svæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

19. 1001002 - Dalbraut 5

Rarik ohf hefur óskað eftir nýjum lóðarleigusamning vegna Dalbrautar 5. Lóðarstærð nú er 33.000 m2 en í tillögu að nýjum samning verður lóðin 8.017 m2

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

20. 1001014 - Fossá / stífla Rarik ohf hefur óskað eftir lóðarleigusamning vegna Fossá / stífla.Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

21. 1001004 - Lambafell / Aðveitustöð

Rarik ohf hefur óska eftir lóðarleigusamning vegna lóð Rariks á Lambafelli. Lóðarstærð er skráð í dag 6.331 m2 en í tillögu að nýjum samning er lóðin 2.500 m2

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?