Umhverfis- og skipulagsnefnd

62. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:18 - 10:18

62. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar,

þriðjudaginn 7. júní 2011 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Sturla Fjeldsted, Svanur Tómasson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá: 1. 1106015 - Smiðjugata 5 - Umsókn um lóð

IV Iceland ehf, kt. 480411-0480 sækir um lóð að Smiðjugötu 5 í Rifi. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið þegar umsögn frá Hafnarnefnd liggur fyrir.

 

2. 1106007 - Músaslóð 8 - skila inn lóð

Arnardrangur ehf, skilar inn lóða að Músaslóð 8 á Arnarstapa. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið. Kanna þurfi með hvort eitthvað hvíli á lóð.

 

3. 1106013 - Hafnargata 26 - umsókn um stækkun á lóð

Hjálmar Þór Kristjánsson, óskar eftir stærri lóð við Hafnargötu 26 í Rifi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

4. 1102006 - Breyting deiliskipulags frístundahúsa á Hellnum.

Búið er að auglýsa skipulagið með athugasemdarfrest til 5. maí 2011. engar athugasemdir bárust.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að vinna skipulagið áfram.

 

5. 1102007 - Nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarhús á og við Selhól, Hellissandi, Snæfellsbæ.

Búið er að auglýsa skipulagið með athugasemdarfrest til 5. maí 2011. engar athugasemdir bárust.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að vinna skipulagið áfram.

 

6. 1102008 - Deiliskipulag svæðis fyrir tómstundabúskap sunnan Hellissands.

Fjárborg, nýjar lóðir. Búið er að auglýsa skipulagið með athugasemdarfrest til 5. maí 2011. Ein athugasemd barst á auglýsingartíma. Gerð er athugasemd við að ekki sé leyft fleiri byggingagerðir. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að vinna skipulagið áfram. Umhverfis- og skiplagsnefnd þakkar innsenda athugasemd. Umhverfis- og skiplagsnefnd ítrekar núverandi byggingarskilmála sem samþykktir hafa verið.

 

7. 0906005 - Hraungerði - afstöðuuppdráttur Björn B. Thors óskar eftir samþykki á afstöðuuppdrætti að Hraungerði í Breuðuvík. Gert er ráð fyrir að reisa hús að Hraungerði í Snæfellsbæ. Innan byggingarreits aðalhúss er gert ráð fyrir allt að 125 fm auk geymsluhúss allt að 25 fm. Stefna húsann taka mið af Hraunprýði. Málinu var frestað á síðasta fundi og málið skoðað frekar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að vinna skipulagið áfram.

 

8. 1010019 - Varmilækur - Breyttar teikningar

Lagðar eru fram breyttar teikningar vegna bílskúrs að Varmalæk. Eldri teikningar voru samþykktar þann 10. desember 2010. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gerir alvarlegar athugasemdir við framgang þessa máls og óskar eftir frekari gögnum um málið frá byggingarstjóra. Ljóst er að ekki hefur verið farið eftir framlögðum samþykktum teikningum af byggingunni því er málinu frestað meðan beðið er gagna frá byggingarstjóra.

 

9. 1105015 - Brautarholt 10 - breyting á gluggum

Gunnsteinn Sigurðsson, óskar eftir leyfi til að skipta um glugga, gereft og gler á suðaustanverðu húsinu að Brautarholti 10.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

10. 1106001 - Geirakot III - Kofi

Jón Tryggvason kt. 230268-4799 óskar eftir leyfi fyrir leikkofa á lóð sinni við Geirakot III. Kofinn er 4 fm, byggður úr timbri, mesta hæð er 2,2 m Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið þegar liggur fyrir teikning af kofa og staðsetning kofa á lóð.

 

11. 1106002 - Grundarbraut 48 - Hurð Gunnar Traustason sækir um leyfi til að setja hurð út á pall sunnanmegin að Grundarbraut 48.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

12. 1106004 - Gröf - pallur og hurð Ragnhildur Bköndal óskar eftir leyfi til að setja hurð 213 cm x 236 cm. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir sólpalli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

13. 1106006 - Miðbrekka 17 - geymsluskúr Brynjar Kristmundsson óskar eftir leyfi fyrir 9,9 fm geymsluskúr að Miðbrekku 17, samkv. meðf. teikningu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

14. 1106008 - Naustabúð 21 - Gluggar, vatnsinntak, innra skipulag.

Shaun David Oliver óskar efitr leyfi til að loka suðurglugga í herbergi, loka gluggum í bílskúr, stækka baðherbergi, opna á milli herbergja og færa vatnsinntak.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

15. 1106011 - Smiðjugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 1.191,7 fm iðnaðarhúsnæði við Smiðjugötu 5, Rifi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið en vísar málinu til hafnarnefndar til umsagnar. Brunahönnun skal fara fram á húsinu.

 

16. 1106010 - Skilti í þjóðgarði

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull óskar eftir leyfi til að setja upp skilti í þjóðgarðinum samkvæmt meðf. teikningum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

17. 1106012 - Hafnarlóð - Umsókn um byggingarleyfi og niðurrif

Björn Arnaldsson f.h. hafnarstjórnar Snæfellsbæjar sækir um bygginarleyfi fyrir nýtt vigtarhús alls 107 fm á Hafnarlóð í Rifi. jafnframt er óskað eftir leyfi til að rífa núverandi vigtarskúr.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

18. 1106005 - Þórdísarflöt - framkvæmdaleyfi fyrir veg og vatnsborun.

Þórdís Kjartansdóttir óskar eftir framkvæmdaleyfi lagningu heimreiðar að Þórdísarflöt í samræmi við breytingartillögu á deiliskipulagi vegna frístundahúsa á Hellnum.

Einnig er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir vatsnborun að Þórdísarflöt. Staðsetning yrði í samræmi við deiliskipulag af svæðinu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

19. 1106014 - Hafnargata 12 - fyrirspurn

Ægir Ingvarsson sendir inn fyrirspurn vegna lóðar að Hafnargötu 12. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar var kynnt erindið en óskar eftir frekari upplýsingum. Byggingarfulltrúa falið að skoða málið frekar og leita upplýsinga um álíka byggingar.

 

20. 1106003 - Gröf - heimagisting

Ragnheiður Blöndal hefur sótt um leyfi til sýslumanns til að reka gististað í flokki 1, heimagistingu að Gröf í Snæfellsbæ. Hún ætlar að bjóða upp á 7 daga hestaferðir með gistingu í Gröf.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

21. 1106009 - Friðlýsing á Munaðarhóli

Stórn Skórækrar- og landverndarfélags undir Jökli fer þess á leit við umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar og Bæjarstjórn Snæfellsbæjar að þær beiti sér fyrir því við umhverfisstofnun að Munaðarhóllinn verði friðlýstur.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið. Við næstu endurskoðun á aðalskipulagi Snæfellsbæjar verði svæðið friðlýst.

 

22. 1101011 - Grundarbraut 2 - Lóð breytt

Grenndarkynning hefur farið fram. athugasemdir hafa borist. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar frestar málinu meðan fleiri tillögur eru skoðaðar af svæðinu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar þakkar innsenda athugasemd.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:48

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?