Umhverfis- og skipulagsnefnd

66. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:11 - 10:11

66. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar,

þriðjudaginn 1. nóvember 2011 og hófst hann kl. 12:00

 

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,

 

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá: 1. 1110010 - Álfafell - umsókn um stækkun á lóð.

Ágústína G. Pálmarsdóttir, kt. 100359-2439, sækir um stækkun á leigulóð Álfafells, Arnarstapa. neðsti hluti lóðar yrði þá samhliða girðingu bæjarins. Með þessu fengist land til skógræktar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar hafnar erindinu um stækkun á lóð.

 

2. 1111003 - Aðalskipulag Snæfellsbæjar - endurskoðun

Tæknideild kynnir tímaáætlun, verkáfanga og kostnaðaráætlun á endurskoðun aðalskipulags Snæfellsbæjar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að fara í endurskoðun á aðalskipulagi Snæfellsbæjar.

 

3. 1111002 - Deiliskipulag hafnarsvæðis ólafsvíkur - breyting

Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir óformleg drög að breytingu á deiliskipulagi hvafnarsvæðis í Ólafsvík.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið og felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna um málið.

 

4. 1110007 - Vatnsholt - Umsókn um byggingarleyfi fyrir tækjageymslu

Hjörleifur Þór Jakobsson, kt. 070457-2029 sækir um byggingarleyfi fyrir tækjageymslu viðbyggða íbúarhúsi að Vatnsholti í Staðarsveit. Heildarstærð húss eftir breytingu er 513,1 fm.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

5. 1010019 - Varmilækur - Breyttar teikningar

Lagðar eru fram breyttar teiknignar vegna bílskúrs að Varmalæk. Eldri teikningar voru samþykktar þann 10. des 2010. Málinu var frestað á 62 fundi umhverfis- og skipulagsnefndar og óskað eftir gögnum frá byggingarstjóra. Bréf frá byggingarstjóra hefur borist.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að skrifa byggingarstjóra og eiganda bréf um framkvæmd verksins. Erindið frestað að öðru leiti.

 

6. 1106011 - Smiðjugata 5 - breyttar teikningar

IV Iceland ehf leggur fram breyttar teikningar vegna spennurýmis. Farið hefur fram grenndarkynning vegna þess, þar sem tveir lóðarhafar nærliggjandi lóða gera ekki athugasemdir við staðsetningu spennurýmissins en einn lóðarhafi samþykkti breytinguna.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breyttar teikningar.

 

7. 1110009 - Naustbúð 1 - sumarhús

Lúðvík V. Smárason, kt. 290861-7649 sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhús til flutnings. Húsið yrði byggt að Naustabúð 1.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir sumarhús til flutnigs.

 

8. 1110006 - Naustabúð 19 - móttökudiskur

Monica Dubaj, kt. 230370-2499, óskar efitr leyfi til að setja upp móttökudisk að Naustabúð 19. Staðsetning er eins og sýnir á meðfylgjandi fylgiskjali.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

9. 1110004 - Ólafsbraut 19 - Hobbitinn rekstarleyfi

Sýslumaður Snæfellinga óskar eftir umsögn vegna umsóknar Hobbitans ehf um endurnýjun rekstarleyfis fyrir veitingastofu og greiðasölu að Ólafsbraut 19.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að Hobbitanum ehf verði veitt endurnýjað rekstarleyfi, þegar úttektir liggja fyrir.

 

10. 1110005 - Klettsbúð 7 - rekstarleyfi

Sýslumaður Snæfellinga óskar eftir umsögn vegna umsóknar Stóru Viðvíkur ehf um nýtt rekstarleyfi í flokki V vegna Hótel Hellissands að Klettsbúð 7.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að Stóra Viðvík ehf, verði veitt nýtt rekstarleyfi í flokki V vegna Hótel Hellissands, þegar úttektir liggja fyrir.

 

11. 1110008 - Brimilsvellir - Æfingasvæði fyrir hesta og girðing

Gunnar Tryggvason óskar eftir leyfi til að jafna til svæði 55m x 85 m fyrir ofan gistihús sem verður notað sem æfingarsvæði fyrir hesta. Svæðið verður jafnað út, borið burðarefni ofaní að hluta og sáð grasfræi í þar sem þarf. Einnig er óskað eftir leyfi til að jafna til undir giðingu fyrir ofan veg ca. 1,5 km. Með því er hægt að beytastýra betur í fjallinu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erndið. Jöfnun fyrir girðingu fyrir ofan veg verður að vera með leyfi Vegagerðar ef framkvæmdin nær inná veghelgunarsvæði Vegagerðar.

 

12. 1105004 - Skólabraut 9 - Frekari aðgerðir vegna ástands á húsi.

Eigandi Skólabrautar 9 hefur móttekið bréf byggignarfulltrúa um úrbætur og fyrirhugaðar dagsekta. Engin andmæli hafa borist og frestur til andmæla er lokið. Lagt er til að lagðar verði dagsektir á eiganda vegna málsins að upphæð 5.000 krónur á dag.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lagðar verði á 10.000 kr. dagsektir og að eiganda verði send niðurstaðan í birtingarpósti.

 

13. 1111001 - Gjaldskrár tæknideildar

Tæknideild kynnir uppfærðar gjaldskrár vegna ársins 2012 fyrir vatn og fráveitur í Snæfellsbæ, samþykkt um gatnagerðargjöld í Snæfellsbæ og Gjaldskrá fyrir byggingarleyfi, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld í Snæfellsbæ. fyrir árið 2012.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir uppfærðar gjaldskrár fyrir árið 2012. Helst breyting á gjaldskrá er hækkun á stöðuleyfisgjaldi án byggingarleyfis nr. 3.1.20.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?