Umhverfis- og skipulagsnefnd

59. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:25 - 10:25

59. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn í Röst,

þriðjudaginn 22. febrúar 2011 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1. 1102005 - Grundarslóð 14 - Umsókn um afnot af lóð.

Hartmann Jóhannsson, Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi, sækir um leyfi fyrir afnot af lóð við Grundarslóð 14 á Arnarstapa, sumarið 2011 undir hjólhýsi. Umhverfis- og skipulagsnenfnd samþykkir að veita Hartmanni Jóhannssyni stöðuleyfi fyrir hjólhýsi sitt á lóð Grundarslóðar 14 á Arnarstapa til 1. september 2011.

 

2. 1102008 - Deiliskipulag svæðis fyrir tómstundabúskap sunnan Hellissands. Fjárborg, nýjar lóðir.

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir nýtt deiliskipulag vegna svæðis fyrir tómstundabúskap sunnan Hellissands, nýjar lóðir. Skipulagið er tekið fyrir aftur þar sem fyrri málsmeðferð var í samræmi við breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða 6 lóðir undir hesthús/fjárhús við Fjárborg á Hellissandi. Lóðirnar eru 63x58 m að stærð. Byggingarreitir eru 12x33 m og innan þeirra má reisa allt að 200 fm hesthús/fjárhús á einni hæð. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Snæfellsbæjar, Hellisandur, Rif.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

3. 1102007 - Nýtt deiliskiipulag fyrir íbúðarhús á og við Selhól, Hellissandi, Snæfellsbæ.

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir lýsingu á nýju deiliskipulagi einbýlishúsalóða á og við Selhól, Hellissandi. Skipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Snæfellsbæjar, Hellisandur

og Rif.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lýsingin verði kynnt samkv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

4. 1102006 - Breyting deiliskipulags frístundahúsa á Hellnum.

Vera Roth, kynnir breytingu á deiliskipulagi frístudahúsa á Hellnum. Deiliskipulag fyrir, Melabúð, Veruflöt, Búarbrunn, Bálhól og tvö hús á Þórdísarflöt var staðfest í október 2010. Nú er sótt um breytingu sem felur í sér breytta aðkomu að Þórdísarflöt, þannig að aðkoma sunnan lóðar Bálhóls verður flutt í nyrsta hluta lóðarinnar Búðarbrunns og minnar lóðin sem því nemur. Byggingarreit Bálhós er hliðarð um 6 m til vesturs. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Snæfellsbæjar, Arnarstapi og Hellnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagið verði auglýst samkv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

5. 1010028 - Nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar á Arnarstapa Deiliskipulagsuppdráttur hefur verið leiðréttur í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breyttan uppdrátt eftir auglýsingu. Nýr uppdráttur verði sendur á Skipulagsstofnun ásamt umsögnum til yfirferðar samkv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

6. 1102004 - Gufuskálar - Umsókn leyfi fyrir vindmyllu.

Þór Magnússon sækir um leyfi til að setja upp vindmyllu að Gufuskálum samkv. meðf. teikningu. Um væri að ræða tilraun til tveggja ára. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

7. 1101021 - Ennisbraut 44 - útlitsbreyting

Guðmundur Ólafsson f.h. Frostfisks ehf., sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingu á skemmu við Ennisbraut 44. Breytingin felur í sér að setja 230 cm X 110 cm hurð á austurgafl skemmunnar.

Umhverfis- og skipulagsnefn samþykkir erindið.

 

8. 1102010 - Þórdísarflöt - Umsókn um byggingarleyfi

Ágúst Hlynur Guðmundsson kt. 210173-4479 sækir um byggingarleyfi fyrir 120 fm og 399.1 rm sumarhúsi að Þórdísarflöt Hellnum. Teikingar eftir Gísla Guðmundsson.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir 120 fm sumarhús að Þórdísarflöt.

 

9. 1102003 - Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda - bréf frá Sambandi íslenskra sveitafélaga.

Bréf frá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandi íslenskar sveitafélaga varðandi ný mannvikjalög og áhrif þeirra á umboð byggingarnefnda.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið.

 

10. 1101011 - Grundarbraut 2 - Lóð breytt

Tillaga að lóðarfyrirkomulagi að Grundarbraut 2.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lóðarfyrirkomulag að Grundarbraut 2 fari í grenndarkynningu í næstu hús sem eiga sameiginlega innkeyrslu.

 

11. 1102009 - Norðurtangi 13 - Lóðarleigusamningur

Olíudreifing ehf, kt. 660695-2069 óskar eftir að nýr lóðarleigusamningur verði gerður vegna lóðar að Norðurtanga 13, Ólafsvík.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fresta erindinu og felur byggingafulltrúa að skoða frekari afmarkanir á lóðinni í samvinnu við Hafnarstjóra.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?