Umhverfis- og skipulagsnefnd

54. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:35 - 10:35

54. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn í Röst,

þriðjudaginn 27. júlí 2010 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Sturla Fjeldsted, Drífa Skúladóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Jón Þór Lúðvíksson,

 

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá: 1. 1007001 - Snæfell félagsheimili - Umsókn um stærri lóð.Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu, árið 2005 var gerður nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina og vill nefndinn halda þeirri stærð. Hinsvegar vill nefndinn skoða möguleika með afnotarétt fyrir umsækjenda yfir hluta að þeirri lóð sem óskað er. Byggingarfulltrúa er falið að koma með tillögu að svæði í samvinnu við umsækjenda og leggja fyrir nefndinna.

 

2. 1007004 - Umsókn um verslunar- og þjónustulóð á Arnarstapa. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gera tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið.

 

3. 1007013 - Skipholt 11 - Umsókn um stækkun á núverandi lóð Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjenda afnotarétt yfir þeirri lóð sem óskað er eftir en ef til kemur að lóð nr.13 við Skipholt verði úthlutuðum þá hafi Snæfellsbær allan rétt til þess að taka þennan hluta aftur án nokkurs kostnaðar.

 

4. 1004013 - Nýtt deiliskipulag við Sölvaslóð 1-11

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að klára nýtt deiliskipulag fyrir Sölvaslóð 1 - 11. Athugasemdir bárust frá Elínu Jóhannsdóttur Sölvaslóð 1 og Karli Arnarsyni Sölvaslóð 4. Vegan tilkomna athugasemda var leitast við að gera texta á uppdrættir skýrari, gerð var tillaga af svörum og byggingarfulltrúa falið ganga frá málinu.

 

5. 1007008 - Umsókn um breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar Sleggjubeina.

Kynning á fyrstu gögnum. Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt frumdrög af aðalskipulags breytingu.

Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna um málið.

 

6. 1007012 - Melabúð Deiliskpulag - breyting vegna ath. Skipulagsstofnunar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

7. 1007011 - Nýtt deiliskipulag fyrir Laugarbrekku.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

8. 1007005 - Vatnsholt - Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu og skyggni á núverandi hús.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

9. 1007003 - Hafnargata 18 - Umsókn um leyfi fyrir klæðningu og porti.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

10. 1007002 - Brautarholt 20 - Umsókn um leyfi fyrir breytingu á stofuglugga.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

11. 1007009 - Hellisbraut 19- Umsókn um leyfi til að setja upp gervihnattadisk við húseign sína.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

12. 1007010 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Tvíodda Staðarsveit.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

13. 1007007 - Bárðarás 20 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólpall.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

14. 1007006 - Sölvaslóð 1 - Erindi frá Bæjarráði varðandi bréf frá lóðarhafa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:16

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?